Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Umsjón: £ragi Óskarsson Tunglið reyndist áhrifalaust Sú hjátrú hefur lengi loðað við, án þess að neitt haldbært hafi verið fært fram henni til staðfestingar, að fleiri barnsburðir verði við fullt tungl en ella. Er þetta hégilja ein samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkru við Kalif- orníuháskóla í Bandaríkjunum. Tveir vísindamenn, stjörnufræðingurinn George Abell og geislafræðingurinn Bennett Greenspan, gerðu könnun sem náði til 11.691 fæðingar er átti sér stað á tímabilinu frá marz 1974 til apríl 1978 á nokkrum fæð- ingardeildum í Los Angeles. Reyndist dreif- ing fæðinganna tiltölulega jöfn yfir tíma- bilið. Engin fylgni var milli kvartilaskipt- ingar tunglsins og tíðni fæðinga, né heldur fæðinga og fulls tungls. Kjóllinn og karlímyndin Ortölvu- skartgripir Karlmenn ganga nær undan- tekningarlau.st i buxum. A þessu vii David nokkur Hall, sem er tölvufræðingur á fimmtugsaldri búsettur í Kaliforníu i Bandaríkj- unum, gera breytingu. Nokkur undanfarin ár hefur hann reynt að selja síða karlmannskjóla í pósti og koma þeim í tizku. Hall fékk fyrst áhuga á kjól- um er hann var á ferðalagi í Nýju Delhí. Hitinn og loftrakinn þar varð til þess að honum leið illa í hinum síðu buxum sinum og að ráði vinar síns keypti hann sér kjól sem karlmenn í þessum heimshluta klæðast, og nefnist „lungi". Fannst honum kjóllinn svalari og 1 alla staði hentugri búnaður en buxurnar. Þegar hann svo kom aftur heim til Kaliforníu hóf hann að gera til- raunir með að klæðast kjólum konu sinnar og einnig „karl- mannlegum" kjólamódelum sem hún hjálpaði honum að útbúa. I fyrstu fór Hall hægt í sak- irnar. Hann klæddist kjólum að- eins heima fyrir en með tíman- um færði hann sig upp á skaptið og tók að fara í þeim á manna- mót og fundi. Ekki fór hjá því að fólk gæfi honum auga og ýmis- legt væri skrafað. Eiginkona hans og börn voru líka á báðum áttum með þetta uppátæki hans og reyndu að fá hann ofanaf þessu. En Hall lét sig ekki. „Karl- menn hafa klæðst margs konar kjólum í hinum ýmsu menning- arsamfélögum sem mannkyns- sagan greinir frá — í Grikklandi hinu forna og Rómaveldi til dæmis," segir hann. „Þá mætti nefna Skota-pilsið og í Polynesíu klæðast karlmenn kjólum sem nefndir eru „lava lava“.“ Hall gerir sér ljóst að á Vesturlönd- um er karlmaður sem gengur í kjól gjarnan sakaður um kyn- villu, „en þetta er fjarstæða," segir hann. „Það ætti þá alveg eins við um konur sem ganga í buxum." „Fatatízka karlmanna nú á dögum þrengir að persónuleika þeirra engu síður en hún þrengir að líkamanum. Kjólar veita rými til frjálslegri hreyfinga, jafn- framt sem þeir geta gert karl- manninum fært að losna undan oki karlímyndar sinnar. Stund- um þegar ég vakna á morgnana líður-mér mjög karlmannlega og þá seilist ég eftir buxunum mín- um,“ útskýrir Hall, „en svo koma líka þeir dagar að ég er listrænn og kvenlegur, og þá fer ég í kjól- inn.“ Karlkjólasalan hefur hins veg- ar gengið stirt: „Aðeins nokkur stykki hafa selst,“ viðurkennir Hall. Hin einfalda sköpun „Að vera skapandi felur í sér annað og meira heldur en einungis að vera öðrum ólíkur. Allir geta spilað einkennilega; það er auð- velt. En að vera einfaldur eins og Bach — það er erf- itt. Að gera hið einfalda flókið er ekki nema hversdagsiðja — en að gera hið flókna einfalt, nauðaeinfalt, það er sköp- un.“ Charles Mingus, banda- rískt jazztónskáld og píanóleikari. Ekki er allt sem sýnist — skartgripur sem virðist í fljótu bragði massífur getur innihald- ið flókið rafeindatæki. Fram- leiðsla er þegar hafin á slíkum skartgripum og virðast sölu- horfur góðar. Vinsælust eru þau tæki sem fylgjast stöðugt með líkamsstarfsemi þess sem gripinn ber eða vara við óheilsusamlegum umhverfis- aðstæðum, svo sem mikilli loftmegnun. Mary Ann Scherr hefur ásamt lækningatækja- verkfræðingnum Steven Kanor og fleirum starfað að hönnun og framleiðslu skartgripa af þessu tagi í New York í Banda- ríkjunum — allt frá stöðubelt- um, sem vara við ef líkami þess sem ber þau er í óheilsu- samlegri stellingu, til öndun- argreina, sem fylgjast stöðugt með önduninni. „Hér er alls ekki um neiiia glisvöru að ræða,“ segir Scherr. „Allir þessir hlutir koma að góðum notum. Þeir eru ekki ætlaðir til að koma í stað lækna, heldur gera þeir fólki viðvart og gefa því til kynna að tímabært sé að gera fyrirbyggjandi ráðstaf- anir. Kanor gengur lengra: „Þessir persónulegu öryggis- verðir eiga eftir að slá í gegn í framtíðinni. Ég hugsa að innan tíu ára verði komin á markaðinn örtölva á stærð við sígarettupakka er geti rúmað meiri þekkingu en nokkur læknir. Slíkt tæki gæti sjúkdómsgreint fólk og jafnframt sagt fyrir um meðferð.“ „Sá tími mun koma að skartgripir með innbyggðum öryggisvörum verða jafn al- gengir og armbandsúr eru núna, og engum mun detta í hug að fara út úr húsi án þess að bera á sér að minnsta kosti hjarta- og loftörjggis- vara,“ segir Scherr. „Eg get þegar séð fyrir mér armband sem gæti sýnt tíma, verið lík- amsöryggisvörður, sími ...“ Veikt píp stöðvar ræðu henn- ar. Nei, það er ekki hjartaör- yggisvörðurinn, stöðubeltið eða loftmengunaraðvörun- arhálsfestin. Það er tölvuúr- ið hennar með innbyggðri tölvu, tölvuleikjaskerm eða vekjara. „Tæknin er til stað- ar,“ segir hún og bendir á „fjölhæfnisúrið". „Þetta er einungis upphafið." Að éta eða vera étinn „Hvernig getur nokkur borið sér annað í munn, en að ég hafi orðið ofaná í lífinu? Hef ég ekki í meira en 60 ár fengið nóg að éta og komist hjá því að vera étinn?" — Logan PearsalJ Smith enskur rithöfundur, 1865—1946. „Það mannkynssaga er, minn kæri, hver étinn er og hver éta fær“ — Stephen Sondheim amerískur laga- og textahöfundur 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.