Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 24
ifw>r h/TV» mi rrrrrv p rnrmrrt^ frrnr í Trrr^rT^OAíi’ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 Sjaldgæf sjón núoröið Húsavík, 21. júnf. „VÍÐAST hvar um land, þar sem sauðfjáreign var nokkur til muna, var taðið úr fjárhúsunum haft til eldiviðar," segir Jónas frá Hrafnagili í þjóðháttalýsing- um sínum um sl. aldamót. „Taðið er stungið út á vorin í ferhyrnd- um flögum eða hnausum, og síð- an voru hnausarnir klofnir í 1—2 þuml. þykkar taðflögur með þar til gerðum tapspaða úr tré. Svo var það þurrkað, og þegar það var svo nokkurn veginn þurrt var það borið saman í stóra hlaða eða stakka, taðhlaða, og látið svo standa til hausts og var taðið þeirra tíma einn besti eldiviðurinn. Nú er ekki algengt að sjá tað- hrauka, en þennan sem myndin er af sá ljósm. Mbl. við þjóðveg- inn í Mývatnssveit í sl. viku. Aðstoðar framkvæmdastjóri VSÍ um áskorun VMSÍ um uppsögn samninga: „Sýnir ábyrgðarleysi" „OKKUR er þessi afstaða áhyggju- efni og teljum að hún lýsi ábyrgðar- leysi af hálfu þeirra forustumanna sem að henni standa. Þjóðhagsstofn- un hefur, eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá, lýst að forsendur hafi ekki breyst frá því sem menn gátu gengið út frá er kjarasamningarnir voru gerðir,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ, er Morgunbjaðið bar und- ir hann áskorun VMSÍ um uppsögn samninga í haust. um frekari hækkanir getur ekki orðið að ræða,“ sagði Þórarinn. — Áttu von á vinnudeilum í haust? „Nú er það svo að engum samn- ingum hefur verið sagt upp ennþá, svo okkur sé um það kunnugt. Það verður ekki gert nema á félags- fundum í verkalýðsfélögunum. Ef marka má þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið, þá stendur vilji fólks í landinu ekki til þess að stefna í átök á vinnumarkaði á haustmánuðum. Kannski er þetta talandi tákn um það, hversu mjög forustumenn verkalýðshreyf- ingarinnar, hafa fjarlægst fólkið í verkalýðshreyfingunni, félags- mennina sjálfa," sagði Þórarinn að lokum. „Það er ljóst að samkvæmt nú- gildandi samningum eiga laun að hækka 1. september um 3%, ef að launaliðum samninganna verður ekki sagt lausum. Verði þeim sagt lausum í kjölfar þessarar áskor- unar 37-menninganna, þá kemur þessi launahækkun að sjálfsögðu ekki til framkvæmda. Sú afstaða formannanna að afsala verkafólki þeirri launahækkun, kemur á óvart, því öllum má ljóst vera að FRÁBÆR BÍLL Á FRÁBÆRU VERÐI Nýja húsið á Bernhöftstorfunni sem Torfusamtökin hafa reist. ÞÝSK VANDVIRKNI er vaiiö á nyjum bíl auövelt. OQ kynniö greiöslukjörintr frábæru aksturseiginleika í reynsluakslri. BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 IB4 RGYKJAVÍK SÍMI 687300 Endurbygging Bemhöftstorfu: Einn áfangi eftir TORFUSAMTOKIN eru um þessar mundir að reka smiðshöggið á nýtt timburhús sem rís í portinu að baki veitingahússins Lækjarbrekku. Þar með verður næstsíðasta áfanga endurbyggingar Torfusamtakanna á Bernhöftstorfunni lokið, að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmda- stjóra Torfusamtakanna. Þorsteinn sagði að þar sem nýja húsið rís, hefðu áður verið svonefnd Móhús, sem í var geymd- ur mór, eins og nafnið gefur til kynna. Nýja húsið er 130 fermetr- ar að grunnfleti og er reist með sama lagi og Móhúsin gömlu voru. Áætlað er að húsið verði fullbúið innan þriggja vikna og hefur það verið leigt tveimur aðilum til þriggja ára. Á neðri hæðinni mun Sveinn bakari opna brauðverslun og á efri hæðinni verður veitinga- staðurinn Lækjarbrekka með fundarsal. Síðasti áfangi endurbygginga Torfusamtakanna á Bernhöfts- torfunni verður viðbygging við hið nýja hús, til suðurs að Gimli. Áætlað er að þar rísi salur, sem mun rúma um 150 manns í sæti. Þorsteinn sagði að sá salur yrði fyrst og fremst hugsaður sem sýn- ingarsalur fyrir leiklist. Ennfrem- ur stendur til að helluleggja sund- ið á milli veitingahússins Lækj- arbrekku og nýja hússins og koma þar fyrir blómum. Torfusamtökin keyptu sl. haust húsið að Vesturgötu 5, en það hef- ur eins og kunnugt er staðið autt um árabil. Einar Benediktsson lét reisa sér þetta hús sem íbúðarhús árið 1897, og er það því komið vel til ára sinna. Þorsteinn sagði að unnið væri að endurbyggingu hússins og er því verki væri lokið yrði það selt. Húsið á Vesturgötu 5, sem Torfusamtökin hafa fest kaup á og hyggjast endurbyggja. Tilboðin í neðanjarðarmannvirki viö Blönduvirkjun: Gildistíminn framleng- ist til 1. september Gódan daginn! LANDSVIRKJUN hefur náð sam- komulagi um að tilboð í gerð neðan- jarðarmannvirkja vegna Blöndu- virkjunar standi óbreytt til 1. sept- ember í haust, þannig að fram- kvæmdir þurfi ekki að hefjast fyrr en þá. Jóhann Már Maríusson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, sagði að þó að framkvæmdir við Blönduvirkjun hæfust ekki fyrr en í haust, ætti það ekki að þurfa að seinka verkalokum, því það sem ekki ynnist í sumar væri hægt að vinna upp síðar. Hins vegar væri æskilegast að vinna verkið sem jafnast og best, því þetta gæti haft bæði í för með sér aukakostnað og óþægindi. Enn er ósamið um kjarasamn- ing við Blönduvirkjun og hefur byrjun framkvæmda við neðan- jarðarmannvirki verið frestað þess vegna hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.