Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 93 tfL^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI Zl TIL FÖSTUDAGS ÞÁ VERÐA SUMIR í SJÓMENNSKU MÁT Kristinn Magnússon sendi þættinum eftirfarandi ljóð sem hann orti í haust: JM Krbninn MagróMHi Kveður nú sumar og komið er haust, kænunni legg ég til vorsins í naust. Allan þann afla, sem báturinn bar borðaði landsfólkið hér — og þar. Þar skal nú djammað og dansað af list; detta svo út af 1 sælunnar vist. Hrífandi meyjarnar hrista mig til, hressingu bjóða — já eins og ég vil. Fái ég von bráðar togaratúr, tek ég það fram yfir beitingaskúr. Hver verður þénustan, sjáum við senn; sjómannsins happdrætti reynist það enn. Spyr ég að vonum, þá haldið er heim, hvar verði landað og þar næsta „geim“. Ennþá er framundan himinn og haf; halelúja — ef fer ég í kaf. Fara skal þangað, sem fisksæld er mest, fylla þar dekkið og sérhverja lest. Stíma svo þaðan í hvelli til Húll, hamingjan góða — ég verð alveg tjúll. Hátt þegar aldan til himinsins rís, hafskip má líta sem örsmáa flís. Þá verða sumir í sjómennsku mát, — sjálfur ég legg ekki árar í bát. íslendingar í Svíþjóð: Munum ekki láta á okkur standa Einar Freyr skrifar í Gautaborg 29. nóv.: „Kæri Velvakandi. I fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu er birtist í Morgunblað- inu 27. sl. er m.a. sagt frá því að hið heimsfræga leikrit Guðmundar Steinssonar, Stundarfriður, verði leikið á Dramaten í Stokkhólmi. Ég veit að þetta eru miklar gleðifréttir fyrir marga íslendinga búsetta í Svíþjóð. Nú getur heill hópur ís- lendinga í Svíþjóð tekið þátt í mik- illi sigurför og farið saman í leik- húsferð til Stokkhólms og séð þetta góða leikrit sem gert hefur garðinn frægan. Fyrirspurn til ÁTVR Sighvatur Finnsson skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að spyrjast fyrir um það, hvort Afengis- og tó- baksverslun ríkisins sé heimilt að hækka verð á sígarettupappír um 500—1800% eins og gert hefur verið á sl. 1—2 árum. Ekki hefur annar pappír hækkað neitt þessu líkt og ekki er unnt að flokka pappír undir tóbak. Eða er svo? Vona að svar fáist sem allra fyrst, svo og leiðrétting á þessu." Ég vil nota tækifærið og þakka bæði Guðmundi Steinssyni leikritahöfundi og Þjóðleikhúsinu fyrir þessa miklu framtakssemi. Áreiðanlega munum við Islend- ingar í Svíþjóð ekki láta standa á okkur og sækja Dramaten og þar með vera þátttakendur þegar Stundarfriður sigrar heiminn. Við fylgjumst af mikilli ná- kvæmni með íslenzkri menningu erlendis. Kærar þakkir." Gætum tungunnar: Að láta í ljós(i) geyma enska jólaköku á svölum stað eða í kæliskáp (4—10°) og bleyta í henni vikulega. Wilhelmenia Wiggins-Fern- andez lék söngkonuna í Divu og söng sjálf í myndinni, enda söngvari fyrst og fremst. Arían er úr fyrsta þætti óperunnar Aria LaWally eftir Catalani og heitir Ebben? Ne andro lontana. Fann silfurhring i stætisvagni fbúi í Bústaðahverfi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði fann sonur minn silfurhring í strætis- vagni, leið 11. Á hringnum er gullplata og í hana greyptir stafir. Ég er búin að auglýsa í blaði, en án árangurs; eigandinn sem ég giska á, að sé á unglingsaldri, hef- ur enn ekki gefið sig fram. Þetta er það góður gripur, að mér fyr._- ist leiðinlegt, ef hann kæmist ekki til skila. Viðkomandi getur hringt í síma 33936. Helgi Hálfdanarson, ritari Áhugasamtaka um íslenskt mál, skrifar: „Umsjónarmaður Velvakanda hefur sagt mér að lesandi nokkur hafi fundið að því, að orðtökin láta i Ijós og láta í Ijósi hafi verið lögð að jöfnu í þættinum Gætum tung- unnar; hafi hann einungis talið hið fyrra rétt. Á orðtakið láta í Ijósi, sem merkir að skýra frá, hef ég ein- hvern tíma minnzt í greinarkorni fyrir mörgum árum. Leyfi ég mér að grípa upp nokkuð af því sem þar segir: „Algengara mun að segja láta í Ijós, og um sinn mun ekkert orðtak málsins þrælkað af meiri grimmd. í fréttum útvarps og blaða er naumast nokkur maður sagður stynja upp orði, nema hann láti eitthvað í ljós. Þess er að geta, að afbrigðið láta í Ijós er gamalt í máli og hefur orðið fyrr til að álp- ast á bók. En ósköp er það kauða- legt við hlið hins fagra orðtaks láta í Ijósi. Freistandi er að ætla, að það sé yngra, þrátt fyrir hærri GÆTUM TUNGUNNAR Munum, að „þú“ er persónufornafn en ekki óákveðið fornafn á íslensku. & SIGGA V/GGA 2 A/LVERAW Jólatónleikar Pólýfónkórsins í Kristskirkju Landakoti, fimmtudaginn 16. desember n.k. kl. 21.00. Efnisskrá: Kantata nr. 61, J.S. Bach „Nun komm der Heiden Heiland" Jólakonsert, G. Torelli Gloria, A. Vivaldi. Flytjendur: Katrín Sigurðardóttir, sópran, Signý Sæmundsdóttir, sópran, Asta Thorstensen, alt, Sigurður Bjömsson, tenór. Pólýfónkórinn og Kammersveit, konsertmeistari, Rut Ing- ólfsdóttir. Stjórnandi: Hörður Askelsson. Miðasala í Ferðaskrifstofunni Utsýn og við innganginn. Verðkr. 100.- ritaldur, enda sé það misskilin leiðrétting; sögnin láta var þá talin merkja setja (færa á einhvern stað), eins og hún tíðast merkir; en þá hlaut Ijós að standa í þol- falli. Þarna merkir láta hins vegar skiljast við (eða yfirgefa), líkt og í orðalaginu láta eftir (sig), og í lýs- ingarhættinum látinn (andaður). Að láta e-n einan merkir ekki, að honum sé stungið í einangrunar- klefa, heldur að allir hverfi frá honum. Að láta skoðun sína í Ijósi merkir því að skiljast svo við málið, að Ijóst sé. Að láta í Ijósi er hlið- stætt láta í friði eða láta uppi. Bók- aldur gerðarinnar láta í Ijós hefur veitt henni þó nokkurn myndug- leik og lífsrétt. Ljóður hennar er ekki heldur sá, að hún misbjóði íslenzku beygingakerfi eða skap- legri setningargerð; svo hér er ekki um að ræða „rétt“ mál eða „rangt“, jafnvel þótt um ljóta af- bökun væri að ræða. Hins vegar er illa farið, ef ósnotur bókstafs- merking hennar ætlar að víkja á bug fögrum þokka orðtaksins láta í Ijósi.“ Líttu við á Amarhóli og láttu okkur stjana við þig. Engin óþarfa bið og betri matur á betra verði fyrirfinnst ekki. Ferskar ostrur. Villigæs með eplasalati. Fyllt kramarhús með sherryís. ARPÍARHOLL Hvíldaistaðurí hádegi.höU að kveldi. J.H. Parket auglýsir: Er parketíð orðið ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET Einnig pússum viö upp og lökkum hverskyns vidargólf. llppl. í síma 12114 eftir kl. 2 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.