Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Khöfn 8. sept. kl. 6 e.h. Alberti gaf sig í dag fram við lögreglu fyrir fjársvik og skjalafals Þannig hljóðar í íslenskri þýð- ingu símskeyti það sem barst hingað til landsins þennan sept- emberdag árið 1908, tveimur dög- um fyrir uppkastskosningarnar. Samstundis urðu þessi tíðindi að stórkostlegri kosningasprengju og Ingólfur, málgagn andstæðinga uppkastsins, gaf umsvifalaust fregnmiða út sem borinn var um alla Reykjavík. A fregnmiðanum var prentað með stríðsletri: RÁÐHERRA ÍSLANDS í TUGTHÚSIÐ — og mátti sjá boðskapinn til- sýndar. Með minna letri stóð ofan við: Alberti fyrrverandi, og neðan við var fréttaskeytið birt. Víða var fregnmiðinn festur upp þannig brotinn saman að stríðsletrið eitt sást. Ekki fór á milli mála að í og með þótti hæfa að einhverjum les- anda yrði við lesturinn hugsað til Hannesar Hafsteins ráðherra sem þessa dagana hafði forystu fyrir varnarbaráttu Heimastjórnar- manna gegn sókn uppkastsand- stæðinga. Og til er sú saga að dóttir Hannesar hafi hlaupið heim skelfingu lostin og spurt móður sína hvort „pabbi" væri kominn í fangelsi. Það lá í augum uppi að fall þessa danska mikilmennis hlaut að blandast inn í kosningabarátt- una hér, enda var samband ís- lands og Danmerkur meginmál kosninganna. Alberti var sá stjórnmálamaður og ráðherra danskur sem farið hafði með mál- efni íslands í dönsku ríkisstjórn- inni og haft mikil samskipti við ráðandi menn íslenska og þá um fram aðra við ráðherrann í Reykjavík, Hannes Hafstein sem nú stóð höllum fæti í stjórnmála- baráttunni. Andstæðingar Hann- esar stóðust ekki mátið og gerðu sem mest úr nánum samskiptum og jafnvel vináttu þeirra ráð- herranna, en stuðningsmenn Heimastjórnarmanna þóttust aldrei hafa vitað slíka svívirðu eða jafnógeðslegan málflutning. Hvað sem þessu líður voru stór- erlendis, og varð reyndar að kanna hluta málsins á Englandi. Dönum varð að þessu mikill álitshnekkir en ríkisstjórnin lagði sig fram um að draga úr verstu afleiðingunum. En þótt Dönum væri illa brugðið við fall þessa skálks, sem svo var nú nefndur, varð Islendingum önnur hlið málsins að ærnu um- ræðu- og umhugsunarefni. Maður- inn var nefnilega fyrrverandi Is- landsmálaráðherra og hafði mjög komið við íslenska sögu eins og áður er lýst. Sömu dagana og mál Adlers Al- bertis komust á hvers manns varir í Danmörku voru íslendingar að ganga til kosninga um nýtt frum- varp að stjórnlögum íslands, upp- kastið fræga. Skyldi kjörið 10. september 1908 eða tveimur dög- um eftir að Alberti gaf sig fram. Fregnin af falli Albertis barst samdægurs til Islands með sím- skeyti. Samkvæmt því sem blaðið Ingólfur birti 13. september hljóð- aði það svo: „Khöfn 8. sept. kl. 6 e.h. — Alberti meldt sig í Dag til Politiet for Bedrageri og Falsk“, en íslensk þýðing skeytisins er í upphafi þessara frásagnar. And- stæðingar uppkastsins og Heima- stjórnarmanna tóku þegar við- bragð og birtu fregnmiða um mál- ið og var hann borinn út um allan Reykjavíkurbæ samstundis. Eins og fyrr er getið bar miðinn efst nokkuð stóru letri: „Alberti", — en þar fyrir neðan með litlum stöf- um: „fyrrverandi", — en þar fyrir neðan með risalegum stöfum: „RÁÐHERRA ÍSLANDS" - og enn neðar í sömu stærð: „I TUGTHÚSIÐ". En neðst bar mið- inn loks fréttaskeytið um fall Al- bertis. Þannig var frá fregnmiðan- um gengið að ekki var auðvelt að sjá tilsýndar hvort um var að ræða Alberti eða þáverandi ráð- herrann íslenska, Hannes Haf- stein. Og þeir sem báru miðann út festu hann víða svo upp til sýnis að þeir brutu hann þannig að að- eins varð lesið: „Ráðherra Islands í tugthúsið". Heimastjórnarmenn náðu ekki upp í nefið á sér og veittust við fyrsta tækifæri eftir kosningarnar harðlega að upp- kastsfjendum og þá einkum blað- inu Ingólfi, sem gaf miðann út. Lögrétta, blað Heimastjórnar- manna, segir 16. september 1908: „Það er þjóðarsmán að til skuli ALBERTI Allur var Alberti stórmannlegur og reyndar risavaxinn. honum baki. Sverrir Kristjánsson segir að Alberti hafi verið „fyrsta kosningabomban sem um getur í sögu íslenskra Alþingiskosninga“. Daginn fyrir kosningarnar birti Jón Oiafsson grein í blaði sínu Reykjavík og bar hún heitið: „Há- mark svívirðinganna". Segir þar m.a.: „Frumvarpsfjendur skjóta því að vitgrönnum mönnum, að Alberti hafi verið Heimastjórnar- maður og flokkur Heimastjórn- armanna af hans sauðahúsi.“ Og á þetta dæmi minnist Kristján Al- bertsson í ritverki sínu um Hann- es Hafstein sem sýnishorn fólsku andstæðinga Hannesar. Eftir kosningarnar, þegar blöðin tóku fyrir alvöru að fjalla um málið, dró Ingólfur það t.a.m. fram að Jón Ólafsson hafi fyrr haft slíkt dálæti á Alberti að hann hafi líkt honum við Alexander mikla og um leið hæðist blaðið að Þorsteini Gíslasyni ritstjóra Lögréttu fyrir að hafa tæpu ári áður ritað lof- samlega um glæpamanninn í tímarit sitt, Óðin. Sem dæmi þess hvern loga Al- berti-hneykslið kom til að glæða enn hér á landi má taka nokkur orð úr minningum Þorsteins Gíslasonar úr stjórnmálasögu þessara ára: „Eg ætla að draga fram eitt dæmi frá þessum tíma sem sýnir að menn spýttu mó- rauðu þá eins og nú. Séra Matthí- as Jochumsson hafði skrifað með- mælagrein um frumvarpið" (þ.e. uppkastið) „í blað á Akureyri. Henni var svarað í einu af blöðum frumvarpsandstæðinga sem reyndar var svæsnast þeirra allra. Höfundur greinarinnar er þar kallaður: manntetur, einfeldning- ur, afglapi, leirskáld og fleira af íslandsráð- herrann í tugthúsið Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út bók- ina „íslandsráðherrann í tugthúsið“ og er hún rituð af Jóni Sigurðssyni, skólastjóra og fyrrum ritstjóra. Bókin fjallar um Peter Adler Alberti, sem var dómsmála- ráðherra í ríkisstjórn Vinstrimanna í ugphafi ald- arinnar og undir hann heyrðu málefni Islands. Al- berti hafði mikil afskipti af því að íslendingum var veitt heimastjórn 1904. I»að þóttu því mikil tíðindi er sú fregn barst til íslands rétt fyrir kosningarnar um „uppkastið“ 1908 að Alberti væri kominn í fangelsi fyrir fjársvik og skjalafals. Morgunblaðið hefur fengið heimild útgáfunnar og höfundar til að birta hér upphafskaflann í bókinni og síðan kaflann Ofan í tugthúsklefann. tíðindi orðin í danskri og íslenskri stjórnmálasögu, og það er efni þessarar ritsmíðar að rekja ævin- týralega sögu þessa einkennilega manns sem fullu nafni hét Peter Adler Alberti. Hann var síðasti Daninn sem fór með málefni Is- lands í ríkisstjórn Danakonungs er hann varð ráðherra í fyrstu rík- isstjórn danskra Vinstrimanna eftir sigur þeirra á Iangsætinni ríkisstjórn Hægrimanna árið 1901. A þessum árum var hann einn fremsti foringi danska Vinstraflokksins og átti mikinn hlut að þeim tímamótum er urðu á stjórnarhögum þar í landi við „straumhvörfin miklu" árið 1901. Sem íslandsráðherra féll það í hlut Albertis, að veita Islending- um innlenda stjórn með heima- stjórninni 1904, og það liggur fyrir að hann hafði persónulega mikil áhrif á það með hverjum hætti það varð og- hver til forystu var valinn úr hópi íslenskra stjórn- málamanna. Fyrir þetta hlýtur að vera mak- legt að íslendingar haldi minn- ingu hans eitthvað á lofti þótt ekki stafi einskærri birtu af nafni hans. Reyndar er saga Albertis reyf- ara líkust. Ofan í tugthússklefa Alberti-hneykslið vakti á sínum tíma mikla athygli utan Dan- merkur enda gat ekki hjá því farið um svo áberandi mann. Þá hafði hann og haft margháttuð viðskipti vera í landinu þau lubbamenni er taka sér í hendur eins ódrengileg vopn og þessi eru.“ Fyrr um sumarið höfðu blöðin hér tekið að birta ávæning af málum Albertis og notuðu sum þeirra þau Hannes Hafstein og mönnum hans til áfellis, nefndu Hannes „auðsveip- an lærisvein" þessa „langófyrir- leitnasta náunga" Vinstristjórn- arinnar dönsku. Helgi Hjörvar nefnir sem dæmi um það hvílíku höggi hér mátti koma á Hannes Hafstein að er fréttin af falli Al- bertis barst út um bæinn hljóp dóttir hans skelfingu lostin heim og spurði móður sína grátandi að því hvört búið væri að setja „pabba" í fangelsi. í Kosninga- blaðinu sem gefið var út fyrir þessar kosningar segir: „Hin svaðalega stórglæpahrylling Al- bertis slær nístingsköldum óhug á menn hér heima," og sýna þessi orð með hverjum þunga dynkur- inn heyrðist hér á landi þótt orða- lagið sé sjálfsagt nokkuð ýkju- kennt í hita bardagans. En þessi fregn kom sem olía á eld einhvers æsilegasta kosningaslags sem hér hefur verið háður, og gengu þær sögur nú auðvitað ljósum logum að Hannes Hafstein hefði vissu- lega notið síns hluta af þeim millj- ónum sem Alberti stal. Hér verður raunar að hafa í huga að mótbyr- inn gegn Hannesi og uppkastinu var þegar orðinn mjög þungur svo sem fram kom í kosningaför Hannesar um landið fyrir kosn- ingarnar, og höfðu margir fyrri stuðningsmenn hans nú snúið við Þegar höfðinginn gekk inn í fangelsið heilsuðu verðirnir ósjálfrátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.