Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Félagi orð og gat notað það illa í kringum mig til að sigrast á því illa í kerfi kommúnismans," endurtók hann. „Þeir höfðu ekki roð við mér.“ Við hlustuðum agndofa á Búkovský. „Þér hefur tekizt það, sem engum hefur tekizt áður,“ sagði ég. „Hvað er það?“ spurði hann. „Að láta mig fá samúð með Sovétkerfinu," sagði ég. Hann hló. Og reyndar hló hann oft um kvöldið, t.a.m. þegar við töluðum um skrítna hluti og veikgeðja fólk. Hann taldi við Islendingar værum ekki nógu sterkir til að mæta hætt- unni, sem við blasti. Þegar hann hafði drukkið dálítið af konjaki, sagði hann við mig: „Ég er sterkari en þú, ég get sigrað þig hvenær sem er.“ Ég sagði: „Þakkaðu forsjóninni fyrir, að við íslendingar erum ekki 240 milljónir." Hann sagði enginn þyrfti að óttast það. „Þið eruð ágætir, en veikgeðja eins og aðrir Vesturlandabúar." Ég svaraði: „Ef við værum rússneskir KGB-menn, hershöfðingjar eða fanga- búðastjórar, þá værir þú ekki hér.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði hann. „Við hefðum séð til þess, að þú kæmist ekki lifandi út úr Gúlaginu!" Þetta kunni hann að meta. Hann hló hátt og lengi, fékk sér konjak og sagði við mig, af því ég stjórnaði þessari „atlögu“ að stolti hans: „You are a good man, but you are a silly man.“ Augu hans báru vott um viljastyrk, sem ég hef ekki áður kynnzt. Þau minna á augu í villtu dýri. Þrek hans er með ólíkindum. Og þeg- ar á leið kvöldið, var enginn okkar lengur undrandi á því, að þetta hörkutól skyldi bjóða rússneska kerfinu birginn — og sigra. Þegar ég spurði Búkovský, hvort hann teldi rétt það væri meiri hætta á heims- styrjöld, þegar nýir menn tækju við völd- um í Sovétríkjunum en nú væri, spurði hann hvers vegna í ósköpunum það ætti að vera, en ég svaraði: „Vegna þess þeir óttast styrjöld minna en Brezhnev og hans líkar. Þekkja ekki hörmungar slíkra hamfara." „Þetta er alrangt,“ sagði hann. „Brezhnev elskar góð stríð. Hann náði frama í heims- styrjöldinni síðari. Hann er ekki hræddur við styrjöld frekar en t.a.m. hershöfðingj- arnir, sem eru reiðubúnir að gera árásir, hvenær sem væri. En þeir, sem þekkja ekki styrjöld, eru eins og fólk, sem óttast fangelsisvist vegna þess það þekkir ekki fangelsi. Sá, sem þekkir þrælabúðir af eig- in raun, er síður hræddur við þær en þeir, sem hafa ekki kynnzt þeim. A sama hátt eru þeir óhræddari við styrjöld, sem hafa sótt frama sinn í hernaðarævintýri en þeir, sem þekkja ekki styrjöld nema af af- spurn.“ Okkur þótti þetta einkennileg kald- hæðni. En kannski var þetta raunsæi, sem við áttum erfitt með að skilja vegna „veik- leika“. En nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessari skoðun og skilgreiningu and- ófsmannsins, svo að unnt sé að tala við Rússa á því eina tungumáli, sem þeir virð- ast skilja; með hörku, ákveðni. Veiklyndi færa þeir sér í nyt. Og þar sem tómarúm myndast, seilast þeir til valda, eins og dæmin sanna. Nú síðast i Afganistan, sem Sovétríkin hafa lagt undir sig með her- valdi. Heimsvaldasinnar eru eins og sýkl- ar, leita þangað sem mótstöðuaflið er minnst. Þess vegna m.a. er Islendingum ekki hættulaust að segja skilið við Atlantshafsbandalagið og slaka á örygg- isstefnu sinni. Það er a.m.k. hættulegt, eins og nú háttar. Á það lagði Búkovský áherzlu. Ég lét þau orð falla, ég vildi ekki konjak, ég ætlaði að halda mig við rósavínið. Og svo barnalegt (og raunar ósatt), sem það var, sagði ég eitthvað á þá leið, að líf mitt hefði verið dans á rósum. Búkovský stóð upp. Hann tók hvíta rós úr blómavasanum á borðinu, fleygði henni á gólfið og sagði fyrirskipandi: „Dansaðu þá á rósum.“ Hann hló hátt og lengi. Ég fann það var einhver ósigrandi villimennska í þessum hlátri; einhver ómótstæðileg krafa um allt að því ómannúðlegt raunsæi. „Ég á góðan vin í París,“ sagði hann. „Það er leyndar- mál. En ég trúi ykkur fyrir því.“ „Af hverju ertu að segja okkur það?“ spurðum við. „Er það vegna þess þú treystir okkur?" „Ekki endilega," sagði hann og hvessti á okkur augun, „heldur vegna þess þið getið ekki skaðað mig. Hatrið og fyrirlitningin gáfu mér styrk og það getur enginn króað mig af. Kannski er ég villidýr. Kommún- istar búa til andrúm morðsins í kringum andstæðinga sína. Og þá verða þeir rétt- dræpir, eins og Springer, sem ég hef kynnzt og líkaði ákaflega vel við. Hann er hlýr og manneskjulegur. Samt telja marg- ir hann sé réttdræpur. Það er andrúm morðsins (atmosphere of murder). En þeir hafa aldrei getað skapað það í kringum mig. Það gerir fátækrahverfið.“ Við fórum aftur að tala um þrælabúðir, þjáningu og dauða. Ég sagði honum frá því, að Páll Isólfsson hefði sagt í samtölum okkar, að hann hræddist ekki dauðann, heldur sársauka. Búkovský horfði á mig og sagði: „What a silly man. Við óttumst öll dauðann. Ég hef óttazt dauðann. Já, ég er hræddur við dauðann." Ég sagði: „Páll sagðist óttast þjáningar og sársauka meir en dauðann." Þá sagði Búkovský: „Þetta skil ég. En það er hægt að venjast sárs- auka. Það er hægt að ganga í gegnum hryllilegar þjáningar. En það er heimsku- legt að segja, að maður óttist ekki dauð- ann. Ég þekki engan, sem hefur vanizt honum. Dauðinn er eitt, en sársaukinn annað. Það er hægt að lifa af sársauka, en ég þekki engan, sem hefur lifað af dauð- ann.“ - O - Búkovský sagði nú, að Brodský hefði þótt gott að koma til íslands, þótt hann talaði um „draugana", sem hann hefði hitt, og minntist heimsóknar sinnar með þeirri kaldhæðni, sem honum er eiginleg. Mér þótti vænt um þessa athugasemd, því að mig langaði til þess í aðra röndina, að ísland hefði ekki brugðizt Brodský. - O - „Mest gleðst ég yfir því, hvað margt ungt fólk hlustaði á mig í dag,“ sagði Búkovský og fór yfir fundinn í huganum. Hann trúir því, að unga fólkið hristi af sér barnaskapinn, horfist í augu við stað- reyndir og afgreiði kommúnismann, eins og hann á skilið. Þegar hann var spurður um það á fundinum, hvað Islendingar gætu helzt gert til að hjálpa sovézkum andófsmönnum, svaraði hann, að þeir ættu að vera köllun sinni trúir og slá skjaldborg um mannréttindi sín. Sovézka stjórnin reyndi að fylla öll tómarúm í heiminum. íslendingar ættu að forðast eins og heitan eldinn að lenda á yfirráðasvæði Sovétríkj- anna. Þeir ættu að vera vel á verði og ánetjast ekki Sovétríkjunum með við- skiptasamningum. Ef þeir gengju úr NATO, sendu varnarliðið heim og tækju upp hlutleysisstefnu, kæmi fljótt í ljós, að þeir yrðu háðir Sovétríkjunum — og þá yrði þess ekki langt að bíða, að þeir glöt- uðu sjálfstæði sínu. Þegar við kvöddum hann um nóttina, lá rósin hvíta á gólfinu. Ég tók hana upp, fór með hana heim og lagði hana inn í bók Búkovskýs um líf hans og reynslu og hét því þar skyldi hún vera, meðan ég mætti ráða; tákn þess sem sameinaði okkur; eilíf áminning um árvekni og trylltan hruna- dans. Búkovský sagði ótrúlegt, hvað skepnan maður gæti þolað. „Þú ert trúaður," bætti hann við, „og við skulum rífast um trúar- brögð, því að við erum vinir." En milli okkar og hans stóðu þessi orð: Elskið óvini yðar eins og sjálfa yður. Það var ekki laust við ég öfundaði hann. Hann bar hatrinu vitni, en við stóðum uppi með kærleikann. Veiklundaðir og for- dekraðir Vesturlandabúar. Og stendur ekki einhvers staðar skrifað: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eða: Með illu skal illt út reka? Og ég fór heim með hvítu rósina, bjart- sýnni á framtíð mannsins en ég hafði ver- ið. Þrátt fyrir allt, þrátt fyrir hrunadans stórvelda á hvítum rósum. Hverthús heill ævintýraheimur °9 íðuX?NUm Litlu börnin lesa ævintýrahús Hvað skyldi vera inni í ÆVINTÝRAHÚSUNUM/? Þessar skemmtilegu bœkur opnast þegar knúið er dyra, — og þar finnum við Hans og Grétu, Rauðhettu, Þrjá litla grísi og Gullbrá og birnina þrjá. Þetta eru allt klassísk œvintýri sem hér birtast með óvenjulegum umbúnaði, — elskulegar litlar bcekur sem gaman er að lesa og skoða. Þorsteinn frn Hatnri hefur þýtt textann og honum bregst ekki bogalistin frekar en endranœr. Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294 83.64 121 Reykjavík Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.