Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Veröld Banda- ríkja- maður, líttu þér nær veiðunum, sem hafi í för með sér dauða tugþúsunda höfrunga. „Ef hreyfingin, sem berst fyrir alfriðun hvala og sela, fær sínu framgengt, munu afleiðingarnar verða aukið vistfræðilegt jafn- vægisleysi milli tegundanna," segir Jonsgárd, sem um áraraðir var fulltrúi Norðurlanda í Al- þjóðahvalveiðinefndinni og einni undirnefnda hennar, vísinda- nefndinni. Jonsgárd heldur því fram, að algjört bann við sel- og hvalveið- um muni draga mikinn dilk á eft- ir sér fyrir fiskveiðar Norðmanna, Sovétmanna og nokkurra annarra þjóða vegna þess, að þessar dýra- tegundir báðar sæki helst í þann fisk, sem mest er veiddur. „Að sjálfsögðu verður að gæta þess,“ segir hann, „að ekki sé gengið of nærri selnum og hvalnum, en með áðurnefnt í huga verður ekki síð- ur að sjá svo um, að þeim fjölgi ekki um of. Langmesta hvaladrápið á sér þó stað við túiifiskveiðarnar á Kyrrahafi," segir Jonsgárd. „Túnfisktorfunum fylgir oft mergð smáhvala, t.d. hörfrunga, og þeir drukkna tugþúsundum FALKLANDSEY JAR HVALVEIÐAR Kjarnorka í byssu- hlaupið? „A menn hafa sótt í, eru nú annaðhvort alfriðaðar eða veiðum á þeim mjög strangar skorður settar. Engri tegund hefur verið útrýmt og engin er í hættu að undanskildum norðhvalnum," sagði Áge Jongsgárd í viðtali við Óslóarblaðið Aftenposten nú fyrir skemmstu, en hann er allra Norð- manna fróðastur um hvali og ástand hvalastofnanna. Áge lét einnig í ljós ánægju sína með að norska ríkisstjórnin skyldi form- lega mótmæla þeirri ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins, að öllum hvalveiðum skuli hætt árið 1986. Jonsgárd er sérstaklega óánægður með bannið við hrefnu- veiðum og vísar á bug sem vit- leysu, að stofninn sé ofnýttur. Hann segir, að gagnrýni manna á veiðiaðferðirnar sé réttmæt hvað varðar veiðar á norðhvalnum og vekur sérstaka athygli á túnfisk- TÆKNI Bandarískir kjarnorkuvopnasér- fræðingar hafa fengið um það fyrirmæli frá hermálanefnd öld- ungadeildarinnar að fara nú að huga að næstu kynslóð kjarnorku- vopna og að þessu sinni fylgja henni mjög greinargóðar upplýsingar um það, sem við er átt. Þessi vopn eru að vísu ennþá fremur hugmynd en útreiknaður veruleiki en meðal þeirra, sem kunna að bætast í vopnabúrin á næstá áratug, er sprengja, sem getur eyðilagt allan rafmagns- flutning og fjarskipti í heilu landi, önnur, sem er alveg laus við geislun, og loksins kjarnorkukúla, sem skjóta má úr vopni áþekku riffli. Rannsóknir og smíði þessara vopna fer nú fram í Lawrence-geisla- rannsóknastöðinni í Livermore í Kali- forníu en þar hafa mörg ný vopn verið framleidd, t.d. nift- eindasprengjan. Eitt áðurnefndra vopna, sem vafa- laust má nota með „góðum" árangri í stríði, er EMP- sprengjan, rafsegulhöggið (electromagnetic pulse). Það hef- ur lengi verið alkunna, að geislun- in frá kjarnorkusprengingu upp- hefur og eyðileggur rafmagns- flutning og þar af leiðandi öll fjarskipti og á þessu er sprengjan byggð. EMP-sprengjan yrði sprengd rúmlega 300 km úti í geimnum og ylli því engum skemmdum á jörðu niðri en geisl- unin frá henni myndi hins vegar hafa tnikil áhrif á jónahvoifið og rafsegulhjúpinn umhverfis jörðu. Afleiðingarnar yrðu gífurlegur rafstormur, sem næði allt upp í 60 km hæð frá jörðu og þau not, sem menn hafa af rafmagni á viðkom- andi svæði, heyrðu sögunni til um sinn. T.d. er talið, að ekki þyrfti nema þrjár sprengjur til að slökkva öll ljós í Bandaríkjunum. Nifteindasprengjan var smíðuð með það fyrir augum, að hún yrði notuð á vígvellinum sjálfum og þannig úr garði gerð, að vegna lít- ils sprengikrafts verður aðeins óverulegt tjón á mannvirkjum en banvæn geislunin er þeim mun meiri. Vopnasmiðir eru nú að upphugsa nýtt vopn, sem hefur öfuga verkun, þ.e.a.s. gífurlegan sprengikraft en litla geislun, og þykir slík sprengja mjög vænlegt vopn gegn mann- virkjum á borð við flugvelli og eldflaugastöðvar. Eitt vopnið er enn, sem vopnasmiðir láta sig dreyma um, en það er gert úr frumefninu kali- forníum. Það er eitt af þeim efnum, sem eru þyngri en úraníum, eins og t.d. plútóníum, en fyrirfinnast ekki í náttúrunni, heldur eru búin til með kjarnaklofningi. Nú sem stendur er aðeins Htið af kali- forníum framleitt í rannsóknastofum. Kaliforníum er ákaflega óstöðugt frumefni, hætt við klofningi, og þess vegna eru því takmörk sett hve mikill massi þess getur orðið áður en það springur. Massatakmörk kali- forníums eru miklu lægri en þeirra tveggja efna, sem nú eru notuð í kjarnavopn, úraníums 235 og plútóníums, og raunar svo lág, að koma mætti því fyrir í byssu- kúlu, sem hefði sprengimátt á við 10 eða 20 tonn af TNT. Einn mað- ur gæti auðveldlega borið slíka byssu og einnig væri hægt að troða hundruðum svona kjarn- orkukúlna í fallbyssukúlu og láta hana svo um að dreifa þeim yfir óvininn. — NORMAN MOSS Nýjasta nýtt af morðtóla- mark- aðnum Galtieri gefur sjálf- um sér syndakvittun Leopoldo Galtieri, fyrrum forseti Argentínu, leitast nú við að varpa af sér allri sök vegna hinnar niðurlægjandi herferðar til Falk- andseyja fyrr á þessu ári. Þetta •emur fram í viðtalsbók við Galti- eri, sem væntanleg er innan tíðar. Fyrir skömmu birti víðlesið viku- blað, Gente, kafla úr bókinni, og þar skellir Galtieri allri skuld af ósigrinum yfir á Mario Benjamin Menendez hershöfðingja, fyrrum herstjóra í Port Stanley, og nán- ustu samstarfsmenn hans í hern- um. Frásögnin er berorðari en aðr- ar, sem hingað til hafa borizt af Falklandseyjastríðinu. Galtieri fullyrðir, að hann og aðrir í her- foringjastjórninni hafi í einu og öllu farið eftir upplýsingum, sem Menendez lét berast til Buenos Aires, og hafi herstjórinn aldrei falast eftir liðsstyrk. Galtieri segir, að aðeins einu sinni hafi beiðni borizt frá hershöfðingja í Falklandseyja- stríðinu. „Hershöfðinginn (hann er ekki nefndur á nafn) sagði blákalt við mig, að allt sem þeir þörfnuðust væru 10.000 pör af stígvélum og 10.000 pör af síðum nærbuxum. Annað var það ekki. Maðurinn fór ekki fram á að neitt annað yrði sent.“ Galtieri fjallar einnig um ýmsar stjórnarfarslegar skyss- ur, sem herforingjastjórnin gerði sig seka um í sambandi við herförina. Hann firrir sálfan sig mestallri ábyrgð á þeim og hefur nánustu samstarfsmenn sína fyrir blóraböggla. Hann segir raunar að herforingjastjórnin hafi verið einhuga um innrásina á Falklandseyjar 2. apríl. Hins vegar hafi hann einn lagt til að gerð yrði gangskör að friðarum- leitunum, jafnskjótt og Banda- ríkjamenn lýstu yfir því, að þeir myndu veita Bretum hernaðar- aðstoð. Ef tillaga þessi hefði náð fram að ganga, hefði verið unnt að af- stýra stríðinu, en henni hafi ver- ið hafnað. Ábyrgðina á því beri: Basilio Lami Dozo, stórfylkis- höfðingi, yfirmaður flughersins, Jorge Anaya aðmíráll, yfirmað- ur flotans, og Nicanor Costa Mendez, sem gegndi embætti utanríkisráðherra. I einum umdeildasta kafla bókarinnar vísar Galtieri á bug þeim tölum, sem fram hafa kom- ið um fallna og særða í Falk- landseyjastríðinu. Segir hann, að þær séu stórlega ýktar. „Lít- um bara á tökur yfir þá, sem látast eða slasast í umferðar- slysum í Argentínu," segir hann og bætir því við, að það hafi ekki verið verri örlög að láta lífið í stríði fyrir Argentínu en verða fyrir bíl. Þessar yfirlýsingar Galtieris eru taldar brot á samkomulagi, sem herforingjaklíkan og Nican- or Costa Mendez eiga að hafa gert með sér skömmu eftir stríð- ið. Samkomulagið mun hafa ver- ið á þá lund, að enginn þeirra fjórmenninga mundi gera sjón- armið sín opinber án samþykkis allra og ef leyst yrði frá skjóð- unni, yrði það gert í bók, sem þeir skrifuðu allir í sameiningu. Talið er, að fyrrum samstarfs- menn Galtieris séu æfir af reiði og Menendez hefur þegar lýst yf- ir því við ýmis tækifæri, að full- yrðingar Galtieris séu rangar. Hann þrætir eindregið fyrir að hafa einn borið ábyrgð á her- stjórninni á Falklandseyjum og að Galtieri hafi þar hvergi nærri komið. Sagt er að Menendez, ýmsir aðrir hershöfðingjar og lægra settir aðilar í hernum séu á einu máli um, að tildrög, gangur og úrslit Falklandseyjastríðsins hafi ekki verið krufin til mergjar enn sem komið er. Hafi herfor- ingjaklíkan og aðrir háttsettir aðilar í hernum á meginland.inu sloppið miklu betur en efni standi til. — JIMMY BURNS Oaltieri: Ekki ég, hara hinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.