Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984 29 örn Ólarsson menntaskólakennari. Doktor í bókmenntum Örn Ólafsson varði doktorsritgerð sína „Bókmenntastefna róttæklinga á íslandi** við Háskólann í Lyon í Frakklandi þ. 5. júní sl. f ritgerðinni er leitast við að leiða í Ijós hver hafi verið bókmenntastefna vinstri rót- tæklinga á íslandi, frá því að hennar varð fyrst vart og þar til um 1940. Dregin er fram eftir föngum stefnu- munur milli ára og manna og kann- að hvernig menn beittu sér fyrir stefnunni. Höfundur staðnæmist við árið 1940 því þá telur hann bók- menntastarfsemi vinstri rót- tæklinga vera komna í þann far- veg, sem hún hefur nokkurn veg- inn fylgt síðan. Auk þess er tíma- ritaútgáfa róttæklinga athuguð og borin saman við önnur tímarit milli stríða, fjallað um aðra starfssemi þeirra, s.s. Félag byltingarsinnaðra rithöfunda og Heimskringlu og reynt að sjá stefnu þeirra og starfssemi í al- þjóðlegu samhengi og innlendu. Örn ólafsson fæddur í Reykja- vík 4. apríl, 1941. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands í september 1970. Kandídatsritgerð hans var „Hrólfs saga Gautrekssonar. Heimildir og rittengsl". Örn var styrkþegi Stofnunar Árna Magn- ússonar tvívegis um hálfs árs skeið; 1967 og 1971. Hann var ís- lenskukennari við Menntaskólann við Tjörnina 1970 til 1971 og við Menntaskólann vjð Hamrahlíð 1971 til 1979. Á haustmisseri, árið 1979, gerðist Örn aðstoðarkennari, assistent associé, í norrænum fræðum við Háskólann í Lyon II og hefur hann síðan stundað fræðistörf með kennslunni. Foreldrar Arnar eru ólafur Jónsson og Jarþrúður Jónsdóttir. Hann er kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. Avarp vegna sjóslyssins við Bjarnareyjar ÁVARP til þeirra sem hlut eiga að máli í söfnun vegna sjóslyssins við Bjarneyjar 31. október 1983. Nokkurt fé safnaðist til styrktar björgunarsveitum og til stuðnings aðstandendum, sem hefir verið skipt í dag. Óllum gefendum er þakkað virktavel. Öllum sem á einn eða annan hátt hafa vottað samhug og stuðning biðjum við blessunar Guðs. Stykkishólmi 19. júni 1984. Gísli Kolbeins, Jóhannes Árnason, Ellert Kristinsson. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ftttrgttstlrfatob NORÐDEKK heítsótuð radtal dekh, íslensk framleídslai Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmivinnustofan hf, SKIPHOLIl 35. s.31055 & 30360 Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höföadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEIFAN 5. s.33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTI, s.66401 Landið Hjólbarðaverkstæði Björns, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Kaupfélag Árnesinga, SELFOSSI, s.99-2000 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARFIKÐL s.97-4271 Ásbjöm Guðjónsson,STRANDGOTU 15a, ESKIF’IRDL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAF'IRÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s.96-22840 Smurstöð Shell - Olis.FJÖIJVISGÖTU 4a, AKUREYRL s.%-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFTRÐL s.96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL EGBLSSTÖÐUM. s.97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Aage V Michelsen, HRAUNBÆ, HVERAGERÐL s.99-4180 Bifreiðaverkstæði Bjama, AUSTURMÖRK 11, HVERAGERÐL s.99^4535 Aðalstöðin hf, HAFNÁRGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1516 Jteynir sf, FJNJÚKABYGGÐ 31, BLÖNDUÓSI, s.95-4400 ■ PEUCEOT 205 NÝRBÍLL BYGGÐURA TRAUSTUM GKUNN OG FYRIR AÐEINS 323.000 KRÓNUR PEUGEOT 205-ÁRG.1984 Peugeot 205X hágædabíll fyrir hagstætt verð • Frönsk smekkvísi • Góð greiðslukjör HAFRAFELL Vagnhöfða 7 S 68-52-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.