Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. JÚNl 1984 SPÆNSKU NAFNSKILTIN gera mikla lukku Einstök prýði fyrir einbýlishúsið, sumarbústaðinn o.fl. Önnumst séróskir varðandi stœrri verkefni. Ennfremur minnum við á hið glœsilega úrval okkar af messingsskiltum. Auk þess höfum við að sjálfsögðu ál- og plastskilti í ýmsum gerðum og stœrðum. SkHtið sf. Sími 91-76713. ÚTSÖLUSTAÐIR: VERSLUNIN BRYNJA. Laugavegi 29, sími 91-24320. HÚSIÐ, Skeifunni 4, sími 91-687878. Tryggjum öryggi barnanna í bílnum, -með Klippan barnabílstólum. Sænski Klippan bamastóllinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvalda og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Klippan er fáanlegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. x uTTX SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 Möguleikar á álveri við Eyjafjörð: AlCan verður ekki með ef and- staða heima- manna við álveri reynist mikil „Upphaf þessa máls er það, að í nóvember sl. var hér fulltrúi frá breskum banka, Morgan Grenfell, en þessi banki befur verið að athuga möguleika á viðskiptum við íslensk stjórnvöld f sambandi við lánamál. Þessi banki, Morgan Grenfell, er jafnframt aðalefnahagsráðgjafi Jamaicastjórnar og þessi fulltrúi bankans var með boð frá Jamaicastjórn um að hún hefði áhuga á að ræða við íslensk stjórnvöld um sameiginleg áhugamál á sviði áliðnaðar, þar sem þeir framleiddu báxít og súrál, en við hefðum mikla orku,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvernig það hefði komið til að farið var að ræða við stjórnvöld á Jamaica um hugsanlega samvinnu á sviði áliðnaðar. Birgir ísleifur er formaður stjóriðjunefndar, en sú nefnd hefur að undanförnu og mun á naestunni standa í vij ræðum við ýmsa aðila með framtíðaruppbygg- ingu í áliðnaði hér á landi í I ooa. Birgir ísleifur sagði að iðnað- arráðherra Jamaica hefði f fram- haldi þessa boðið honum og Sigur- geiri Jónssyni, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans, sem einnig á sæti f stóriðjunefnd til Jamaica til frekari viðræðna, og hefðu þær farið fram f febrúarmánuði á þessu ári. Þar hefði komið f ljós að aðaláhugamál Jamaicabúanna var að gerast eignaraðilar að álveri hér á landi. Sagði Birgir ísleifur að þetta hefði komið þeim nokkuð á óvart, en Jamaicamenn hefðu greint frá því að þar sem þeir væru miklir súrálsframleiðendur, þá vildu þeir tryggja sér markaði fyrir súrál og það hefðu þeir talið sig geta gert best með því að ger- ast eignaraðilar f álveri. Birgir ís- leifur sagði að hann og Sigurgeir hefðu auðvitað engu getað svarað þessari málaleitan f febrúar, en ákveðið hefði verið að hugleiða þessi mál áfram. „Svo bárust þau boð til okkar fyrir skömmu, með milligöngu breska bankans," sagði Birgir fs- leifur, „að iðnaðarráðherra Jama- ica, Hugh Hart, hefði hugsanlega áhuga á að koma hingað og ræða við okkur, en við fengum jafn- framt upplýsingar um að hann og forsætisráðherra landsins, Siaka, yrðu staddir í London, einmitt þá tvo daga sem álviðræðurnar áttu að fara fram. Það var því ákveðið að við hittumst þar. Við hittumst svo þarna á fundi og ræddum mál- in, en við greindum þeim frá því að við gætum litið sagt á þessu stigi, því hér væru ýmiskonar við- ræður í gangi, sem ekki væri enn ljóst hvað kæmi út úr.“ Birgir ísleifur var spurður hvort Jamaica væri ekki það fá- tækt land, að það gæti í sjálfu sér ekki fjárfest mikið hér á landi: „Vafalaust eiga þeir ekki mikla peninga, en þeir eiga hins vegar án efa lánamöguleika f þróunar- sjóðum, ef þeir geta sýnt fram á að þátttaka í einhvers konar ál- iðnaði hér á landi gæti orðið til þess að tryggja reksturinn á verk- smiðjum þeirra á Jamaica." Birgir Isleifur sagðist ekki telja að stjórnvöld á Jamaica hefðu áhuga á að taka þátt f súrálsverk- smiðju hér á landi. Þeir hefðu framleitt 2,1 milljón tonna af súr- áli á ári, þegar mest var, en eftir að Bandarfkjamenn og Japanir drógu úr súrálskaupum af þeim, vegna hækkandi raforkuverðs f Bandaríkjunum og Japan, þá hefðu súrálsmarkaðir Jamaica dregist verulega saman. Fyrst og fremst þyrftu Jamaicabúar því að tryggja sér markaði fyrir súrál, en ekki fyrir báxít, sem súrál er framleitt úr. Birgir Isleifur sagði er hann var spurður hvort samstarf landanna tveggja á sviði áliðnaðar kæmi til greina, án þátttöku þriðja aðila: „Nei, ég reikna með því að þriðji aðilinn, dreifingar- og markaðsað- ilinn, yrði tvímælalaust að koma inn í slíkt samstarf." Birgir ísleifur var þá spurður hvort hann teldi þetta eftirsókn- arverðan kost fyrir okkur Islend- inga að fara út f einhvers konar samstarf við Jamaica og sagði hann þá: „Mér finnst þetta vera möguleiki sem við eigum að halda opnum. Þessir menn sem við hitt- um þarna virkuðu mjög vel á okkur, og þeir búa greinilega yfir staðgóðri þekkingu á svona við- skiptum. Mér finnst mjög mikils virði fyrir okkur að vera í góðu sambandi við menn sem eru í svona súrálsframleiðslu, því við þurfum að vita hvað gerist á þeim markaði. Jamaicabúar eiga mjög vel þekkta sérfræðinga á sviði súr- álsframleiðslunnar, sem hlotið hafa alheimsviðurkenningu, og þó ekki væri fyrir aðrar sakir, þá held ég að mikilvægt sé að halda þessu sambandi." Stóriðjunefnd skipa auk Birgis ísleifs, sem er formaður, þeir Sig- urgeir Jónsson, Valur Arnþórsson, \ Aðalfundur Seyð- firðingafélagsins Seyðfirðingafélagið í Reykjavík hélt kaffisamsæti og aðalfund i safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudaginn 20. maí að lokinni messu í kirkjunni, en þar prédik- aði séra Heimir Steinsson. Fjöl- menni var á fundinum. I stjórn Seyðfirðingafélagsins fyrir næsta starfsár voru kjörin: Ingólfur A. Þorkelsson, skóla- meistari, formaður, Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri, varaformaður, Bryndís Jónsdóttir, forstöðumað- ur, gjaldkeri, Nína Lárusdóttir, verslunarmaður, ritari, Guðmund- ur Jónsson, vélstjóri, og Jóhann Jónsson, kennari, meðstjórnendur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.