Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 57 Dý sumarleyfishugmynd: England - meginlandið, LUXUSSIGLING INNIFALIN VIÐKOMUSTAÐIR ERLENDIS Sem gefur að skilja voru við- komustaðir m/s Eddu vand- lega valdir, svo farþegar yrðu sem best settir til að halda áfram ferðinni. Newcastle er miðsvæðis í Bret- landi, og þaðan eru daglegar ferjusiglingar til Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur. Sjálf er Newcastle stórborg og þar er hvað best að versla í allri Evr- ópu. Hin rómaða ferðamannapara- dís Vatnahéraðið (Lake Dist- rict) er í örskots fjarlægð og í norðri skosku hálöndin. I suðri eru allir ensku baðstrandabæ- irnir (s.s. Brighton) og auðvitað sjálf heimsborgin London. Loks má geta þess að ekkert er því til fyrirstöðu að sigla með m/s Eddu til Newcastle og koma með henni heim aftur frá Bremerhaven. Bremerhaven er ákjósanlegur upphafsstaður Evrópuferðar. Skammt undan eru borgir fjörs og iðandi mannlífs t.d. Amster- dam í suðri og Kaupmannahöfn í norðri. Einnig er stutt á frægar slóðir: Rínardal, Moseldal og Alpana, svo dæmi séu tekin. Aksturtil Rivierunnar, Ítalíu eða Austurríkis er ekki meira mál en milli Reykjavíkurog Egilsstaða. ( rauninni á ekkert að geta takmarkað ferðafrelsið nema lengd sumarfrísins, og farþeg- um er frjálst að velja sér þá heimferð með m/s Eddu sem best hentar. 2-51-66 Vinsamlegast færió það inn á minnisbiað símasktárinnar. FARSKIP Aðalstræti 7 Reykjavík ACILUN SUMARIÐ 1985 KOMU-OG BROITfARAR- TÍMAR Tll Reykjavíkur miðvikudaga 20:00 Frá Reykjavík miðvikudaga 24:00 Tll Newcastle laugardaga 10:00 Frá Newcastle laugardaga 12:00 Til Bremerhaven sunnudaga 10:00 Frá Bremerhaven sunnudaga 14:00 Til Newcastle mánudaga 10:00 Frá Newcastle mánudaga 12:00 Næsta sumar heldur Farskip hf. uppi reglubundnum siglingum milli íslands, Englands og meginlands Evr- ópu. M/S Edda fer frá Reykjavík hvern miðvikudag frá 1. júní til 17. september. Edda getur flutt 900 farþega í hverri ferð. Einnig rúmar hún 160 bíla, þannig að stór hluti farþeganna getur tekið fjöl- skyldubílinn með. Og það sem meira er: Séu fjórir farþegar eða fleiri saman um bílinn verð- ur hann fluttur án gjaldtöku, jafnvel þótt einhverjir hinna fjögurra séu börn allt niður ( 2ja ára að aldri og ferðist á lægra gjaldi en fullorðnir. Séu færri farþegar saman um bílinn greiða þeir flutningsgjald fyrir hann og fer það eftir fjölda þeirra. Einnig geta hópar lagt í utanlandsferð og flutt hóp- ferðabíl með m/s Eddu. Erlendar viðkomuhafnir eru Newcastle í Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi. Far- þegar geta farið frá borði í ann- arri þeirra og um borð þar aftur, eða í hinni eftir eigin óskum. Þannig geta þeir t.d. farið eins konar hringferð um Bretland og meginlandið. Að sjálfsögðu ráða þeir einnig hve margar vikur líða milli brottfarar og heimkomu. Aðeins þarf að gæta þess að panta allar ferðir með nægum fyrirvara, því bú- ast má við að margar ferðir seljist upp löngu fyrir brottför. Fargjald verður mjög hóflegt þannig að það á ekki að verða hindrun þess að menn geti veitt sér ánægjulegt sumarfrí. Sé bíllinn með er ekkert því til fyrirstöðu að stinga tjaldinu og eldunaráhöldunum í skottið. Tjaldsvæði eru mjög fullkomin ytra. Hápunktur ferðarinnar getur þó verið sjálf sjóferðin, lúxussigl- ing á vel búnu lystiskipi. Ekki spillir að útgerðin er íslensk og íslenskir peningar í fullu gildi urh borð, bæði innan landhelgi og utan hennar sem í erlendum höfnum. Allar tímasetningar hér að ofan eru staðartímar. Farþegar án ökutækja komi til skips minnst 2 klst. fyrir brottför. Akandi farþegar mæti við skip minnst 1 Vz klst. fyrir brottför. Hópferðabifreiðar séu við skip minnst 2 klst. fyrir brottför. I Bremerhaven liggur m/s Edda við Columbus Quay. Reglu- bundnar járnbrautarferðir eru milli skips og brautarstöðvarinn- ar í Bremerhaven. ( Newcastle (North Shields) liggur m/s Edda við Tyne Commission Quay u.þ.b. 13 km fyrir austan miðborgina. Beinar vagnferðir eru frá skipshlið til aðalbrautarstöðvarinnar. ( Reykjavík liggur m/s Edda við Kleppsbakka í Sundahöfn. m/s EDDA M/S Edda er 7800 tonna lúx- usferja byggð í Frakklandi 1972 skv. ströngustu kröfum Lloyd’s. Hún getur gengið 20 sjómílur á klukkustund og er búin stöðugleikauggum. Edda getur flutt í hverri ferð 900 farþega og um 160 bíla. ( 200 farþegaklefum skipsins rúmast 440 farþegar og 120 í þotustólum, en þar að auki eru seld þilfarspláss. í meiri hluta klefanna er hreinlætisaðstaða. Um borð er bæði vandað veit- ingahús og veitingabúð, einnig þjónustumiðstöð þar sem er banki og símstöð, verslanir, þ.á.m. fríhafnarverslun, kvik- myndasalur, sundlaug og saunaböð. Þá má nefna spila- víti, dansstað, þar sem hljóm- UM BORÐ í LYSTISKIPI: sveit skipsins leikur, og diskó- tek sem jafnframt er nætur- klúbbur. Barir eru 6 talsins. Sér- stakt leiksvæði er fyrir börn og barnagæsla er á staðnum. Læknisþjónusta er auk þess í skipinu. OPNAÐ Skrifstofur í Aðalstræti 7. Veitum allar upplýsingar um ferðir m/s Eddu, tökum við farpöntunum og gefum út farseðla. Síminn er 25166. FARSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.