Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 5
í sólar- átt Bókmenntir Erlendur Jónsson Hjördís Kinarsdóttir: FERÐIN TIL SOLAR. 41 bls. Helgafell. Reykja- vík, 1982. Þessi ljóðabók er ekki mikil að blaðsíðutali. Skáldkonan slær ekki heldur um sig með innihaldinu. Þetta eru órímuð ljóð, óbundin. Og að ýmsu leyti óræð eins og mikið tíðkast í slíkum skáldskap, draumur, veruleiki og lífspeki — allt í bland hvað við annað. í þögn er upphaf og endir. Þannig endar t.d. eitt ljóðið, Þögn. Annað ljóð, sem heitir Stjarnan mín, byrjar svona: Stjarnan mín á bláum himni ertu gull? Skáldkonan sýnir sig að vera barnslega hrifnæm. Og ljóð henn- ar bera með sér vissan þokka þótt ekki séu þau stórbrotin. Það er eitthvað jákvætt og notalegt við bókina, og það lítið, sem hún skil- ur eftir, skrifast í viðfelldna dálk- inn. »Viltu taka vel á móti mér?« MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Hjördís Einarsdóttir Þannig er t.d. fyrsta og einnig síð- asta línan í ljóðinu Farfugl. Ef maður hugsar sér að skáld- konan tali hér líkingamál og sé að biðja lesandann að taka vel á móti þessum ljóðum sínum er vanda- laust að verða við ósk hennar. Hér er ekkert fráhrindandi, allt heldur aðlaðandi. En átakaskáldskapur er þetta tæpast. Hjördís er tiltölulega hljóðlát í ljóðlist sinni, ögrar eng- um, og hrífur ekki heldur til muna. Framlag hennar er því í það veikasta til að teygja höfuð upp úr öllu bókaflóðinu. En munum að þeir, sem yrkja sér til hugarhægðar en hvorki sér til lofs né frægðar, eiga líka rétt á að rödd þeirra heyrist. Tll tónlistar- og bókmenntaunnenda , (] Engilberts Birgir 'i i löurvrv Metsölubók og nú hljómplata LÍFSJÁTNING, endurminningar Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu, er nú kom- in út í þriðju prentun. Bókin hlaut frá- bœrar móttökur í fyrra og varð ein sölu- hcesta bók ársins. Ingólfi tekst einstaklega vel að miðla Guðmundu, lífi hennar, sorgum og gleði til lesandans. Og nú hefur IÐUNN gefið út hljómplötu með söng Guðmundu. Platan heitir það sama og bókin: LÍFSJÁTNING. Á plötunni eru lög úrýmsum áttum, hljóðrituð á ýmsum tímum og syngur Guðmunda íslensk lög, lög úr óperum og erlend lög. BræÓraborgarstíg16 Pósthólf294 LÍFSJÁTNING, bók og hljómplata, er ein- stœð heimild um tilfinningaríka lista- konu sem cetíð hefur notið lífsins til hlít- ar, hvað sem á hefur bjátað. Hljómplatan fcest í bókaverslunum um allt land og í hljómplötuverslunum. Sögur sem brenna sig í hug lesandans ANDVÖKUSKÝRSLURNAR eru þrjár sög- ur eftir Birgi Engilberts sem kunnur er fyrir leikritagerð sína, en kveður sér nú hljóðs sem sagnaskáld með eftirtektar- verðum hcetti. Sögurnar eru samfelldar að stíl og frásagnarhcetti, lýsa atburðum sem beint hafa sögufólkinu fram á ystu nöf. Höfundur hefur slíkt vald á stíl sín- um að hann miðlar afar sterkri tilfinn- ingu fyrir eyðingaröflum í manneskj- unni. Ncergöngular sögur sem brenna sig í hug lesandans. 121 Reykjavik Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.