Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIP, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS U //W»I Eni margir í felum? Á ég engan tilverurétt? Einn í felum skrifar: Kæri Velvakandi. Ég er hommi, sem sagt einn af þeim sem eru í felum, og hef verið alla mína ævi. Tilvera min hefur verið eins og í viti og oft hef ég verið kominn að því að fyrirfara mér og meira að segja gert til- raunir til þess, en alltaf verið bjargað á síðustu stundu. Ég veit að maðurinn hefur ekki leyfi til að eyða eigin lífi, en örvæntingin hef- ur stundum verið svo mikil að ég hef ekkert séð nema svart. En spurningin er: Af hverju er ég hommi? Frá því ég man eftir mér hef ég laðast að karlmönnum. Geðlæknir spurði mig eitt sinn af hverju ég breytti mér ekki og snéri mér að kvenfólki og hætti þannig að hugsa um karlmenn. Það virðist mér vera ómögulegt, þetta er meðfædd tilfinning sem ég ræð ekki við. Ég hef leitað víða að svari, en hvergi fengið það. Ég hef leitað í Biblíunni, því ég trúi að hún sé guðsorð. En hún hefur andstyggð á fólki sem líkist mér. Hún hefur heldur ekki svarað því af hverju ég er svona. Ég þekki marga homma, bæði þá sem lifa í felum og þá sem hafa komið úr felum. Eg veit að margir eiga í svipuðu sálarstríði og ég. Margir hafa farið út í áfengið og orðið því að bráð og þó nokkra veit ég um sem hafa fyrirfarið sér. Ég þekki margt gott fólk sem fyrirlítur homma og oft hefur mér sviðið það þegar það hefur talað um þá við mig. Hommar sem hafa komið úr felum hafa verið ofsóttir á skemmtistöðum og víðar. Ótal sinnum hef ég beðið guð að breyta mér, en ekkert hefur gerst. Þess vegna bið ég allt gott fólk að svara mér, um leið og ég spyr: Af hverju er ég með þessar tilfinn- ingar og á ég engan tilverurétt? Þessir hringdu . . . Er eins farið með rauðmag- ann og laxinn í Elliðaánum? Jón Júlíusson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér stökkbrá þegar ég las fyrirsögn- ina í DV um daginn þar sem sagt var að klóakbragð væri af laxin- um sem geógi í Elliðaárnar. En þá fór mér að detta í hug að lík- lega væri engu minni mengun í rauðmaganum sem við kaupum hérna á torgum og í fiskbúðum. Rauðmagarnir veiðast hér upp við landsteinana þar sem klóak- rör borgarinnar koma í sjó fram. Ég hef reyndar ekki orðið var við þetta sjálfur en þætti það ekki ólíklegt. Allt að verða vitlaust 9454—3827 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Allt þetta kjaftæði um kókómjólk. Eins og það skipti nokkru máli, meðan sjálf mjólkin er svona dýr. Fjármálaráðherra sem telur sig vin lítilmagnans, hefur hon- um aldrei dottið í hug hvernig t.d. fjölskylda með fimm smá- börn geti kcypt þá mjólk sem þau þarfnast, auk annars? Hvað hefur fjármálaráðherra hugsað sér að væri þessum fjölskyldum til bjargar? Um Pétur og Albert Lára hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Fyrst vil ég lýsa furðu minni, af hverju svo marg- ir eru að hnýta í Pétur Pétursson þul. Það finnst mér algjör óþarfi og ég tel hann með okkar allra bestu þulum. Við mundum áreið- anlega heyra minna af íslenskri tónlist ef hann væri ekki hjá út- varpinu, hann ber af. Ég er nú gömul sjálfstæðis- kona, en nú finnst mér verið að reita flugfjaðrirnar af flokknum, þegar ráðamenn haga sér eins og t.d. Albert. Þetta hundafargan í honum er orðin svo mikil þjóðar- skömm, að almenningur hefur hann að skotspæni. Hann sem er maður í ábyrgðarstöðu. Ég held að hann ætti að sjá sóma sinn í því að þessum látum linni. Eyrnabólgur eru dýrar Hólmfríður Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er móðir með þrjú börn. Sá yngsti, tveggja ára, er með eyrnabólgur og þarf að fara til læknis einu sinni i mánuði eða oftar. Hvert viðtal kostar 78 krónur og meðalaglasið 270 krónur. Þessir peningar eru ekki lengi að verða að stórum fúlgum og ég sé ekki fram á að barnið mitt geti fengið meðulin sín. Ég veit um mörg fleiri slík dæmi hér í bænum og því vildi ég koma þessu á framfæri til almennings. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Þetta verð o lætur þú ekki fara fram hjá þér TOSHIBA 20“ úrvals sjónvarpstæki meö fjar- stillingu á einstöku veröi kr. 27.527.- stgr. Útborgun kr. 7.000, eftirst. á 6 mán. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 • /X PERMANENT fyrir karlmenn RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Tímapantanir í síma 12725 L J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.