Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 55 „Vík burt S.Í.F “ eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason í desember 1980 samdi ég um sölu á 10 til 20 þúsund tonnum af smærri fiski til Grikklands á 40% hærra verði en SÍF seldi þá á til Portúgal. En þrátt fyrir áðurgefið loforð viðskiptaráðherra til mín og þingflokks Framsóknarflokks- ins, sem hann jafnframt staðfesti við Björgvin Guðmundsson og Stefán Gunnlaugsson þáverandi deildarstjóra og skrifstofustjóra viðskiptaráðuneytisins, um veit- ingu útflutningsleyfis til mín, hef- ur leyfið enn ekki fengist. Nú ber svo við að SIF segist eiga í erfiðleikum með sölu á einmitt smærri fiski, sbr. frétt á bls. 2 í Mbl. 5. des. Hversvegna? Að því er talsmenn SIF hafa sjálfir sagt hefur smærri fiskur aðallega farið á Portú- galsmarkað, en stór fiskur til ít- alíu og Spánar, undanfarin ár. En nú virðist SÍF hafa tekið upp nýja markaðsdreifingu á saltfiskafurð- unum. Stór fiskur er nú seldur í mun meira magni til Portúgal en áður og smærri fiskurinn hleðst upp hérlendis. Hvað býr að baki? í fréttinni segir talsmaður SÍF að eftirspurn neytenda í Portúgal ráði hér ferðinni á fiskstærð. En er ekki jafn Hklegt að SÍF sé að sanna fyrir umbjóðendum sínum að hægt er að fá hærra verð en „Undirboð SÍF á mín- um samningum benda sterklega til þess, að þessi samtök víli ekki fyrir sér að beita óhagkvæmni í markaðs- dreifingu og sölu til að draga dulu fyrir augu umbjóðenda sinna.“ verið hefur, með því að selja nær eingöngu stórfisk? Undirboð SÍF á mínum samningum benda sterk- lega til þess, að þessi samtök víli ekki fyrir sér að beita óhag- kvæmni í markaðsdreifingu og sölu til að draga dulu fyrir augu umbjóðenda sinna. Friðrik Pálsson framkvæmda- stjóri SÍF ber því við að innlend framleiðsla á smærri fiski hafi stóraukist á árinu. Nú vil ég vitna beint í orð þessa manns í grein hans í Mbl. 5. mars 1981: „Einn meginkostur er að hafa heildaryf- irlit yfir alla framleiðsluna hverju sinni og geta þar af leiðandi beint einstökum tegundum og gæða- flokkum að hinum mörgu mörkuð- um á þann hátt sem skilar fram- leiðendum og þjóðarheildinni sem mestu." En hefur þetta nú verið reyndin? Aldeilis ekki. í fyi*sta lagi hefur þeirra „heildaryfirliti yfir alla framleiðsluna" verið gífurlega ábótavant eins og gæðamatsmálið eitt sér hefur leitt í ljós. í öðru lagi hefur geta þeirra til að „beina einstökum tegundum og gæða- flokkum að hinum-mörgu mörkuð- um“ engin verið eins og þessi óvænta uppsöfnun smærri fisks ber með sér. I þriðja lagi stuðlar SÍF síst að því að „skila framleiðend- um og þjóðarheildinni sem mestu“. Eins og ég hef áður sagt þá sanna undirboð þeirra að hagur framleiðendanna og þjóðarheild- arinnar skiptir þá engu máli, þeg- ar þeir eru annarsvegar að verja einokunaraðstöðu sína. Gæðamatsmálið hefur einnig sýnt að smærri eininga er þörf til að tryggja hvorttveggja betri vinnubrögð og gæðaeftirlit. Is- lenska hráefnið er það besta í heimi. Til þess má ekki spara í framleiðslunni. Meira þarf að leggja upp úr framleiðslu á gæða- fiski, sem fær hærra verð á er- lendum mörkuðum og skapar meira útflutningsverðmæti fyrir hvern landaðan þorsk. Núverandi rekstrar- og útflutningsfyrirkom- ulag nýtir ekki nægilega þátt sjó- manna og verkafólks í landinu til að vanda betur til við framleiðsi- una, en það má gera einfaldlega með því að færa því fólki ábyrgð- ina og afkomuna frekar en nú er. Frjáls útflutningur er eina raun- hæfa leiðin að þessu markmiði. Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason Krafa allra skynsamra manna hlýtur því að vera sú að útflutn- ingsverslun með þjóðarauðinn verði gerð frjáls. Er það hlutverk Alþingis að breyta lögunum frá því sem er, þannig að viðskipta- ráðherra hafi ekki lengur alræðis- vald í úthlutun útflutningsleyfa. Þetta mál þolir enga bið. SÍF hefur fengið nægan frest til að undirbúa sig undir heilbrigða samkeppni. Eins og ég hef áður bent á er ekkert athugavert við það að íslenskir útflytjendur bind- ist samtökum ef það stuðlar að betra verði eða auðveldar þeim markaðssetningu, en að veita ein- hverjum slíkum samtökum einok- unaraðstöðu er hrein firra og sam- ræmist engan veginn lýðræðislegu þjóðskipulagi okkar. Fundur um stjórnmála- viðhorfið FÉLAG viðskiptafræðinema Há- skóla Islands gengst fyrir opnum fundi um stjórnmálaviðhorfið, efnahags- og atvinnumál, mánu- daginn 13. desember og hefst hann klukkan 20. Framsögumenn verða Friðrik Sophusson, Halldór Ás- grímsson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Ólafur R. Grímsson og Vilmundur Gylfason. Fundar- stjóri verður Guðmundur Arn- aldsson. Fundurinn er öilum op- inn. Sandgerði: Verslunin Aldan í nýtt húsnæði Sandgerði, 10. desember. Verslunin Aldan í Sandgerði opnaði um síðustu helgi verslun í nýjum og endurbættum húsakynn- um við Tjarnargötu. Verslunin er nú rekin í mjög vistlegu 250 fermetra húsnæði og hefur auk þess stóran vörulager. Verslunin selur eins og áður alls- konar leikföng og gjafavörur, fatnað og fleira, en auk þess öl, tóbak óg sælgæti. — Jón Metsölubhð á hverjum degi! Tll nútíma jólasveina og 83.41 allra... Þegar tveir góðir leggja saman Jólasveinaheimilið í dag Brian Pilkington og Þórarinn Eldjárn eru báðir að góðu kunnir, Brian fyrir snjallar myndskreytingar, Þórarinn fyrir kveðskap og sögur. Hér hafa þeir lagt saman í skemmtilegt verk um jólasvein- ana. Þetta er gamansöm lýsing á lífi þeirra í nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn, meðmœli frá nokkrum atvinnuveitendum Gluggagœgis, sjúk- dómsgreining frá sálfrceðingi Hurðaskell- is, endurminningaþcettir, lögregluskýrsl- ur, sakaskrá o.fl. Margt skemmtilegt kem- ur hér fram, meðal annars það að jóla- sveinarnir vilja verja starfssvið sitt fyrir aðvífandi jólasveinum frá útlöndum. Bókin bregður kostulegu Ijósi á stöðu hefðarinnar í líki jólasveinanna and- spcenis verslunarþjóðfélagi nútímans. Baneitrað stöff HALLÆRISPLANIÐ, ceðisleg saga fyr- ir börn ogfullorðna, tekin beint út úr nú- tímanum. Páll Pálsson þekkir sitt fólk, krakkana á Hallcerisplaninu, og bregður upp lifandi og raunsannri mynd af lífi þeirra, tali og hegðun. Frásögnin er hröð og sannfcerandi, og hér gerist margt, það er drukkið og duflað, leikið á liðið og lát- ið sig dreyma og sendar geggjaðar stuð- kveðjur. HALLÆRISPLANIÐ er bók um böm og fullorðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.