Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 65 „Það er ekki heil brú í málflutningi þeirra sem samþykktu bannið við öllum hval- veiðum“ — Sjá Hvalveiðar. Krókódílatár, segir Jonsgárd. saman í túnfisknótunum. Þar eiga Bandaríkjamenn ekki minnstan hlut að máli. Veiðiskýrslur frá ár- inu 1960—1972 sýna þetta svart á hvítu og sem dæmi má nefna, að árið 1961 drukknaði 653.751 smá- hvalur í nótunum. Ástandið hefur batnað hin síðari ár en þó drápust 43.539 hvalir á þennan hátt árið 1980. Svo horfir maður upp á það í Alþjóðahvalveiðinefndinni, að þar fara Bandaríkjamenn fremstir í flokki þeirra, sem vilja banna hrefnuveiðar, en skella hins vegar skollaeyrum við útrýmingu norð- hvalsins og höfrungadrápinu. Það er ekki heil brú í málflutningi þeirra, sem samþykktu bannið við öllum hvalveiðum. Af þessari ástæðu er bannið við hrefnuveiðum út í hött og ekki síst fyrir það, að Norðmenn hafa og eru að koma fram með nýjar aðferðir við veiðarnar, sem stytta dauðastríðið og draga stórlega úr þjáningum dýranna," sagði Jonsgárd að lokum. Tvö börn ítalska einræðisherr- ans, Benito Mussolini, hafa lýst yfir því í viðtali, að hann hafi verið mjög undirgefinn konu sinni, feiminn við börnin og verið ákaflega umhugað um friðhelgi einkalífs síns. Á Ítalíu hefur nú vaknað mikill áhugi og forvitni um ein- ræðisherrann og stjórnarhætti hans. Til dæmis var fyrir skömmu sýndur þáttur í ít- alska sjónvarpinu, sem bar heitið „Allir menn einræðis- herrans", og var þar meðal annars talað við börn hans tvö, Vittorio og Eddu. Ennfremur hafa verið dregnar fram í dagsljósið ýmsar áður óþekkt- ar staðreyndir um líf Mussolin- is, og fundist hafa bréf og önn- ur gögn, sem varpa nýju ljósi á manninn og stjórnarhætti hans. í viðtalinu við þau systkinin komu fram ýmsir viðfelldnir „Þú stjórnar ríkinu, ég heimilinu.' EINRÆÐISHERRAR Kempan bjó vid konuríki þættir og drættir og er þetta í fyrsta sinna, sem slík mynd er dregin upp af einræðisherran- um í opinberum fjölmiðli á ít- alíu. „Þegar honum fannst ástæða til að skamma okkur eða vekja athygli okkar á einhverju, fékk hann mömmu til að sjá um það. Hann var í rauninni feiminn ... a.m.k. við okkur," sagði Vittorio. Hann bætti því við, að hann teldi einræðisherrann hafa verið mikilmenni, en harla óvenjulegan föður. Edda sagði, að sér hefði líkað allt vel, sem faðir hennar sagði eða gerði. Maður hennar, Gp’- wazo Ciano greifi, fyrrum ut- anríkisráðherra, var tekinn af lífi fyrir „svik“ við fasista- stjórnina, skömniu áður en dagar hennar voru taldir. Edda sagði, að faðir hennar hefði vel getað þyrmt lífi tengdasonar síns, samt hafi hann verið „eini maðurinn, sem ég hef nokkru sinni elskað". Edda var spurð um annálaða kvensemi föður síns og hún svaraði eftirfarandi: „Sann- leikurinn er sá, að ítalskar kon- ur hafa alltaf umborið fram- hjáhald bænda sinna, að minnsta kosti hér áður fyrr. Móðir mín var samt alltaf hús- bóndi á heimilinu." Benito Mussolini kvæntist Rachel árið 1915. Hún sagði við hann, að hann stjórnaði ríkinu, en hún stjórnaði . heimilinu. Hún leiddi hjá sér allar ást- meyjar bónda síns og var jörð- uð við hlið hans, er hún lézt. „Honum var það mjög á móti skapi, að menn hlutuðust til um einkalíf hans á heimilinu," sagði Vittorio. „Hann var eins og Englendingur að því leyti, að hann lagði mikla rækt við einkalíf sitt.“ KVEF Okkur mönnunum er margt til lista lagt. Við getum sprangað um á tunglinu, leikum okkur að því að skipta um líffæri og finnum upp vélar, sem hugsa fyrir okkur, en þegar kvefið er annars vegar stöndum við gjörsamlega á gati. í Salisbury í Englandi er kvef- rannsóknastofa, sem víðfræg er um lötid og álfur, og því ekki úr vegi að forvitnast dálítið um frægðarverkin, sem þar hafa verið unnin. Eitthvað virtist þó standa illa í bólið hjá talsmanni stofnun- arinnar þegar ég bar mig upp við hann og kannski ekki að furða. Árum saman hafa þeir háð árang- urslausa baráttu við kvefið og að- eins þeir bjartsýnustu í hópi vís- indamannanna láta sig dreyma um að lækning við því finnist inn- an tíu ára. Hvað viltu þá ráðleggja kvefuðu fólki þangað til? „Láta sem það sé ekki til,“ sagði hann og hnerraði óskaplega. Borgarbúinn kvefast að jafnaði þrisvar á ári og það eru ekki kald- ir fætur eða dragsúgur, sem því valda, heldur örsmá veira, margar veirur raunar. Bóluefni gegn einni tegund er þess vegna alveg vita- gagnslaust þegar sú næsta bankar á dyr. Þrátt fyrir það verja lyfja- fyrirtækin stórum fjárhæðum ár- lega í það eitt að telja fólki trú um, að töfralyfin þeirra ráði bót á flestum meinsemdum sem kvefinu fylgja. Nefrennsli og eymslum í hálsi, höfuðverk og hósta. Sem- sagt öllu nema kvefinu sjálfu. Þegar skoðaðar eru 10 alkunnar kvefmixtúrur og athugað hvað þær hafa inni að halda kemur í ljós, að í næstum öllum þeirra er verkjastillandi lyf. I sumum þeirra er lika efni, sem herpir Er bokkan kannski besta ráðið? Þú verður bara að láta þig hafa það blóðæðarnar og hefur þau áhrif, að eldrautt nefið fær aftur eðli- legan hörundslit. Aukaáhrifin eru hins vegar þau, að blóðþrýstingur- inn vex og eru því varasöm fólki, sem þjáist af þeim kvilla. Þriðja efnið er antihistamin, sem notað er við heymæði og öðrum sjúk- dómum, en hefur aðeins svæfandi áhrif á kvefaðan mann. Þessu efni á ekki að blanda saman við vín- anda. í mixtúrunum er einnig að finna efni, sem ýmist heldur aftur af hósta eða mýkir hann, og alls konar ilmolíur, sem sagðar eru hafa svipaða verkun. Stundum er C-vítamíni eða caffeini bætt út í, en það er svo lítið, að það skiptir engu máli og sömu sögu er að segja um vínandann, sem þó er kannski áhrifaríkasta meðalið af öllu saman. Engin þessara mixtúra er hættuleg ef eftir notkunarreglun- um er farið, en þó ættu ófrískar konur og fólk, sem er á öðrum lyfj- um, að forðast þær. Það versta er þó það, að þrátt fyrir sáralítinn framleiðslukostnað hafa girni- legar umbúðir og gífurlegur auglýsingakostnaður sprengt verðið á lyfjunum upp úr öllu valdi. Þegar allt kemur til alls þykir mér trúlegt, að gömlu kerlingarn- ar hafi haft rétt fyrir sér þegar þær sögðu körlunum sínum að hengja hattinn sinn á rúmstólp- ann og „drekka úr viskíflösku þar til hattarnir væru orðnir tveir, koma sér þá í rúmið og halda sig þar“. Eftir tíu ár munu vísinda- mennirnir í Salisbury væntanlega komast að þessari niðurstöðu. — ROSAMOND CASTLE ÆSKULÝÐSSTARFIÐ Bæjaryfirvöld í hollenzka bænum Enschede gerðu nýlega harla nýstárlega tilraun í fíkniefnamálum, er þau leyfðu sölu á marijúana og hassi í æskulýðs- miðstöð bæjarins. Lítil reynsla var komin á tilraun þessa, er endi var bundinn á hana samkvæmt ein- dregnum óskum Vestur-Þjóðverja, en Enschede er rétt við túngarðinn hjá þeim. Bæjarráðið í Enschede samþykkti í október sl. að „umbera" starfsemi fíkniefnasala í æskulýðs- miðstöðinni, svo fremi að varningur hans yrði skoðaður á sérstakri rannsóknarstofu, áður en hann yrði á boðstólum. Ennfremur var óheimilt að selja hverjum viðskiptavini meira en fimm grömm af fíkniefnum í einu. Tillaga þessi var samþykkt í bæjarráðinu með tveimur atkvæðum gegn einu. Það er engin nýlunda, að yfirvöld í Hollandi leiði hjá sér starfsemi fíkniefnasala. Frá árinu 1976 hefur starfsemi þeirra í æskulýðsmiðstöðvum landsins ekki verið litin alvarlegri augum en smá- vægileg umferðarbrot. Það sem fyrir bæjarráðinu í Enschede Vakti, var að ganga úr skugga um, að fíkniefnin, sem þar voru til sölu væru ekki blönduð heróíni. Um svipað leyti og leyfi þetta var veitt hófu bæj- aryfirvöld mjög víðtæka upplýs- ingaherferð gegn hvers kyns fíkniefnaneyzlu, svo og gegn tó- baki og áfengi. Enschede er sem fyrr segir rétt við landamæri Vestur- Þýzkalands, en þar er afstaða manna í fíkniefnamálum ekki eins frjálsleg og í Hollandi. Þar urðu menn ókvæða við þessu nýstárlega leyfi og sú athygli, sem það vakti, hratt 'af stað harkalegum viðbrögðum. Vestur-þýzkir stjórnmála- menn, blöð, ýmiss konar þrýsti- hópar og jafnvel brezku hernað- aryfirvöldin í landinu bann- sungu bæjarráð Enschede, þrátt fyrir ströng ákvæði þess efnis, vakti leiddi svo ennfremur til þess að ýmsir eiturlyfjasalar, óvandir að meðölum, lögðu leið sína til Enschede og ekki var kannað, hvað þeir höfðu í poka- horninu. Er í ljós kom, að ungt fólk frá Vestur-Þýzkalandi var í hópi viðskiptavina fíkniefnasalans, sem heitir Clemens Pot, var ákveðið að við svo búið mætti ekki standa. Utanríkisráðuneyti Vestur- Þýzkalands lagði hart að ríkis- stjórn Hollands, að hún beitti áhrifum sínum til að stöðva þessa ósvinnu. Hún brá við skjótt og gat talið bæjaryfirvöld í Enschede á að láta staðar num- ið með hina nýstárlegu tilrauna- starfsemi. Því var Svo lýst yfir í nóvember, að héðan í frá varðaðí við lög að verzla með fíkniefni í æskulýðsmiðstöðinni í Enschede. - TONY CATTERALL Af um- hyggju fyrir ungviðinu að engir útlendingar mættu kaupa fíkniefni í æskulýðsmið- stöðinni. Þýzka tollgæzlan stór- jók allt eftirlit við landamæra- stöðvar og það hafði í för með sér miklar tafir hjá ferðamönn- um. Athyglin sem þetta mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.