Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Þrautgóðir á raunastund Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúftvíksson: ÞRAUTGÓÐ- IK Á RAIJNASTUND. XIV. 165 bls. Örn og Örlygur hf. Rvík, 1982. Þetta er orðið mikið ritsafn, mikið að umfangi og innihaldi. Ægir heimtar sitt. Þótt slysavarn- ir hafi þróast hér til mikilla muna og skipulag þeirra væri þegar í góðu lagi á árum þeim sem þetta bindi tekur til (1959—61) urðu hörmuleg sjóslys sem hjuggu stór skörð í raðir íslenskrar sjómanna- stéttar. Minnisstæðast mun líkast til vera hvarf togarans Júlí sem var á heimleið frá Nýfundna- landsmiðum i febrúar 1959, áhöfn þrjátíu manns. Fleiri íslenskir togarar voru þar um slóðir, þeirra á meðal Þorkell máni sem lenti í svo miklum erfiðleikum vegna óveðurs og ísingar að skipinu var stórhætt. En til hafnar komst það og var mannskapnum fagnað sem hann væri úr helju heimtur. Gamlir sjómenn minntust ekki verra Veðurs. Nýfundnalandsveið- Steinar J. Lúövíksson arnar stóðu ekki lengi. En sá mannskaði sem þarna varð, veldur því meðal annars að sá kafli fisk- veiðisögunnar gleymist seint. Nokkrum dögum áður hafði orð- ið annað stórslys hér ekki langt frá, sem að vísu snerti íslendinga einungis óbeint þar sem enginn Is- lendingur týndi þar lífi, er danska skipið Hans Hedtoft rakst á ísjaka við Grænland og allir fórust, níu- tíu og fimm talsins. Þetta voru slysamánuðir. Nótt- ina milli 17. og 18. febrúar fórst vitaskipið Hermóður úti fyrir Reykjanesi með allri áhöfn, 12 mönnum. Það var á leið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Ekkert heyrðist frá því, áður en það fórst, í þá veru að það ætti í erfiðleikum eða væri í hættu statt. Slysið hefur því borið brátt að. Næsta ár, 1960, urðu nokkrir skipskaðar en manntjón minna. Seint í október fórst M.s. Dranga- jökull í Pentlandsfirði milli Orkneyja og Skotlands. Áhöfn- inni, 19 mönnum, var bjargað um borð í skoskan togara. Sjólag get- ur orðið afleitt á þessum slóðum. Samt varð hvorki stormur né haf- rót Drangajökli að aldurtila. Skip- ið tók að hallast á siglingu án þess að orsakir væru kunnar og skömmu síðar var það sokkið á hafsbotn. í sjóprófum létu skip- verjar í ljós það álit »að slysið hefði orðið af því að mjög mikill leki hefði skyndilega komið að skipinu. Ekkert kom þó fram um hugsanlega skýringu á lekanum*. Þó kom fram í réttarhöldunum að skipið hafði skömmu áður staðið á þurru í Lundúnahöfn. Árið 1961 urðu ekki viðlíka stór- slys á sjó og t.d. 1959. Meðal minn- isstæðustu skipskaða það ár var sá er Mb. Arnartindur fórst við Grindavík. Um það leyti var mað- ur á ferð í Grindavík og hafði með sér sterkan sjónauka. Nokkru eftir að báturinn var sokkinn tók hann að kíkja út á sjóinn og sá þá mann á sundi alllangt frá landi. Var þá brugðið við í skyndi og haldið út úr höfninni og tókst að bjarga manninum við illan leik og voru þá liðnir þrír stundarfjórðungar frá því er skipið sökk. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því er þeir atburðir gerðust er Steinar J. Lúðvíksson segir frá í þessari bók. Þeir, sem voru að hefja sjómennsku um það leyti, nálgast nú miðjan aldur. Saga Steinars er mjög nákvæm sem að líkum lætur, og víst er sagt þar frá mörgu sem skiptir ekki sköpum í þjóðarsögunni. En sem heild er þetta verulegur kapítuli íslands- sögunnar. Á umræddum árum voru skip þegar búin þeim full- komnu siglingatækjum sem helst auka öryggi á sjó, t.d. radar eða ratsjá. En reynslan sýndi, þessi ár sem önnur, að engin tæki hversu fullkomin sem þau eru veita skipti hundrað prósent öryggi. Mjög þykir mér áberandi á þess- um árum sem öðrum hversu mörg slys urðu við hafnir landsins. Þeir munu t.d. vera ófáir, árin í gegn- um, sem dregnir hafa verið uppúr Reykjavíkurhöfn, hafa fallið þar í sjóinn vegnar hreinnar slysni, eða þá ölvunar, eða annarlegs sálar- ástands. Sýnir það meðal annars hvað hafnir eru miklir samkomu- staðir í lífi og vitund þjóðarinnar. Fólk sækir þangað bæði til vinnu, afþreyingar, eða af rælni. Stund- um líka í örvæntingu. Rómverskur málsháttur kvað svo á að siglingar væru nauðsyn. Fyrir okkur Islendinga eru þær meira, þær eru lífsnauðsyn. Þetta stórfróðlega rit Steinars J. Lúð- víkssonar er þegar orðið mikil siglingasaga. Höfundur getur þess í formála að bindin séu orðin fleiri en í upphafi var ráðgert og bætir síðan við: »En þessi þáttur í þjóð- arsögu Islendinga er einnig meiri og frásagnarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn, og hafi það ætlunarverk tekist að halda á lofti minningu þeirra manna er beðið hafa lægri hlut í baráttunni við Ægi konung, og afrekum þeirra er unnið hafa fórnfúst og óeigin- gjarnt starf að björgunarmálum frá fyrstu tíð, þá er tilganginum náð.« Undir þessi orð vil ég taka. Láttu streituna og vöðvabólguna ekki skemma fyrir þér! eftir andlitsbað og fótsnyrtingu, ertu sem .... Ný manneskja! Nú viljum við kynna NU body línuna frá París og mikið úrval BOURJOIS make-up-snyrtivara. de ___4 París créateurffde l’hydradermie Nu hefur öðruvísi ilm. Nu ilmvatn. Nu body-lotion. Nu body-olía (fyrir og eftir bað). Nu brjósta-ampullur og olía Nu er allt með sama ilm. BOURJOIS PARIS Komið og reynið BOURJOIS make-up snyrtivörurnar, því þær eru á sérlega hagstæðu verði. Starfs,túlkur Ásýndar eru mediimir í Félagi íslenskra snyrtifræðinga. Ingunn Þórðardottir, snyrtifrædingur Þjóðsögur Einars Guðmundssonar Bókmenntír Erlendur Jónsson Einar Guðmundsson: ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR. II. 349 bls. Skuggsjá. Hafnarf. 1982. Ef maður gerist svo djarfur að skipta þjóðsagnasöfnurum í meiri og minni, fer Einar Guðmundsson hikiaust í fyrri flokkinn. Ef til vill verður hann síðastur þeirra þjóð- sagnasafnara sem sækja efni til þjóðtrúar og lífshátta fyrri tíðar með þeim hætti sem gert hefur verið frá því að Magnús Grímsson og Jón Árnason hófu söfnun sína. Lífið í gömlu torfbæjunum þar sem skammdegið var skammdegi tekur senn að gleymast, þeim fer að fækka sem muna þá tíð þegar í raun og veru var trúað á Móra og Skottu og Þorgeirsbola. Og þjóð- sögur munu ekki verða til með sama hætti og fyrrum í okkar nú- tímalega og mjög svo raflýsta um- hverfi. Þær verða þá annars konar og öðru vísi úr efninu unnið. Einar Guðmundsson hefur safn- að víðs vegar um land, en þó mis- mikið eftir landshlutum. Flestar sögur hans eru hreinar þjóðsögur, en á milli er svo efni sem fremur mundi flokkast undir það sem kallað er þjóðlegur fróðleikur: sög- ur þar sem stuðst er við fleira en munnmæli. Svo er um það sem hér er sagt frá nafnkenndum einstakl- ingum, Tryggva Gunnarssyni og Magnúsi Andréssyni alþing- ismanni, svo dæmi séu tekin. Uppruni þáttanna í þessu safni er nokkuð misjafn. Kalla má hreinar þjóðsögur, þegar munn- mælasögur eru skráðar »eftir sögn« einhvers. Annars staðar er farið eftir handritum og ber efni þá stundum meiri fræðisvip. Það má kalla eðlilegt að þjóðsagan skuli hafa þróast þannig: frá hreinni munnmælasögu til heim- ildasögu. Þó fyrstu þjóðsagnasafn- ararnir stæðu, bæði í tíma og rúmi, mun nær uppruna sagnanna en þeir, sem sögur skrá nú á tím- um, var aðstaða þeirra til heim- ildakönnunar mun lakari. Þeir höfðu ekki þann beina aðgang að skjalasöfnun sem fræðimenn hafa nú á dögum. Einar Guðmundsson hefur til að bera flesta þá kosti sem þjóð- sagnasafnara mega prýða: hann er ritfær, málhagur, nákvæmur og þó laus við að teygja lopann eða leíka sér með stíl. Allir þeir þjóð- Einar Guðmundsson sagnasafnarar, sem nokkuð hefur kveðið að hingað til, hafa mátt teljast málvöndunarmenn og er Einar Guðmundsson síst undan- tekning. Málvöndunarstefnan hef- ur marga kosti í för með sér. Hinu er svo ekki að neita að með mál- hreinsun sagnanna skefst af þeim hitt og annað sem fólk tók sér í munn í gamla daga en ekki taldist beinlínis gott mál, t.d. upphrópan- ir ýmsar og málkækir. Þó íslensk- an hafi sem betur fer lítið breyst frá því er fyrst var tekið að skrá þjóðsögur, hafa breyttir atvinnu- hættir og lifnaðarhættir haft í för með sér ýmiss konar málfarslegar breytingar. Fólk talaði öðruvísi í fásinninu og einangruninni fyrr- um, um það er engum blöðum að fletta. Kynjakvistir ýmsir greindu sig frá öðrum — ekki aðeins í út- liti heldur allt eins í máli. Enginn þjóðsagnasafnari hefur gert sér far um að rita beint eftir fólki með það sjónarmið fyrir augum að mál þess héldist sem óbreyttast, enda oft erfitt, auk þes sem þeir hafa naumast talið það í sínum verka- hring sem sögumenn og sögusafn- arar. Þessi árin hafa flest okkar meiri háttar þjóðsagnasöfn verið útgef- in. Hafsteinn Guðmundsson í þjóðsögu hefur unnið þar mesta þrekvirkið, en fleiri lagt hönd á plóginn, svo sem Bókaforlag Odds Björnssonar, og í þessu dæminu Skuggsjá. Vilji menn hafa þetta allt í hillunum hjá sér er þetta safn Einars Guðmundssonar að sjálfsögðu ómissandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.