Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 TEXTI: GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Keldusvínið er sannkallaður votlendisfugl, í Fuglabók AB segir um lifnaðarhætti þess: „Það er einkum á ferli í ljósaskiptunum og á nóttunni og flýgur ógjarnan. Það hefst helst við í blautum mýrum og forarflóum, þar sem gróður er bæði þéttur og hávaxinn, og smýg- ur af mikilli leikni um þrönga graflæki, keldur og kíla, og virðist hvergi una sér betur en í myrkv- uðum jarðsmugum." Hin vaxandi framræsla á mýrlendi hefur því lengi verið talin ein af meginor- sökum fækkunar keldusvínsins. Trúlegt er að þurrkun mýrlendis hafi sitt að segja, hún er talin hafa breytt lifnaðarháttum margra fugla og dýra, til dæmis telja margir útbreiðslu jaðrakans síðustu áratugina um land allt stafa af þessu, en allt fram á þessa öld var tegundin aðeins varpfugl í lágsveitum Suðurlands. En annar þáttur er talinn skipta mun meira máli en þurrkun mýrlendisins. Það er hinn mikli skelfir íslenska dýraríkisins, minkurinn. Eins og náttúrufræðingar benda oft á, verður sekt minksins ekki sönnuð nema með athugunum, en þar sem hið sjaldgæfa keldusvín á í hlut er Þegar Mbl. freistaði þess að finna mynd af lifandi íslenskum keldusvínum, fengust þau svör í Náttúrufrseði- stofnun íslands, að enginn hinna kunnari fuglaljósmyndara hefði fest fuglinn á filmu. Þessi mynd er af keldusvíni á hreiðri, en hún er ekki tekin hér á landi. Myndin gefur þó góða hugmynd um hreiðurgerð, umhverfi og útlit keldusvínsins. KELDUSVIN Illi andinn í íslenska fuglaríkinu „StaÖa keldusvínsins er að við teljum mjög veik og við óttumst að það sé að deyja út hér á landi,“ sagði Ævar Pedersen fuglafræðingur, aðspurður um hvort þessi dul- arfulli fugl, sem fæstir íslendinga hafa augum litið, eigi sér viðreisnar von. Keldusvíniö hefur ávallt verið hinn laumulegasti fugl í umgengni og því hafa menn allt til þessa dags lítið vitað um lifnaðarhætti þess eða stofn- stærð. Það er þó Ijóst, að langt fram eftir þessari öld var það miklu algengara en nú, en því hefur fækkað gífur- lega. Áður fyrr verpti keldusvínið um land allt ef mið- hálendið er undanskilið. Nú er allt varp, að talið er, úr sögunni nema sunnanlands og þó lítið sé vitað eins og áður hefur komið fram, telst orðið til tíðinda ef vart verður keldusvíns. Það er ekki útdautt hér á landi, en ansi nálægt því. slíkt líkast til óframkvæmanlegt. En gild ástæða er fyrir því að minkurinn liggur nú undir þeim grun að vera að því kominn að eyða keldusvíninu hér á landi. Grunurinn byggist á því, að fugl- inn, er næstum horfinn frá hinum rótgrónu höfuðstöðvum sínum í Meðallandi. Þar er framræsla mýra ekki fyrir hendi, hins vegar mikið um mink. Sama má segja um Ölfusforirnar, þar var áður talsvert af keldusvíni, en sést þar varla nú orðið, hins vegar eru minkar tíðir. Þá þykir það meira en lítið grunsamlegt, að þó að keldusvínið hafi aldrei verið al- gengur fugl hér á landi, hefur það þó getað skrimt allt þar til að minkar sluppu úr búrum og fóru að flæða um landið. Sem fyrr segir hafa mýrarfen í lágsveitum Suðurlands verið höf- uðstöðvar keldusvínsins. 4. rit Landverndar, Votlendi, getur nokkurra þekktra varpstaða, en ritið kom út 1975. Þar er keldu- svínið sagt verpa í fenjum í Lóns- firði í Suður-Múlasýslu, í Salt- höfðamýrum við Fagurhólsmýri, í Meðallandi þar sem höfuðstöðv- arnar hafa verið, í Oddaflóði á Rangárvöllum og í Ölfusforum í Árnessýslu. Auk þess er þess getið í Stóru fuglabók Fjölva, að keldu- svín hafi mikið dvalið í Safamýri í Rangárvallasýslu. Mýrin þar var hins vegar illa leikin af framræslu fyrir mörgum árum og breyttist gróðurfar þar mjög. Þurrkunin þótti takast illa, en mýrin raskað- ist við aðfarirnar. Þá getur Fugla- bók AB þess, að keldusvínshreiður hafi fundist á nokkrum stöðum í öðrum landshlutum. Áður hefur verið sagt nokkuð frá Ijósfælnislegum háttum keldu- svínsins, sem hafa orðið þess vald- andi, að afar fáir Islendingar hafa séð lifandi keldusvín. Ef það skyldi þó henda einhvern væri ekki úr vegi að freista þess að lýsa fuglinum. Lítum í Fuglabók AB, þar segir: „28 sentimetrar. Sést sjaldan, en þekkist venjulega á mjög sérkennilegri rödd. Auð- greint frá hinum eiginlegu rellum á löngu rauðleitu nefi. Dökkbrúnt að ofan með þéttum, svörtum rák- um; dökkblágrátt á vöngum, hálsi og bringu og með áberandi svört- um og hvítúm þverrákum á síðum; undirstélþökur eru hvítleitar; fæt- ur eru brúnleitir. Ungfuglar eru flikróttir að neðan.“ Síðan lýsir bókin hinni sérkennilegu rödd með þessum hætti: „Hrjúft lang- vinnt „gepp ... gepp ... gepp ... “ ; ennfremur „krúí, krúí, krúí, krúí, sem er endurtekið í dvínandi runu, og margvísleg stynjandi, rýtandi, ískrandi og malandi hljóð. Að minnsta kosti ein lýsing er til á prenti um hegðun keldu- svíns á varpstað. Lýsinguna er að finna í „Náttúrufræðingnum“, 1.—2. hefti af 46. árgangi. Þar get- ur Hálfdán Björnsson frá Kví- skerjum um hreiðurfund skammt frá Fagurhólsmýri árið 1963 og fannst hreiðrið með þeim hætti að verið var að slá gulstararmýri og var slegið ofan af eggjunum. Hreiðrið skaddaðist ekki og at- hugunarmaðurinn segir svo frá: „Eggin voru sjö og voru tvö þeirra tekin og send mér, því að sá, sem fann hreiðrið, áleit eggin vera fúl- egg. Hinn 21. ágúst kom ég síðan að hreiðrinu og voru þá fjögur egg í því og einn ungi nýskriðinn úr eggi. Meðan ég dvaldist við hreiðr- ið heyrði ég rýtandi og ískrandi hljóð frá fullorðna fuglinum, en sá hann ekki, enda var óslegin stör skammt frá hreiðrinu." Ekki af þessum heimi Undarlegir hættir, húmfarir og leyndardómslegt líferni keidu- svínsins hlaut að skipa því sess í þjóðtrúnni. Fugl sem sást varla og þegar hann sást virtist hann hreinlega hverfa ofan í jörðina. Fugl sem flaug ekki og heyrðist rýta og ískra í ljósaskiptunum og á nóttunni þótti vera dularfullur. Þannig var keldusvínið lengi vel varla talið vera af þessum heimi. Fólk taldi það hreinlega vera illan anda sem gæti horfið sporlaust ofan í jörðina þar sem það stæði. Þetta varð allt saman til þess að keldusvínið var bendlað við galdra og hörðustu galdramenn fyrri alda sóttust mjög eftir keldusvínsfjöðr- um, því römmustu galdrastafir urðu ekki ritaðir nema með slíkum fjöðrum svo að gagni kæmi. Erfitt var að handsama keldusvínin, en harðsvíraðir galdramenn áttu ráð undir rifi hverju enda kunnu þeir sitt fag. Hægt var að tryggja sér lánsemi og velgengni um aldur og ævi með því að handsama keldusvín og ganga í gegnum ákveðna athöfn með því. Þá fóru menn með fugl- inn með sér út í útihús að kvöld- lagi og bundu hann við höfðalagið. Um nóttina rak keldusvínið síðan upp þrjá skræki, hvern öðrum hvellari og tryllingslegri. Að þeim þriðja loknum leið fuglinn örend- ur út af. Það var á fárra færi að þola fyrsta öskrið án þess að sturl- ast, enn færri þoldu annað öskrið, en þeir fáu sem þoldu alla skræk- ina þrjá urðu gæfu- og velgengn- ismenn alla ævi. Þetta var hins vegar ekki mikið stundað sökum áhættunnar sem fylgdi og einung- is hugsterkustu menn reyndu það, sumir án árangurs. Keldusvín — Hverafugl? Margir munu hafa heyrt talað um dularfyrirbrigðið hverafugla. Þetta er nokkurs konar íslenskt „Loch Ness-fyrirbæri“ að því leyti að engar skýringar hafa fengist á því hvað er á ferðinni, hins vegar hafa svo margir sannsöglir og mark á takandi aðilar séð „fugla“ þessa áður fyrr að erfitt er að segja menn fara með fleipur. Árni Óla slær fram kenningu í bók sinni „Grúsk 5“, og skal vikið að því hér á eftir. En lítum fyrst á hverafugla. Þeim hefur einkum verið lýst á tvo vegu. í fyrsta lagi hefur verið talað um fugla á stærð við lóu eða stelk, fugl með oddhvasst nef. Þessir fuglar hafa stungið sér í laugar fyrir framan nefið á mönnum og horfið sjónum þeirra. Hin tegundin líkist lítilli dökkri önd og hún hefur sést synd- andi á heita vatninu. Og víkjum svo að kenningu Árna Óla. Lýsingin á fyrri tegund hvera- fugla er mjög nærri keldusvíni. Og þegar þau hafa skotist í kaf og horfið sver það sig sannarlega í ætt við hegðan keldusvínsins. En séu umræddir hverafuglar keldu- svín þá sökkva þeir sér ekki ofan i vatnið heldur undir bakkanna, inn í smugur sem þeir vita um. Þá er keldusvínið staðfugl hér á landi í sést einmitt helst að vetri til við hveri og laugar. Lýsingin á síðari tegund hvera- fugla á augsýnilega ekki við keldu- svín. En lýsingin gæti átt við náskyldan fugl en þó gerólíkan. Það er bleshænan, eða blesöndin, eins og sumir kalla hana. Hún er nokkuð tíður vetrargestur hér á landi og við ber að hún hefur hér sumarsetu og verpi jafnvel. Að vetri til sækir hún í volgrurnar ekki síður en skyldfuglinn keldu- svínið og gæti alveg eins og keldu- svín, sést við hveri og laugar að sumri til. Blesöndin er lítil og dökk yfirlitum. Hún syndir með firnalöngum blöðkutám sínum og lýsingin á í flesta staði við hana. Skyldi þarna vera svarið við tilvist hverafugla? Að þeir séu í rauninni fuglar sem þekktir eru undir öðr- um nöfnum, en ekki draugar eða sálir framliðinna eins og margir hafa talið í gegnum aldirnar. - M- Nytsamar jolagjafir STARTKAPLAR HLEOSLUTÆKI SPEGLAR SKÍOABOGAR BÍLARYK SUGUR „AIR PRE88“ VindhKfar fyrlr hllöarglugga. LltUr bílakúrstjakkar. Vinsœlu bremsuljósin í afturglugga. KL barnaöryggisstólar. Hitamœlar — Mint box — Glitaugu — KM teljarar — Kompásar — öskubakkar — Uímrendur — Lyklahringir. Ymsir aukamælar og m.m. fleira. (fflmnaust h.t lHV SIDUMÚIA 7-9 • SÍMI 8272? REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.