Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. desember - Bls. 49-96 Félagi orð \ Búkovský á Þingvöllum. Myndin er tekin 1979. Um þessar mundir er að koma út bók eftir Matthías Johannessen með greinum, samtölum og ljóðum. Bókin heitir Félagi orð og er gefin út af forlagi Hafsteins Guðmundssonar, Þjóðsögu. Sumt í bók Matthíasar hefur birzt á prenti en annað ekki, eins og þetta brot úr kafla um sovézka andófsmanninn V. Búkovský. Um kvöldið borðuðum við með Búkovský, Björn Bjarnason, Indriði G. Þorsteinsson og Styrmir Gunnarsson, auk mín. Þá komu geðveikrahælin til tals og ég spurði, hvort það væri ekki rétt, að hann hefði fyrstur manna skýrt frá þessum hælum og örlögum andófs- manna á þeim. „Nei,“ svaraði hann ákveð- ið, „það var Tarsis. Hann bjargaði lífi mínu.“ Þetta kemur raunar fram í bók Búkovskýs Að byggja kastala. Ég sagði honum frá samtali okkar Tarsis. Hann sagði Tarsis og Amalrik nefndu ártöl þeg- ar búast mætti við endalokum kommún- ismans í Sovétríkjunum — og ætti ekki að taka þau bókstaflega, þau væru aðeins táknrænar tölur. Honum var hlýtt til Tarsis. Ég spurði: „Býr hann ekki í Grikk- landi?“ „Nei,“ svaraði Búkovský, „hann er nú kvæntur og býr í Svisslandi, en á örðugt uppdráttar, því að hann er nánast lamaður á öðrum fæti. En hann bjargaði lífi mínu,“ endurtók hann. „Hann varð fyrstur til að skýra frá geðveikrahælunum. Og komm- únistar reyndu að sá því um allt, að hann væri sjálfur geðveikur. En hann er við- kunnanlegur maður og ég met hann mik- ils.“ í samtali við Viktor Fainberg, sem tók þátt í Kaupmannahafnarréttarhöldunum á vegum Sakharov-nefndarinnar í janúar 1975, sagði hann m.a. við fréttamann Mbl.: „Sá fyrsti, sem bjargaði mér, var Vladimir Búkovský. Hann bjargaði einnig Pyotr Grigorenko, hershöfðingja, Yuri Shikano- vic, stærðfræðingi, og öðrum, sem hefðu aldrei komizt lifandi frá geðveikrafangels- unum hefði Búkovský ekki hætt lífi sínu til að skýra umheiminum frá því, hvernig far- ið var með þá. Það var hann, sem hjálpaði til við að koma bænaskrám okkar út úr þessum steinkjöllurum, og fá þær birtar erlendis. Verðmætustu leyndarmál KGB, hinar svokölluðu „sjúkdómslýsingar" pólitískra fanga, sem höfðu verið lokaðir inni í Bed- lam um óákveðinn tíma, voru nú birt öllu mannkyni ..." Við skröfuðum margt um kvöldið. Búk- ovský sagði gallabuxur væru eftirsóttar í Sovétríkjunum. Menn keyptu þær jafnvel fyrir sem svaraði $ 240. Við sögðum: „Er ekki óleyfilegt að kaupa gallabuxur?“ Og „hvernig getur fólk borgað sem svarar $ 240 fyrir gallabuxur?" „Það græðir á svartamarkaðnum," sagði hann. „En hvað er gert við þá, sem allt í einu sjást í galla- buxum?" spurðum við. „Ekkert," sagði hann. „Menn öfunda þá bara.“ Hann sagði fólk í kommúnistaríkjunum vildi heldur búa við siðspillandi áhrif sem frjálsir þegnar en ófrjálsir í einhverju andlegu sótthreinsuðu ástandi, lausir við klám til að mynda. Sjómenn á rússneskum skipum, sem kæmu til Lithaugalands, greiddu vændiskonum með bókum eftir Solzhenits- yn. Við sögðum: „íslendingar mundu áreið- anlega bera virðingu fyrir slíkum vænd- iskonum." „Nei,“ sagði Búkovský, „þær hafa engáíi áhuga á verkum Solzhenitsyns. En það borgar sig fyrir þær áð fá hSfKurn- ar hans, því að þær geta selt þær fyrir stórfé á svörtum markaði." Hann sagðist hafa hugsað með sér, þegar hann var beð- inn að koma til íslands: Island, hvaða land er nú það? Hvað veit ég um það? Og þá fór hann að velta því fyrir sér, að rússneska yfirstéttin borðaði íslenzka síld í vínsósu og geymdi hana í kjallaranum sínum. Bætti svo við: „Ég las íslenzkar þjóðsögur í fangelsinu og gleymi þeim ekki. Gleymi ekki þessum gömlu kerlingum, sem sagt er frá í þjóðsögunum, þessu skrítna, ógleym- anlega fólki. Islenzkar þjóðsögur eru stór- vel þýddar á rússnesku og ég naut þess að lesa þær í fangelsinu." Við borðuðum nýja lúðu, létum hugann reika og töluðum um allt milli himins og jarðar. Búkovský sagði faðir hans hefði dáið 1976. „Hann dó áður en mér var sleppt úr haldi. Faðir minn var vel metinn rithöfundur á stalínstímanum. Hann var veiklundaður maður og ég þoldi önn fyrir hann. í raun og veru vorkenndi ég honum. Hann trúði því, að kúlakkar, eða rússnesk- ir bændur, væru réttdræpir, ef um það var að ræða að koma á samyrkjubúskap og kommúnisma í Rússlandi. En augu hans opnuðust undir lokin. Þegar hann dó, hafði hann séð í gegnum kerfið. En ég vorkenndi honum." Ég sagði við Búkovský: „Þú ert eina manneskjan í víðri veröld, sem ég var sannfærður um ég ætti aldrei eftir að hitta lifandi, þegar ég orti ljóðið um þig. Sú staðreynd, að við sitjum nú hér og tölum saman, gerir mig að bjartsýnismanni. Ég trúi því að kraftaverkin gerist enn.“ Búk- ovský svaraði: „Það er eins með móður mína. Læknir í Rússlandi sagði henni, að hún þyrfti að koma frænda okkar undir læknishendur í Sviss, ef unnt ætti að vera að bjarga honum. Tveimur mánuðum síðar vorum við komin til Zúrich — og frændi minn í hendur beztu lækna heims. Þá fór móðir mín að trúa á guðlega forsjón. Hún trúði því ekki fyrr en hún tók á, að hún ætti eftir að komast til Zúrich með þennan 15 ára gamla frænda minn, sem hún hafði svo þungar áhyggjur af.“ En Búkovský er ekki trúaður maður, langt frá því. Hann sagði: „Kristur hefur aldrei talað til mín og ég skil ekki það fólk, sem leitar krafts í kristindómi. Ég er ekki trúaður maður og tel ekki forsvaranlegt, eins og ég sagði ykkur í dag, að menn geti syndgað upp á náðina, eða unnt sé að afmá synd með þeim hætti, sem kristin trú boð- ar. Ég skil ekki Krist. Mér er ekki um hann. Ég skil ekki þann mann, sem berst við ill öfl í heiminum og segir okkur að elska óvinina. Það er ekki hægt. Ég er sannfærður um, að ég lifði af fangabúða- vistina, geðveikrahælin, kúgunina og þrældóminn vegna þess ég er alinn upp í fátækrahverfi í Moskvu og þar lærði ég á hið illa í umhverfinu. Ef ég hefði ekki gert það, væri ég löngu dauður. Ég notaði það slæma í sjálfum mér til að vinna bug á því vonda í öðrum. Móðir mín hefur sagt mér, að ég hafi verið erfiður og óstýrilátur í æsku.“ Ég hugsaði: Eins og Grettir. Hann hefði lík- lega lifað þrælabúðirnar af. En Búkovský hélt áfram: „Ég trúi ekki á það, sem Kristur segir, að menn eigi ekki að nota hatrið gegn hatri og slæmum óvin- um sínum. Kristur er mér ekki að skapi, haníi Sr IPér raunar óskiljanleg ráðgáta. En ég veit ekki hvaöan ég féHH .brek tjl lifa af þrælabúðirnar. Það er flókið mál, en þó held ég það hafi ekki sízt hjálpað mér, að ég er sprottinn úr hatri fátækrahverfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.