Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 87 Á FÖRNUM VEGI Skátar eignast mál- gagn á nýjan leik ... í NÓVEMBER sl. kom út myndar- legt Skátablað, það fyrsta síðan út- gáfa blaðsins lagðist niður fvrir 7 árum. Þetta er hið myndarlegasta blað, 48 síður í stóru broti, prýtt fjölda mvnda. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks og hefur verið stofnað hlutafélag til að sinna rekstrinum. Hilmar Sigurðsson er einn af aðstandendum blaðsins, og sá eini sem vinnur við það í fullu starfi. Hann sér um auglýsingar og hönnun að hluta, ásamt því að gegna nauðsynlegum skrifstofuörf- um. Hilmar sagði að það hefði verið brugðið á það ráð að stofna hluta- félag til að sinna rekstrinum vegna þess að Bandalag íslenskra skáta (BÍS) hefði ekki treyst sér inn í janúar. Það er ekki fyrr en við sjáum hvernig þessum þrem- ur blöðum vegnar að við teljum tímabært að fastsetja útgáfu- daga.“ — Nú er nokkuð síðan fyrsta blaðið kom út. Hvernig hefur því verið tekið? „Yfirleitt mjög vel. Þó hefur verið kvartað um það að blaðið sé heldur of þungt, að það sé ekki nóg af efni fyrir hinn almenna skáta, þ.e.a.s. krakka á aldrinum 9—14 ára. Við munum því heldur reyna að létta blaðið í framtíð- inni. En fólk hefur almennt verið mjög ánægt með útlit blaðsins og stærð." — Hvernig er hagað dreifingu Hilmar Sigurðsson, önnum kafinn á skrif- stofu Skátablaðsins að Ljósheimum 21A. Að- standendur Skátablaðs- ins hafa aðsetur þarna fram að áramótum, en þeir hafa fengið vilyrði fyrir að fá inni í nýja Skátaheimilinu við Snorrabraut eftir ára- mótin. Morgunblaóió Kristján Kin- arsson. til að taka fjárhagslega ábyrgð á útgáfunni, m.a. vegna mikilla fjárskuldbindinga í sambandi við nýja skátahúsið við Snorrabraut. „Hins vegar verður stefnt að því að hlutafélagið verði að mestu í eigu skáta og hjálparsveita, þann- ig að starfandi skátar á hverjum tíma geti haft sem mest áhrif á útgáfuna." — Hvað kemur Skátablaðið til með að koma oft út á ári, Hilmar? „Það er ekki endanlega ákveðið. Það hefur verið talað um 6—8 blöð, en það verður beðið með að taka endanlega ákvörðun um það þar til ljóst verður hvaða móttök- ur þetta blað fær. Það kemur blað út núna um miðjan desember- mánuð og síðan aftur seinnipart- blaðsins? „Við fengum lista yfir meðlimi BÍS og LHS og sendum blað til allra á þessum lista og buðum áskrift. Við fórum ekki út í það að dreifa blaðinu til annarra en þeirra sem tengjast skátahreyf- ingunni. En við gerum það kannski síðar.“ — Hvað eru margir sem til- heyra skátahreyfingunni, þ.e. Bandalagi íslenskra skáta og Landssambandi hjálparsveita skáta? „Það eru svona í kringum 5.500 manns. Þetta er talsverður fjöldi og ef stór hópur þessa fólks bregst vel við blaðinu ætti útgáfa þess að vera tryggð." Þessar tvær myndir voru teknar á Ítalíu fyrir skömmu. A vinstri mynd- inni eru tveir háttsottir yfir- menn í sjóherj- um Ítalíu og Bandaríkja- manna að tak- ast i hendur. Tilefnið er að Bandaríkja- maðurinn (t.h.), R J. Seifert, er að láta af störf- um eftir 28 ára þjónustu i handaríska flot- anum. Á myndinni hægra megin er kona Seifert, Sesselja Siggeirsdóttir úr Reykjavík. Sesselja hefur tekið sér stöðu á milli tveggja ítalskra lífvarða og skartar islenskum upphlut. Þau Seifert og Sesselja eiga þrjú börn: Mörtu, Eriku og Kristin. ' Tími „innanhúss- trjáræktar“ fer í hönd FER það á milli mála að jólin eru að koma? Tæplega. Kaupæðið fer vaxandi með hverjum deginum sem líður, ljós í öllum regnbogans litum prýða heimili og verslanir, og svo auðvitað öruggasta vísbendingin: auglýsingatími sjónvarpsins er að verða lengri en dagskráin. Og svo má auðvitað ekki gleyma jólatrjánum. Einhverra hluta vegna stendur skógrækt, eða réttara sagt, trjárækt með miklum blóma um háveturinn; þá kaupa menn sér gjarnan fagurt greni- eða furutré til að planta í vatnspott heima hjá sér. En var ekki einhver að tala um sjónvarpið. Það kom sér vei, því þarna á myndinni er Helgi Helgason, fréttamaður sjónvarpsins, að velta vöngum yfír fyrirtaks furutré. En hvað ætli handahreyf- ing Helga tákni? Er hann að heilsa Ragnari Axelssyni ljósmyndara Mbl., eða er hann að gefa til kynna að hann kæri sig ekkert um að láta taka af sér mynd? Skemmtileg mynd, sem sýnir vel hvað samhengið skiptir miklu máli í mannlegum samskiptum. Alveg eins og orð sem hefur verið kippt út úr samhengi sínu, í texta t.d. getur það verið tvírætt eða margrætt. Þannig getur ein handarhreyfing verið opin fyrir margvíslegri túlkun þegar hún er fryst í andartakinu, þ.e.a.s. fest á filmu. Galdrakarlinn í Mosfellssveit LKIKEÉLAG Mosfellssveitar hefur í vetur sýnt í Hlégarði barnaleikritið kunna, Galdrakarlinn í Oz. Sigriður Þorvaldsdóttir leikkona hefur leikstýrt verkinu, en leikhópurinn er skipaður áhugafólki úr Mosfellssveit eingöngu. Það munu vera alls 38 manns sem starfa að þessari sýningu, utan vallar og innan. í dag kl. tvö er niunda og síðasta sýning leikriLsins fyrir jól, en þráðurinn verður tekinn upp aftur í janúar, en þá verða 3—4 sýningar. í grófum dráttum er atburðarás leikritsins sú að lítla stúlku, Dóróteu að nafni, dreymir furðulegan draum. í draumi sínum fer hún í ferðalag um hálfgerða undraveröld og hittir þar verur sem menn rekast sjaldan á í miðbænum. Þar á meðal fuglahræðu, ljón og pjáturkarl, en pjáturkarl mun vera einhvers konar járn-karl. Öllum þessum verum er í einhverju ábótavant. Ljónið er t.a.m. huglaust, það vantar hjartað í pjáturkarlinn (en ung stúlka hafði rænt því) og aumingja fuglahræðan hafði ekkert heilabú. Það er óþarfi að flækja málin um of: Dórótea slæst í för með þessum kynjaverum og saman halda þau á fund galdrakarlsins í Oz. Erindið er að biðja hann að redda þeim um það litilræði sem þau vanhagar um; gera ljónið hugrakkt, setja pumpu í pját- urkarlinn og sellur í fuglahræðuna. Nú, og Dóróteu heim til sín á banda- ríska búgarðinn þar sem hún bjó með frænda sínum og frænku, þeim Hin- riki og Emmu. Eins og gjarnan er um ævintýri, þá endar þetta vel. Galdra- karlinn kippir öllu í lag og allir lifa hamingjusamlega fram á næstu sýn- ingu a.m.k. Leikfélag Mosfellssveitar er nú á sínu sjöunda starfsári. Eins og nærri má geta er talsvert um það að heilu fjölskyldurnar blandist inn í svona staðbundna leikstarfsemi. Meðfylgj- andi mynd er af nokkrum leikendum og aðstandendum sýningarinnar, en þetta fólk tilheyrir tveimur fjölskyld- um. Lengst til vinstri er sviðsstjórinn Elías Þorsteinsson. Við hlið Elíasar eru kona hans og dóttir, Valgerður og Guðrún. Valgerður er hvíslari, en Guðrún, sem er 7 ára gömul, leikur hundinn Tótó. Sjálfur Galdarkarlinn í Oz, Birgir Sigurðsson, heldur svo utan um þrjú börn sín, sem taka þátt í leiknum. Þau heita Hanna (11 ára og leikur trúð), Sigurður Narfi (9 ára og kemur fram sem borgari í Gim- steinaborg) og Þóra Margrét (hún er 5 ára og leikur Regnbogabarn). Kona Birgis hefur einnig aðstoðað við sýn- inguna, saumað búninga og hjálpað til við að klæða litlu leikarana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.