Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 59 FREGNMI-DI frá Ingólfi, Isafold og Þjóðólfi. Kaupmannahöfn 8. sept. kl. 6 sd. Alberti (fyrrura Islands-ráögjafi) gefiö sig upp i dag viö lögregluna fyrir fjársvik og fals. li»(old4rpraoUimð)A Fregnmiði íslenzkra blaða um Alberti-hncykslið. því tagi, og talinn með níðingum Íands og þjóðar." Þegar atkvæðin voru talin eftir þennan mikla kosningaeld kom í ljós að uppkastið hafði verið kol- fellt. Hannes Hafstein hlaut brátt að láta af ráðherradómi og víkja fyrir einum ákveðnasta andstæð- ingi sínum, Birni Jónssyni, en Björn hafði áður verið í hópi stuðningsmanna dr. Valtýs Guð- mundssonar. Formlega urðu ráð- herraskiptin hér þó ekki fyrr en í marslok árið 1909. Þannig féll sendimaður Heimastjórnarmanna frá árinu 1901 fyrir Valtýingnum um leið og sá er kom honum upp- haflega í stólinn var fallinn niður í undirdjúp meðvitundar þjóðar sinnar. Vafalítið má telja fall stjórn- málaforingjans danska hafa mjög flýtt þeim sinnaskiptum er nauð- synleg eru skattlandsþjóð til að öðlast það sjálfstraust og þá sjálfsvitund sém fyrir verða að vera er sótt skal að fullkomnu sjálfsforræði. Einmitt um þetta leyti er verið að varpa skurðgoði danskrar forsjár og drottnunar í þjóðarvitund íslendinga af stalli en efnaleg skilyrði að myndast fyrir sjálfstæðisvitund í landinu. Astæða er til að benda á að sér- stakir og einstakir atburðir þurfa einatt að koma til að gamalgrón- um viðhorfum og hindurvitnum megi ryðja til hliðar meðal al- mennings. Það þarf að hrista upp í fólkinu, og til þess nægja sjaldn- ast tölur eða flóknar röksemdir; eitthvað táknrænt, eitthvað sem segir langa sögu og mikil fræði í einni svipmynd, verður gjarnan til að koma. Með falli Albertis komu ófyrirsjáanlegir dökkir blettir fram á forystunni dönsku, brestir sem mönnum varð ljóst að ekki yrði unað við af íslenskri hálfu. Þorsteinn Thorarensen lýsir hefðbundnu viðhorfi til konungs- valdsins á tíma Kristjáns IX. svo^ felldum orðum: „Konungurinn var ímynd hinnar æðstu tignar, æðri öllu mannlegu, fulltrúi guðdóms- ins á jörðu. Fólk leit til hans með ósegjanlegu trúnaðartrausti, ást og lotningu.“ En Friðrik konungur VIII. var einnig mjög vinsæll hér á landi, ekki síst meðal framfara- manna og frjálslyndra afla. Auð- vitað voru íslendingar miklu meiri konungssinnar en opinberlega hefur verið viðurkennt um nokk- urra áratuga skeið. Þeir voru margir hverjir mjög konunghollir og þótti það alls ekki andstætt því að vilja sækja þjóðinni og landinu fullan rétt innan konungsríkisins, en jafnframt hafa margir þeirra vel getað hugsað sér að Island yrði áfram konungdæmi þótt öllum tengslum yrði slitið við Danaveldi. Gamlir og sannorðir menn hafa sagt að margt eldra fólk hafi ekki getað unað fullveldisstjórnar- skránni árið 1918 af virðingu fyrir konunginum þar sem hún gerði hlut hans of lítinn. Og hver kann- ast ekki við ómældar vinsældir dönsku konungsfjölskyldunnar á Islandi fram á síðustu ár, — eða allt uns sjónvarpið varð tímafrek- ari dægradvöl en vikublöðin? Um það má deila hve mikil áhrif fall Albertis hafði í uppkastskosn- ingunum haustið 1908. Enda þótt það yrði sannkölluð kosninga- sprengja hér má ef til vill halda því fram að það hafi borið full- seint að til þess að trúað verði áð það hafi miklu valdið. Helgi Hjörvar nefnir atvik frá kosninga- deginum sem rennir stoðum undir þá skoðun að fall Albertis hafi óumdeilanlega haft áhrif á kosn- ingarnar. Smali Sjálfstæðismanna kom með fyrrverandv kjósanda Heimastjórnarmanna á kjörstað. Heimastjórnarmaður nokkur sá til þeirra og reyndi að tala um fyrir kjósandanum. Sá brást hinn versti við og hreytti út úr sér: „Þegi þú! Hann Alberti stendur á bak við þig.“ Reyndar var það af augljósum ástæðum fyrst eftir kosningarnar sem blöðin taka að fjalla verulega um málið. En þessi kosningasprengja var þó alveg óvenjulega táknræn um það að danskir valdamenn væru varhuga- verðir, breyskir eins og aðrir menn og varla hótinu betri, en ís- lendingum einsgott að treysta sem mest á sjálfa sig. Og þegar það bættist við að nú var fyrri Islandsmálaráðherra ber að glæp- um, maður sem íslenskir ráða- menn höfðu átt undir að sækja og þá ekki síst íslenski ráðherrann, þá þurfti ekki nema lítið af ís- lenskri nágrannavirðingu og frá- sagnarlist til að spinna langan vef í skærum litum. Betri aðstoð við að endurmeta stöðu sína, getu sína og sjálfa sig andspænis dönsku valdi gat þjóðin ekki fengið en einmitt svo hrak- legt fail eins mesta fyrirmennis herraþjóðarinnar sem örlög Pet- ers Adlers Albertis urðu, og það rétt fyrir kosningar sem snerust alveg um sambandið við Dani. Þetta kemur glöggt fram í skrif- um íslensku blaðanna um málið. Blaðið Ingólfur segir þrem dögum eftir kosningarnar: „Ef nefndar- frumvarpið" (þ.e. uppkastið) „verður samþykkt þá verðum við tjóðraðir við Dani og Danmörku um ófyrirsjáanlegan tíma. Þá er Island orðið grein af danska ríkis- stofninum út á við. Vér verðum í sömu skömminni og sama saurn- um sem Danir í augum annarra þjóða.“ Sama blað segir í upphafi októbermánaðar: „Oss á þessi at- burður og þetta ástand að verða að kenningu og vér eigum að kunna að sjá fylling tímans. Vér eigum að fara að hugsa um það í fullri alvöru, og þetta á að verða oss hvöt til þess að losa oss með öllu undan dönskum yfirráðum og verða alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi. — Það er myglumóða á suð- urhimninum! — Island fyrir ís- lendinga!" Isafold segir snemma í október: „Albertis-hneykslið hlýt- ur að hafa mikils háttar áhrif á sambandshug íslenskrar þjóðar andspænis Danmörku. Sennilega þokar það mörgum manninum nær skilnaði en áður. Hneykslið hefur kastað svo mikilli rýrð á Danmörku að það hlýtur að herða á slökum sjáifstæðisstrengjum í brjóstum Islendinga." Þjóðviljinn ungi fjallar fjórum sinnum um málið og segir m.a.: „Það er síst kyn þótt hugmyndir manna um hið pólitíska siðferðisástand í slíku landi" (þ.e. Danmörk) „séu ekki mjög glæsilegar." Blaðið seg- ir að Islendingum sé nauðsyn að hafa öll fjár- og peningamál sín óháð Dönum með öllu enda stafi Islendingum „hin mesta óheill" af því að eiga þau mál við Dani og veki slíkt „tortryggni og van- traust" útlendinga er íslendingar skipti við. Niðurstaða blaðsins í grein í októbermánuði er: „Þetta mál hefur sýnt, og á þó líklega eftir að sýna betur, því er nú mið- ur, hvílíkur ófarnaður oss getur stafað af sambandinu við Dan- mörku." Þannig varð Peter Adler Alberti íslendingum hjálplegur á marga lund, jafnt viljandi á árunum eftir aldamótin sem óviljandi árið 1908. Má segja að furðulega hafi honum verið sköpuð örlög að styðja við bakið á Islendingum, og samir að þeir gleymi honum ekki með öllu. Ekki er úr vegi að taka stökuna upp sem fylgir í flestum þeim ís- lenskum ritum sem um hann fjalla, en í henni er falli Albertis lýst þannig: „Alberti fóli er frelsið gaf Fróni úr luktum hnefa veldisstóli er oltinn af ofan í tujíthússklefa.“ í þessari stöku er það einmitt athyglivert að Adlers Albertis er minnst sem mannsins „er frelsið gaf Fróni“, svo sem hann hafði áð- ur verið nefndur „Ás hins nýja siðar" í Alþingisrímunum. Og eig- inlega verður ekki önnur ályktun dregin af gögnum þessarar sögu en það sé rétt metið og skilið að það var Alberti sem mestu réð um það hvernig íslendingar fengu stjórn eigin mála heim til landsins og í sínar hendur, eins og fyrr var rakið. Af öðrum ástæðum sem nefndar hafa verið í þessum kafla verður að telja enn fremur að fall hans hafi orðið fararheill íslensku sjálfsforræði. Við þetta tvennt hljóta minningar Íslendinga um hann að miðast, hvað sem Dönum líður. Sverrir Kristjánsson orðar mik- ilvægi Alberti-hneykslisins í ís- lenskri sjálfstæðisbaráttu á þenn- an hátt: „Alberti-málið hlaut í annan stað að rýra álit íslensks almennings á Dönum, draga úr vanmáttarkennd smáþjóðarinnar andspænis stórríkinu. Og þannig urðu þau spor er Alberti gekk til Dómhússins í Kaupmannahöfn, tveim dögum fyrir Alþingiskosn- ingarnar á íslandi, til þess að sjálfstæðisbarátta íslendinga færðist fram um nokkur fet og vilji þjóðarinnar var brýndur til skilnaðar við Dani.“ Inn á við snerti fail Albertis einnig þau tímabæru nýmæli í ís- lenskum málum að með ráðherra- skiptunum í kjölfar uppkasts- kosninganna reyndi fyrsta sinni á eiginlega þingræðisreglu hér, þar sem Björn Jónsson hafði tilnefn- ingu til ráðherradóms en Adler Alberti hafði sjálfur ráðið mestu um skipan Hannesar Hafsteins. SIRIUS hjúpsúkkulaðið kemst ekki aljlaf alla leið a tertumar! Það vill til að hjúpsúkkulaðið er selt í stórum pökkum, því ending þess í eldhússkápnum er óvenju lítil! Hjúpsúkkulaðið er nefnilega úr hreinu súkkulaði eins og allar aðrar súkkulaðivörur frá Nóa og Síríus. jmO ^ Mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.