Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Það er afar vel til fundið að gefa ættingjum, vinum og kunn- ingjum eitthvað matarkyns í jólapakkann. Þar er tvennt til. Annað er að kaupa eitthvað til- búið, t.d. dós af góðu te, gott kaffi, sultu, hunang, stórt oststykki, sjaldséða ávexti. Úr- valið er ærið, svo það er bara að huga að hvað til er og vandinn er að velja. Svo getið þið gengið skemmtilega frá gjöfinni, pakk- að henni t.d. í fallega leirþurrku og bundið slaufu um. Margir hafa það fyrir sið að gefa vín- flöskur, en hvernig væri að breyta til og gefa fasta fæðu svona til tilbreytingar? En í stað þess að kaupa eitt- hvað tilbúið, er ekki úr vegi að útbúa eitthvað matarkyns sjálf- ur og gefa. Einhverjum sortnar kannski fyrir augum við tilhugs- unina, sjá ekki hvernig hægt ætti að vera að finna tíma til slíks nosturs. En svona jólagjöf þarf alls ekki að taka langan tíma, og ef þið ætlið að gefa nokkrum slíkar gjafir getið þið útbúið vænan skammt af ein- hverju og gefið öllum það sama. Hér er af mörgu að taka. Þið getið gefið af jólakökunum ykk- ar eða bakað sérstakar kökur til að gefa. Gott brauð er alltaf vel þegið, ekki sízt til að hafa á morgunmatarborðiö um jólin. Það er því skínandi hugmynd að baka gott brauð og gefa. Þeir sem hafa aflað vel af laxi í sumar geta veitt lax upp úr frystinum, útbúið graflax og gef- ið, eða látið reykja og gefið bita af reyktum laxi. Sama er hægt að gera við silung. Og svo er hægt að grafa aðrar fisktegund- ir og gefa. Frá fiski vindum við okkur yf- ir í kjöt. Hvernig væri að útbúa góða kæfu og gefa í jólagjöf? Ekki hljómar það illa eða hvað ... Ef þið hafið verið iðin við að sulta í haust, er fljótlegt að draga fram sultukrukku, binda slaufu og merkimiða á og leggja undir jólatréð. Sjóðið saman lög úr sykri og vatni og hellið yfir þurrkaða ávexti, gjarnan með kryddi. Bætið víni í löginn ef vill. Þarna er komin hin ágæt- asta jólagjöf. Sveskjuft rúsínur og apríkósur henta einkum vel í sykurlög. Ávextina er hægt að borða heita eða kalda, eina sér, með rjóma eða ís, eða nota þá í kökur, og nota þá safann til að bleyta í kökum. Og perur er hægt að útbúa á þennan hátt, þ.e. sjóða þær í sykurlegi, gjarn- an ásamt kryddi, hella þeim á krukkur, e.t.v. ásamt víni og geyma svo um hríð. Ef mikið er haft við, eru perurnar soðnar í víni, ásamt vatni og sykri. Per- urnar er hægt að nota eins og þurrkuðu ávextina. Sælgæti er einnig tilvalið í jólapakka sælkeranna. Það þarf heldur ekki að vera neitt sér- stakt nostur og fyrirhöfn við sælgætisgerðina. Eg kem nánar að sælgætisgerð í næsta þætti. Ég vona að einhverjar hug- myndir hafi vaknað með ykkur um matarjólagjafir sem henta ykkur. Það er aldrei of oft endurtekið, að það bezta sem við getum gefið öðrum í formi jóla- gjafa eru gjafir, sem við höfum lagt umhugsun og tímakorn í. Hér á eftir fylgja uppskriftir að mat, sem ætti að geta nýtzt ykk- ur til jólagjafa Góða skemmtun! Kæfa eöa kjöthleifur Þetta er afar einföld uppskrift að nokkurs konar kæfu eða kjöthleif. Kæfa er góð köld, en einnig sem heitur réttur. Þið getið notað hvaða kjöthakk sem hér er notað kindahakk. Einnig kemur vel til greina að nota tvær tegundir af hakki. Kæfan er vel krydduð, þó hún sé alls ekki sterk. Það sem gefur henni þó fyrst og fremst gott bragð er rifið rótarsellerí, sem er notað í hana. Svona hleif er hægt að frysta, þó mér finnist það ekki til bóta. Hann geymist í nokkra daga í kæliskáp, en gætið þess þá að láta hann aldrei standa lengi við stofuhita. Og það þarf vart að taka fram að þið getið hæglega stækkað upp- skriftina. Þið getið notað annað krydd en nefnt er hér, t.d. aðrar jurtir. Smátt saxaðir skinkubitar, ólíf- ur og reykt svínaflesk gefur allt gott bragð í slíka kæfu. Söxuð kjúklingalifur eða grísalifur einnig. Oftast er notuð svínafita í svona kæfu en það er ekki gert hér, og fyrir bragðið er hún ekki feit. 500 gr lambahakk 2—3 hvítlauksrif 1 knippi steinselja 'A sellerírót (stór) l'/2 dl rjómi 2egg 1 msk heilhveiti I msk oregano I msk timjan nýrifið múskat (lítið af því) nýmalaður pipar eftir smekk þarf salt? (2 msk kaspers, saxað, ef það er stórt) 2. Blandið öllu í edikslöginn í pottinum. Notið helzt stálpott eða emaléraðan pott. Aðrir málmar geta gefið bragð. Látið löginn kólna. Ef þið notið pip- arhylki, en eruð hikandi við bragðið, getið þið fjarlægt hylk- in eftir suðuna, eða eftir að lög- urinn er soðinn í annað sinn. Bragðið á leginum, bætið við sykri ef ykkur finnst hann ekki nógu sætur, en látið þá viðbót- arsykurinn sjóða með stutta stund. 3. Látið saltvatnið renna vel af tómötunum og raðið þeim í krukkur. Glerkrukkur eru best- ar, en þið getið notað leirílát, sem eru sérstaklega ætluð undir niðursuðu, emaléruð ílát og plast. Og auðvitað eiga ílátin að vera tandurhrein, helzt soðin. Hellið leginum yfir og lokið vel. Látið standa í nokkra daga, hell- Matarkyns í jólapakkann .1. Saxið hvítlaukinn og stein- seljuna og rífið sellerírótina. Blandið öllu saman nema eggj- unum. Látið standa á köldum stað yfir nótt. 2. Setjið ofninn á 175°. Blandið eggjunum í, hrærið ekki meira en nauðsynlegt er, svo kjötið verði ekki farslegt. 3. Setjið blönduna í form, eitt eða fleiri eftir hentugleika, og bakið í um 45 mín., eða þar til ekki kemur lengur rauður safi úr kjötinu. Látið kæfuna kólna undir svolitlu fargi. Hún nýtur sín bezt daginn eftir. Ef þið hyggizt gefa kæfu, get- ið þið bakað hana í álformum og gefið kæfuna í forminu, pakkað henni í álpappír án forms, eða keypt t.d. leirform og látið það fylgja gjöfinni. Sultaöir, grænir tómatar Grænir tómatar hafa sézt í búðum undanfarið. Það er tilval- ið að leggja þá í súrsætan ediks- iög, og borða t.d. með köldu kjöti. í uppskriftinni hér á eftir eru þeir ekki soðnir heldur látn- ir mýkjast í leginum, sem þarf að tvísjóða. Tómatarnjr eru pikkaðir með nál, svo hýðið haldist á þeim. Það er hægt að setja þá í sjóðandi vatn augna- blik og þá er hýðið laust, en þess þarf alls ekki. Kryddið getið þið haft eftir ykkar smekk. I kg grænir tómatar, helzt sem minnstir vatn + salt edikslögur: 4 dl vínedik 5 dl borðedik 5 dl vatn 5 dl sykur, meira eftir smekk I tsk heil piparkorn, hvít, svört eða græn, ein eða fleiri tegundir 1 tsk negulnaglar 2 bitar af þurrkuðu engiferhnýði 3—4 hitar heill masi (mace) 2—3 rauð piparhylki eftir smekk 1. Pikkið tómatana með nál. Setjið þá í skál, hellið vatni yfir svo þeki og saltið með um 2 msk af salti. Látið standa í um 2—3 klst. ið þá Ieginum í pott, látið suðuna koma upp og hellið leginum aft- ur á. Lokið tryggilega. Ef hrein- lætis er vandlega gætt, er engin þörf á rotvarnarefnum. Auðveld- ast er að ráða við að hreinsa glerniðursuðukrukkur svo vel sé. Tómatarnir eru hæfilega legnir og tilbúnir eftir 2—3 vikur. I góðum ílátum og á köldum stað geymast þeir í marga mánuði. Þessi skammtur erum 3 1. Ólífur í ólífuolíu Ólífur og saga þeirra kom mjög við alla menningar- og verzlunarsögu landanna upp af Miðjarðarhafsbotni. Villiólífur voru þyrnóttar og ekki ýkja olíu- ríkar. Það ku hafa verið Sýr- lendingar og Palestínumenn sem ræktuðu upp afbrigði sem gerðu jurtina jafn nytsama og hún er. Það halda menn að hafi verið fyrir um 6.000 árum. Olían var pressuð úr ólífunum með því að safna þeim í ker og troða á þeim líkt og gert var og er sums stað- ar enn gert við vínber. Svo voru fundnar upp pressur. Enn þann dag í dag fæst bezt ólífuolía, þegar olían er pressuð án þess að notað sé neitt nema farg. Það á alls ekki að hita ólífurnar. Þá gefa þær af sér meiri olíu, en hún er léleg. Bezta olían, svo- köiluð jómfrúrolía, kemur úr fyrstu pressun. Leitið að slíkri olíu. Verzlun með ólífur var fjörug í Miðjarðarhafslöndunum langt fram eftir öldum. I Grikklandi var olían ein aðalútflutnings- varan lengi vel. Gríski stjórn- málamaðurinn Sólon, sem stjórnaði Aþenu af festu og ör- yggi um aldamótin 600 f.Kr., er m.a. kunnur fyrir að hafa komið á lýðræði í borginni, þó okkur þætti það kannski ekki ýkja lýð- ræðisleg skipan nú. Hann bann- aði útflutning á öðrum landbún- aðarafurðum en ólífuolíu. Allir fóru að rækta ólífutré, þau teygðu ræturnar langt niður í jarðveginn og drógu þaðan vætu, en bundu ekki jarðveginn sem fauk veg allrar veraldar á nokk- ur hundruð árum og eftir var aðeins þessi skinandi hvíti steinn, sem gefur grískum sveit- um sitt sérstæða yfirbragð. I nýjustu biblíuþýðingunum er talað um Olíufjallið. I göml- um biblíuþýðingum kallaðist það Smjörviðarfjall, sem er ólíkt svipmeira nafn. Smjörviður var ólífuviðurinn kallaður, enda vel við hæfi og olían viðsmjör. Smjör þýddi í fyrri tíðar máli ekki aðeins smjör, eins og við þekkjum það, heldur hvers kyns fitu. Þannig var t.d. talað um smjör af hval og hvalsmjör. Smjörviðarfjallið kemur mjög við sögu Jesú, þvi við fjallið eyddi hann síðustu stundum sín- um áður en Júdas kom og mynntist við hann. Og það var smjörviðarblað sem dúfan kom fljúgandi með til Nóa, þegar flóðið tók að sjatna. Þar sem ólífur eru sem mest hafðar við hönd, eru þær vissu- lega notaðar mikið í matargerð og það á margvislegan hátt. En þær eru einnig vinsælar til átu, t.d. sem snarl á undan mat, gjarnan með víni. Nú hafa feng- izt hér undanfarið afar góðar svartar ólífur, seldar undir vörumerkinu Barral. Þær eru til grænar, fylltar og svo svartar. Þær svörtu eru eintómar í plastpoka, ekki í legi. Ef þið set- ið þær í krukku, hellið góðri ólífuolíu á þær, bætið t.d. í lár- viðarlaufum og hvítlauksrifi eða rifjum, og e.t.v. pipar og/eða grænum kryddjurtum, ættuð þið að hafa þar vel þegna jólagjöf handa ólífuaðdáendum. Olían á að þekja ólífurnar. Þær bólgna út í olíunni og verða ótrúlega bragðgóðar. Eftir því sem af er borðað, er hægt að bæta ólífum við. Ólífurnar er hægt að borða einar sér, eða skera þær niður í mat. Olían sem ólífurnar eru látnar liggja í verður einstak- lega bragðmikil og góð í matar- gerðina. Sem sagt, hreinasta sælgæti. Það þarf kannski varla að taka það fram, að auk þess að matarjólagjafir eru einkar skemmtilegar, eru þær yfirleitt afar ódýrar í samanburði við flesta keypta muni. Samtíningur Ég nefndi verðkannanir Verð- lagsstofnunar um daginn. Síðan hefur komið út stórlega áhuga- verð könnun úr þeirri átt. Það er sem sé verðsamanburður ýmissa búða og þær nafngreindar. Það er alveg sjálfsagt að verða sér úti um þennan lista og kanna hann hið bezta. Ekki veitir af að leggja sig fram við að láta aur- ana endast. Þeir sem nota gjarnan súkkat og sultaðan appelsínubörk í kök- ur geta gengið að þessu í Vöru- markaðnum. Súkkatið fæst reyndar viða, en mér hefur reynzt erfiðara að nálgast app- elsínubörkinn. En þarna var hann reyndar og ýmislegt fleira í baksturinn og margt á mjög góðu verði. Nú flæðir jólasælgætið yfir búðirnar. Alltaf er það jafn ergi- legt þegar því er stillt lokkandi upp við jafn mikilvæga staði og peningakassana, þar sem allir hljóta að stoppa og börnunum leiðist biðin. Þegar augu þeirra hvarfia um, staðnæmast þau óhjákvæmilega við sælgætis- haugana. Bænirnar byrja, síðan kemur vælið, gráturinn og öskr- in. Sum börn róta í sælgætinu og mér finnst engin ástæða fyrir foreldra að hafa áhyggjur af því þó börnin róti sælgætinu úr lág- um hillunum fram á gólfið. Fyrst verzlunarstjórarnir hafa valið að hafa þennan háttinn á, verða þeir bara að súpa seyðið af þessu illa skipulagi. Smábarna- foreldrar, kvartið við starfsfólk- ið. Þetta er reyndar ekki því að kenna, en það kemur vonandi kvörtuhunum áleiðis, ef kvart- anirnar verða nógu margar. Og varla sakar að nefna að þið neyðizt til að velja aðrar búðir, ef ekki verði breytt til ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.