Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 ADROrnNSWKI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson Friðar-jól Því hungraður var ég og þér gáfud mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, i fangelsi var ég og þér komuð til mín. Jesús. Matt. 25, 35—36. Kirkjan er sífellt að boða frið. Á þessari aðventu hefur biskup okkar, herra Pétur Sigurgeirs- son, sent söfnuðum kirkjunnar hvatningu til að taka þátt í „Friðar-jólum“, sem haldin hafa verið víða um heim undanfarin tvö ár. Þau hófust í Genf að- fangadagskvöld 1979. Fólk í einu borgarhverfinu tók sig saman um að kveikja jólaljós á ákveðnum tima kvöldsins hvert heima hjá sér og fara með ljósið út að glugga til þess að það lýsti til nágrannans. Undanfar- inn var samstarf fólks úr söfn- uðum mótmælenda og kaþ- ólskra. Það hafði byggt kirkju- miðstöð saman og hafði í hyggju að endurbyggja sjúkrahús. Það kveikti ljósin á aðfangadags- kvöld til að láta í ljós samstöðu sína. Jólaljósin höfðu mikil áhrif og á næstu jóium voru þau aftur tendruð. Þessi „Friðar-jól“ hafa breiðzt út til fleiri kirkjudeilda og landa og nú á þessum jólum ætlar íslenzka þjóðkirkjan að bjóða safnaðarfólki sínu til þátttöku. í dag, 12. desember, á þriðja sunnudegi í aðventu hvetja kirkj- urnar fólk sitt um víða veröld til að leggja fram það sem það megnar til að byggja upp réttlát- ari og friðsamlegri veröld, þar sem réttur einstaklinga og þjóða er virtur og barizt er gegn hungri og stríði. Við erum öll hvött til að sýna hug okkar í iðr- un og samstöðu. Biblíulestur vikuna 12. — 18. desember Sunnudagur 12. desember: Matt. 11:2-11 Mánudagur 13. desember: Efesusbr. 3:14—4:6 Þriðjudagur 14. desember: Efesusbr. 4:7—16. Miðvikudagur 15. desember: Efesusbr. 4:17—32 Fimmtudagur 16. desember: Efesusbr. 5:1—9. Föstudagur 17. desember: Efesusbr. 5:10—20. Laugardagur 18. desember: Efesusbr. 5:21—32. 19. desember, á fjórða sunnu- degi í aðventu, erum við hvött til að fasta frá morgni til sólarlags. Markmiðið með því er að við finnum að við erum ekki bundin af peningum og eignum og að hvetja okkur til að sýna sam- stöðu okkar með þeim milljónum barna og fullorðinna, sem verða að fasta hvern dag. Við erum hvött til að gefa and- virði einnar máltíðar til að hjálpa þeim, sem þjást af hungri. Hjálparstofnun kirkj- unnar gengst fyrir landssöfnun nú á aðventu undir kjörorðinu: Brauð handa hungruðum heimi. Á aðfangadagskvöld er sú til- laga send okkur að við förum út fyrir dyrnar eða út að glugga með kerti eða lampa klukkan 20.30. “Pcacc on carth!” Berið ávöxt! Lúk. 3:7-17 — 3. sunnudagur í aðventu Guðspjall dagins fjallar um Jóhannes skírara, sem hóf starf sitt nokkru á undan Jesú. Hann boðaði iðrun og skírði iðrunarskírn. Þannig er iðrunin eitt af því, sem við erum minnt á á aðventunni. Að iðrast felur ekki einungis í sér eftirsjá, heldur nýtt mat á ýmsu. Sönn iðrun leiðir til þess, að við leitumst við að stefna frá hinu ranga og illa, en kapp- kostum að gera vilja Guðs. Þess vegna talaði Jóhannes um að bera ávöxt samboðinn iðruninni. Þann ávöxt taldi hann t.d. koma fram í jöfnuði lífsgæða og nægju- semi í stað heimtufrekju. Er ekki komið að okkur að iðrast þannig, nú á þessari aðventu og áframhaldandi? Er okkur ekki þörf á að draga úr óhófi og ofneyslu? Erum við ekki öll seld undir þá sök að leita fyrst og fremst uppfyllingar eigin þarfa og gerviþarfa, en láta okkur minna varða um vilja Guðs? Gleymum við því ekki alltof oft að við höfum þegið allt af Drottni sem ráðsmenn hans og okkur ber því að fara skynsamlega með allt okkar? Auðvitað er iðrunin ekki fólgin í því að kippa þessum ytri atriðum einum í lag. Það væri sýndarmennska. Við þörfnumst iðrunar vegna þess, að við erum syndarar, eigingjörn, miðum allt við sjálf okkur og eigin hags- muni. Iðrun er að leyfa Guði að ráða lífi okkar og nota það. Hún byggist ekki á því að við friðum Guð með eigin hugarfarsbreytingu eða góðum verkum, heldur á því, að Guð hefur í Jesú Kristi tekið á sig afleiðingu syndar okkar og gefið okkur sátt við sig, möguleika á nýju lífi, lífi sem stuðlar að vilja Guðs. Þess vegna iðrast enginn í eitt skipti fyrir öll. Að iðrast felur í sér að lifa í samfélagi við Drottin, koma fram fyrir hann alla daga og leyfa honum aðgang að okkur allar stundir. Lifir þú í þeirri iðrun? Hefjum upp augu og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesú vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði er þá fjarri. Senn kemur eilíf sumartíð, sálunni fegri; er ljómar blíð Drottins í dýrðinni skærri. Sbók. nr. 66 — V.Briem. Aðventan er runnin upp — það eru ekki margir dagar til jóla. Ut um borg og bæ und- irbúa söfnuðir landsins eina helgustu stund í kirkjuárinu, fæðingarhátíð frelsarans í þennan heim. Aðventusamkomur eru nær undantekningarlaust haldnar í kirkjum og sam- komuhúsum, ein eða fleiri á hverjum stað. Aðventan boð- ar komu frelsarans Jesú og leikir menn og lærðir flytja þann boðskap af hjarta — hver á sinn hátt. Sumir pre- dika, aðrir syngja og leika, enn aðrir flytja boðskapinn um „Drottins í dýrðinni" með leikrænni tjáningu. Þannig vinnur hver limur á líkama Krists að því að benda á hann sem fæddist í jötu í hrörlegu fjárhúsi, en lét líf sitt á krossi til þess að frelsa mannkynið, sköpun Guðs. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh. 1:12. Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar Aicuregri í upphafi ngrrar aldar Veðurblíðan á fögrum sumardegi á Akureyri er rómuð. Á fyrri tíð héldu heldri menn gjarnan garðveislur, þegar vel viðraði og það gera Akureyringar enn þann dag í dag enda Ijúft að fá hressingu á heitum degi í fallegum garði og með góöu fólki. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895—1930, bókinni þar sem saga höfuðstaðar Norðurlands í byrjun tuttugustu aldar birtist í listafallegum myndum á hverri síðu. Myndperlur Hallgríms Einarssonar eiga erindi in.n á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki — fallegum myndum — góðri bók — og sögu forfeðranna, fólksins sem lagöi grunn að velferö okkar í dag. Bókaútgáfan HAGALL 101 Reykjavík, sími 17450

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.