Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 95 Lýðræði, frjálslyndi og fræðimennska Bókmenntir Guömundur Heiöar Frímannsson Ólafur Björnsson: Einstaklingsfrelsi og hagskipulag Félag frjálshyggjumanna 230 bls. Ólafur Björnsson varð sjötugur á þessu ári, og sýndi Félag frjáls- hyggjumanna honum þann sóma að safna saman í eina bók ritgerð- um, sem hann hefur skrifað á löngum ferli sem fræðimaður og stjórnmálamaður. Auk þess var langt og ítarlegt viðtal við Ólaf í 1. hefti Frelsisins á þessu ári. Það þarf engan að undra, að frjáls- hyggjumenn votti Ólafi virðingu sína, því að hann hefur allra manna ötullegast unnið frjáls- hyggjunni fylgi í stjórnmálum og stutt hana rökum í fræðunum. Það er stundum sagt um mark- aðskerfið, að það sé svo góð sam- félagsskipan, að um það sé ókleift, og raunar ástæðulaust, að hafa nokkra kenningu. Og þess sér raunar stundum stað, að sumum fylgismönnum markaðarins er ekkert vel við fræðilegar rökræður um hann og hluti honum tengda. Hann sé nánast eins og sjálfsagð- ur hlutur, sem allir skynsamir menn hljóti að fallast á, þegar þeir sjá yfirburði hans. En svona einfalt er þetta ekki. Það hefur verið veikleiki talsmanna frjáls markaðar, að oft og iðulega eru þeim ekki töm þau fræðilegu rök, sem hvað eindregnast hníga til þess, að frjáls markaður verði lát- inn ráða fram úr og leysa sem allra flest málefni einstakl- inganna. Ólafur Björnsson hefur verið óþreytandi við að minna á þetta. Ég hneigist til að trúa því, að fræðileg rök geti verið mönnum til leiðsagnar í úrlausnarefnum ,hversdagsins í stjórnmálum. Ólaf- ur er raunar glöggt dæmi um, að svo geti verið. Hjá honum fer vel saman traust fræðiieg undirstaða og skýr og læsileg framsetning. Stíllinn er laus við þann hvimleiða fræðimannablæ, sem felst í því að gera sem flesta hluti óljósa og ill- skiljanlega. Venjulega er það gert í því skyni að fá aðra til að trúa því, að það, sem þeir eru að segja, sé óskaplega djúpt og gáfulegt. „Myrkvun máls og stíls er sjaldan til marks um flókið umtalsefni, og hún er aldrei til marks um fræði- lega djúphygli. Hún sýnir einungis annað tveggja: takmarkað vald á mæltu máli, eða — og miklu oftar — ruglandi og hirðuleysi í hugsun (þýðing eftir Þ. Gylfason.), segir John Kenneth Galbraith í bók sinni The Industrial State. Stíll Ólafs er ekki alltaf lipurlegur, en hann formyrkvast aldrei. Eins og þeir þekkja, sem fylgjast með fræðilegum skrifum í þessu landi, þá er þetta mikill kostur á rithöf- undi um fræðileg efni. „Það greinasafn, sem hér liggur fyrir, gefur þó sennilega betri mynd af höfundi en fyrri bækur. Höfundur hefur alltaf eitthvað að segja í hverri grein og lítur málin frá nýju sjónarhorni, ef ekki annað.“ Þetta segir dr. Guðmundur Magn- ússon í formála. Eins og komið hefur fram, þá hefur Ólafur tekið þátt í stjórn- málum auk þess að vera fræði- maður í hagfræði. Það hefur kom- ið í ljós oftar en einu sinni, að það hafi verið þingflokki Sjálfstæð- isflokksins mikill styrkur að hafa menntaðan hagfræðing í sínum röðum. Þekking Ólafs og glögg- skyggni hafi komið að góðum not- um. Það var því skarð fyrir skildi, þegar Ólafur féll í prófkjöri í Reykjavík, en þeirri aðferð til að velja menn á lista var að sjálf- sögðu komið á í krafti lýðræðis. Það er því ákveðin kaldhæðni í þessum orðum Ólafs á bls. 166 í þessari bók: „Það er vafalaust rétt að vali manna í opinberar trúnað- Viðburðaríkt sumar Bókmenntír Jenna Jensdóttir Þorsteinn Marelsson: VIÐBURÐARÍKT SUMAR Teikningar eftir Sigurð Vilhjálnisson. Lystræninginn 1982. Þorsteinn Marelsson er að góðu kunnur frá barnatímum sínum í útvarpinu. Viðburðaríkt sumar er saga um „ósköp venjulega fjölskyldu úr Breiðholtinu" stendur á bókar- kápu. Það er rétt. og meira en hægt er að segja um flestar íslenskar barnabækur nú. Magnús, tíu ára, segir söguna, hans augu sjá atburðina og frá- sagnirnar eru mótaðar í huga hins unga drengs. Sigríður systir hans er þrettán ára, frekjudós hin mesta þegar því er að skipta. Faðirinn er bílaviðgerðarmaður og vill helst eiga gamla bíla sem þarfnast viðgerðar. Móðirin vinnur hálfan daginn úti. I fyrri hluta sögunnar segir Magnús frá ýmsum uppátækjum systkinanna og lesandi kynnist sumum íbúum í blokkinni þeirra og fleira fólki. Þessi hluti sögunn- ar er dálítið ágripskenndur og stundum með ólíkindum eins og þegar börnin ætla að strjúka til útlanda, en lenda með Akraborg- inni á Akranesi. Þegar að Þingvallaferðinni kemur er höfundur búinn að ná sér á strik. Þaðan í frá er sagan alveg ágæt að uppbyggingu og frásögn allri. arstöður sé ábóta vant, þannig að engan veginn sé tryggt, að þar sitji ávallt hæfustu mennirnir, ef nokkurn tímann er þá gerlegt að finna fyrirkomulag, er slíkt geti tryggt að fullu." Ég hygg, að eng- inn efist um það, að ðlafur hafi verið meðal hæfustu manna til að sitja á Alþingi. Prófkjör í þeirri mynd, sem enn tíðkast, urðu því Sjálfstæðisflokknum ekki farsæl í þessu tilviki. Á löngum ferli hefur Ólafur aldrei misst sjónar á grunnhug- myndum sínum. En hverjar eru þessar hugmyndir, sem Ólafur hefur borið fyrir brjósti? í sem styztu máli þá er rauði þráðurinn í hugsun Ólafs glíma við spurning- una, hvaða skipulag varðveiti bezt einstaklingsfrelsið. Svar hans er ótvírætt. Frjáls markaður varð- veitir einstaklingsfrelsið best. Raunar gengur aðalröksemda- færsla Ólafs fyrir þessu svari eitthvað á þessa leið. í rauninni eigum við einungis um tvo kosti að velja fyrir samfélagið í heild í efnahagsmálum. Annars vegar er markaðsskipulag, hins vegar alls- herjarskipulagning efnahagslífs- ins. Fyrri kosturinn hefur í för með sér að öðru jöfnu flest það, sem einkennir vestræna menn- ingu, frelsi einstaklinganna til orðs og æðis, hagkvæmustu nýt- ingu framleiðslutækjanna. Seinni kosturinn kemur hins vegar í veg fyrir, að menn njóti þeirra rétt- inda að fá að ákveða gerðir sínar innan ramma almennra laga og bera ábyrgð á þeim. Ástæðan til þess er einföld. „Einstaklingurinn verður þar svo háður yfirvöldun- um í því, er snertir efnahagsaf- komu sína, að hann hefir enga að- stöðu til þess að gagnrýna þau eða veita þeim nokkra andstöðu. En aðstaða til þess að gagnrýna stjórnarvöldin er frumskilyrði og hornsteinn hinna lýðræðislegu mannréttinda. Af þessu leiðir, að því fer svo fjarri, að sósíalisminn sé spor í átt til aukins lýðræðis, að hann er beinlínis ósamrýmanlegur lýðræðishugsjóninni. Hvað verður t.d. um prentfrelsið í þjóðfélagi, þar sem ríkiðji allar prentsmiðjur og enginn getur fengið neitt prent- að nema með leyfi fulltrúa þess?“ (Bls. 131.) En hvaða skoðanir hefur Ólafur á hinu blandaða hagkerfi, velferð- arríkinu, sem svo hefur verið nefnt? Gerir það ekki rök hans ógild, vegna þess að það fellur undir hvorugan flokkinn, sem hann gengur að vísum í upphafi? Svo er ekki. Velferðarríkið bein- línis byggist á því að frjáls mark- aður og frjálst atvinnulíf standi undir þeirri samfélagshjálp, sem leitast er við að veita í velferðar- ríkjunum. En því fylgja hættur, sem hafa orðið mönnum æ ljósari. Enda var hugmyndin sú í upphafi, að samfélagshjálpin ætti sér trausta undirstöðu í þróttmiklu efnahagslífi og truflaði ekki lög- mál þess. í einni grein þessarar bókar gerir Ólafur fulla atvinnu að umtalsefni. Hún nefnist „At- vinnuöryggi og persónufrelsi." (Bls 122.) I henni bendir hann á þá staðreynd, að fullri atvinnu verði ekki, hvað sem tautar og raular, án þess að ganga á persónufrelsið. Höfuðorsök atvinnuleysis er hag- sveiflur. En það er erfitt að ráða við þær vegna þess að séreigna- réttur er á framleiðslutækjunum. Ein örugg leið til að koma í veg fyrir atvinnuleysi er heildarskipu- lagning atvinnulífsins, en þá er um leið gengið á persónufrelsið. Þeir, sem hæst hafa nú um ágæti fullrar atvinnu, mættu gjarnan hugleiða þessa viðvörun Ólafs. En um leið og hann bendir á þennan árekstur, telur hann það lífsnauð- synlegt markaðsskipulaginu að tryggja atvinnulausum tekjur, en án þess þó að það trufli markað- inn. Þessi bók skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um hag- fræði, annar um hagsögu, þriðji hlutinn um stjórnmál og síðasti hlutinn fjallar um einstaklinga. Formáli er eftir dr. Guðmund Magnússon. Það er þakkarvert og lofsvert framtak að safna þessum ritgerðum saman í eina bók. Mað- ur fær yfirsýn yfir skoðanir og kenningar Ólafs, sér vel, hve hann hefur verið samkvæmur sjálfum sér í gegnum tíðina. Það ætti ekki nokkur læs maður að eiga í erfið- leikum með að lesa þessa bók, og það bætir hvern mann að reyna það, því eins og dr. Guðmundur Magnússon segir í formálanum: „Ólafur er umfram allt rödd skynseminnar, hvort sem hann er á Alþingi, í Háskóla íslands eða með reiðum, ungum mönnum á stúdentafundi." (Bls 10.) \ Þorsteinn Marelsson Persónugerð trúverðug og góðlát- legt skopskyn höfundar nýtur sín vel. Samræður fjölskyldunnar er hún undirbýr ferð um hringveginn eru svo eðilegar að gaman er að. Eins eru Stína og Bergur með börnin sín dæmigerð úr mörgum fjölskyldum. Tvískinnungur full- orðna fólksins er það vill tak- markaðan samgang við frændur eða venslafólk, en breytir svo þvert ofan í það þegar til kastanna kemur, nær aldrei skilningi í barnshuga. Þessu tekst höfundi vel að lýsa. Persónur verða lifandi í meðförum hans og er afi þar einna bestur að mínum dómi. Styrkur sögunnar liggur í því að höfundur er næmur á manngildi persóna sinna. Viðhorf hans til lífsins mótast af hlýju um leið og hann sér hið broslega í fari manna. Þorsteinn Marelsson er höfund- ur sem við hljótum að vænta mik- ils af fyrir lesendur á bernsku- og æskualdri. Myndir eftir Sigurð Vilhjálms- son prýða bókina. Sýnum fjölbreytt úrval af glæsi legum barokk-sófasettum, ásamt mörgum öörum eigu- legum húsgögnum. Hagstætt verð — góð kjör. Verið velkomin. SENDUM GEGN POSTKROFU VíU IM«M ARMULI 4 SIMI82275 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.