Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Hið mikla kalda tóm verði örlítið minna tómlegt Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Kristján Albertsson: MEÐAN LÍFIÐ YNGIST. Almenna bókafélagið 1982. Skáldsögur Kristjáns Alberts- sonar, hins merka bókmennta- manns, eru eins konar ritgerðir í skáldsöguformi. Þetta gildir um Ferðalok (1976) og ekki síst Meðan lífið yngist sem hann sendir nú frá sér aldraður maður. Kristjáni Albertssyni hefur alltaf verið í mun að boða, maður gamalla dyggða og borgaralegs húmanisma. Fagurt mannlíf hefur verið honum keppikefli. Ekki er grunlaust um að hann hafi eink- um fundið það sem hann leitaði að í bókum, skáldverkum meistar- anna heima og heiman. Ritgerð í skáldsöguformi er sí- gild bókmenntagrein og hefur m.a. verið iðkuð með góðum árangri á síðustu áratugum. Minna má á að Halldór Laxness hefur nefnt sjálfsævisögur sínar þessu nafni, en ekki eiga þeir Kristján Al- bertsson margt sameiginlegt. Kristján stendur nær höfundum eins og Guðmundi Kamban og Gunnari Gunnarssyni. Ég verð að játa að mér þykir þessi bókmenntagrein vanrækt af íslenskum rithöfundum, en nokk- ur athyglisverð dæmi hennar eru til. Oftast hefur boðunin leitað í sama farveg og með því móti orðið einhæf, jafnvel einfölduð úr hófi. Kristján Albertsson—er-maður heilbrigðrar íhaldssemi, en á líka til frjálslynd viðhorf sem mótast af mannþekkingu hans og skiln- ingi. Hann er að vísu fulltrúi lið- ins tíma, en öllum er hollt að kynnast því sem hann hefur til mála að leggja. Áður en lengra er haldið sakar ekki að benda á að ritgerð í skáldsöguformi þarf alls ekki að vera þurr og leiðinleg. Meðan lífið yngist er að mínu mati lifandi saga, stundum spennandi um leið og fjallað er af innsæi um átök milli ólíkra persóna. Maður sakn- ar þess að Kristján skuli ekki hafa lagt stund á skáldsagnagerð með- an hann var yngri, en þá var hann upptekinn við að gera sér grein fyrir öðrum höfundum og skýra þá fyrir tornæmum lesendum. Kristján Albertsson Því ber aftur á móti ekki að neita að skoðanir Kristjáns Al- bertssonar sliga á köflum Meðan lífið yngist. Það eru haldnar /’TIGIV. brunsleðarnir eru ekta sænsk gæða- vara, hraðskreiðir, sterkir og öryggir. Verð kr. 1296 - /'TIGPk barnasleðar — níðsterkir, léttir og mjög öryggir. Fyrir börn 6 ára og yngri. Verð kr. 768 - ÞEIR ERU KOMNIR! sænsku brunsleðarnir frá STIGA sem hafa fariö sigurför um Norðurlöndin Varahlutaþjónusta. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. Umboðsmenn um land allt. ORNINN Spítalastíg 8 og viö Óöinstorg. Símar: 14661 og 26888. margar ræður í sögunni. Sumar þeirra fjalla um yfirburði ís- lenskrar menningar, arfleifð kynslóðanna, með þeim hætti að gæti misskilist, ef lesandinn væri ekki sannfærður um góðan vilja höfundarins: ... „það er óyggj- andi söguleg staðreynd að fyrir andagift, kraft og fegurð nor- rænnar tungu urðu þau rit til á íslandi að með þeim kom bláeygði bjartleiti maðurinn í norðurhluta álfunnar í fyrsta sinn fram í dög- un menningarlífs sem göfugt og stórbrotið kyn ... “ Þannig mælir söguhetjan, Gunnar Steinsson, við tilvonandi tengdaföður sinn norður á Akur- eyri. Gunnar hefur snúið baki við utanríkisþjónustunni þar sem hans beið frami til þess að bjóða sig fram til þings, verða einn af leiðandi mönnum þjóðarinnar. Gunnar er gáfaður ungur maður, bókmenntamaður og ritsnillingur og elskar Bergljótu, efnilegustu skáldkonu landsins. Því miður verða flóknir örlagaþræðir til þess að þetta unga afburðafólk nær ekki saman í fyrstu, en válegir at- burðir leiða það saman á ný. Það er mjög ólíklegt að ungur menntamaður eins og Gunnar tali eins og fyrr var vitnað til, en Meðan lífið yngist á að gerast á okkar tímum. Þetta er þó vafa- samt að kalla galla á skáldsög- unni. Kristján Albertsson er vit- anlega að skrifa um þá tíma þegar hann var ungur maður. Hann hef- ur aðeins leikið á lesandann með því að færa andblæ sinnar æsku- tíðar til okkar óskáidlegu tíma. Og vel að merkja er sú tíð sem Krist- ján hermir frá slík að framámenn í menningu og atvinnulífi eiga margt sameiginlegt, góðborgar- arnir telja sig ekki geta lifað án þátttöku í skapandi menningu. í einni af ræðum skáldsögunnar er vitnað til orða Gunnars Steinssonar: „Illa get ég öðru trú- að en að öllum heimi miði áfram til góðs, meðan lífið yngist ..." Þessi orð túlka bjartsýni Krist- jáns Albertssonar sem þrátt fyrir hin myrku öfl mannshugans lætur ekki hvarfla að sér að örvænta um framtíð mannkyns. Það er hinn umburðarlyndi maður klassískrar menntunar sem færir þjóð sinni boðskap í Meðan lífið yngist. Sá boðskapur er viða í anda exístensí- alisma eins og þegar Gunnar kemst þannig að orði við Bergljótu um leik norðurljósanna að hann „sé til þess eins að hið mikla kalda tóm verði örlítið minna tómlegt. Og úr því þar séu menn verði að sjá þeim fyrir einhverju sér til af- þreyingar, svo þeir hafi eitthvað að una við og íhuga, hver í sínum fangaklefa, og muni síður að þeir séu fangar.“ Bergljót bætir við um skilning og misskilning á því sem fyrir augu ber: „Og sýnast má að auki við vitn- eskju okkar um til hvers við lif- ,um?“ sagði Bergljót. „Við vitum það sem mestu skiptir. Allir geta reynt að lifa svo að gott af þeim leiði, bæði fyrir sjálfa þá og aðra.“ Lokaorðin eru Gunnars. En þótt mest hafi verið til hans vitnað í þessari umsögn um Meðan lífið yngist er fullt af persónum í skáldsögunni sem hafa ýmislegt íhugunarvert að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.