Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 51 Áfram fjörulalli Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson ÁFRAM FJÖRULALLI Höfundur: Jón Viðar Guðlaugsson. Myndir: Búi Kristjánsson. Prentverk: Prentverk Akraness hf. lltgefandi: Bókaútgáfan Salt hf. Ekki veit ég hvað veldur, en á Akureyri virðast menn einkar fundvísir á spaugilega atburði lífsins, halda þeim til haga og hafa ánægju að segja frá þeim. Það hefir verið haft fyrir satt utan bæjarmarka Akureyrar, að þeir séu broddborgaralegri en aðrir ís- lendingar, stífir, háleitir, og því líklegri til að vera með sjónir á skýjamyndum himins en nefið niðri í vösum hversdagsins. En allt reynist þetta rangt, elskulegra fólki er vart hægt að kynnast, og fáa hefi ég þekkt, sem á spaug- samari hátt virða fyrir sér streð sitt í erli daganna. A,k frá þvf ég las Salomon svarta, þá hefir mér verið ljóst, að vissara er að leggja gervitennurnar á borðið, áður en lagt er til atlögu við kímnisögur þeirra, því að þeir kunna þá list að kitla til skellihláturs, og tennur eru dýrar. Jón Viðar Guðlaugsson Jón' Viðar sendir frá sér öðru sinni bók um Fjörulalla og tekst hér ágæta vel. Áður en þú veizt af, þá er þér orðið hlýtt til strákorm- anna, kannast vel við þá, því að hafir þú þá ekki fyrir augum, þá ertu allavega með þá í barmi. Já, hver sér ekki sjálfan sig í þessum myndum? Höfundur hefir auðsjá- anlega ánægju af því að vera mað- ur, og skilur, að það er lífinu hollt að muna, að það er ekki gert úr hátíðleika einum saman. Frásögnin er óþvinguð, á þjálu, lipru máli, sem hæfir efninu mæta vel. Mér dettur ekki í hug að ræna lesandann þeirri gleði að fá að kynnast strákunum sjálfur, rek því ekki uppátæki þeirra. Hitt get ég fullvissað lesandann um, að honum mun ekki leiðast í fylgd Jóns Viðars. Vona, að það skuli ekki lista- stimpill á verkinu, að settur er í bókina þáttur um kamarsför Togga vesalingsins. Mér virðist hann langsíztur, hefði að skað- lausu mátt falla niður. Hvaða óþokki laug því að ekki yrði náð til okkar íslendinga í mynd, leikriti, auglýsingu eða bók nema á sviðinu sé klósett, eða allavega það borið þar um? Þetta var illa gert. Jón Viðar er alltof gott rithöfundar- efni, til þess að tjóðrast í slíkri klassík lágkúrunnar. Myndir Búa eru prýðisgóðar, bráðfyndnar, og dregnar af kunn- áttu. Letur skýrt og við hæfi - ungra lesenda sem og gamalla. Próförk næstum villulaus, og bók- gerðin vönduð. Hafi höfundar, máls og mynda, og útgáfan þökk fyrir góða bók. Einar Már Guðmundsson hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir Riddara hringstigans. Dómar gagnrýnenda hafa verið eftir því: „Styrkur hans sem rithöfundar liggur ef til vill fyrst og fremst í því hversu gott vald hann hefur á ólíkum stíltegundum. Frásögnin er blæbrigðarík og öguð.“ Sigurður Svavarsson, Helgarpóstinum 29.10.82. „Að þessu sinni held ég að fáir verði fyrir vonbrigðum því að skáldsaga Einars Más er allrar athygli verð og gleðilegur vottur þess að íslensk sagnagerð sé á uppleið úr þeim öldudal sem hún hefur verið í seinasta áratuginn eða svo“. Matthías Viðar Sæmundsson, DV 1.11.82. „Með þessari bók ... haslar hann sér völl á sviði skáldsagnagerðar. Það er óhætt að segja að hann fer vel af stað.“ ,Riddarar hringstigans er ljómandi vel samin saga. Einar Már Guðmundsson er hugkvæmur og fyndinn. Stundum er texti hans eins og kvikmynd Valgerður Gunnarsdóittir, Víkurblaðinu. Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðinu 13.11.82. QYLMIR ♦ G&H 6.14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.