Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 HÖGNI HREKKVlSI //•27 i ■ 6iT (X'r&u «o 1 O ° ' --_W ii r 0<3 NiO MONUA/1 V)É> FAfc/í \ HlNA PAPOf?LEC5U HEIMSÖKN-.. Ráðherrar nýsköpunarstjórnar: Brynjólfur Bjarnason, Emil Jónsson, Pétnr Majpiússon, Ólafur Thors, Finnur Jóns- son og Áki Jakobsson. TÓLFFÓTUNGUR Fyrir nokkru spurðist Þóra Jó- hannsdóttir á Sauðárkróki fyrir um kvæði nokkurt og tilfærði er- indi úr því. Einnig bað Þóra um upplýsingar um höfund og nafn kvæðisins. Fljótlega á eftir barst Velvakanda bréf frá Ólafi H. Ing- varssyni, sem sagði kvæðið fjalla um Nýsköpunarstjórnina svoköll- uðu og væri eftir Ragnar Jóhann- esson. Hefði bragur þessi birst í Speglinum á árum fyrrnefndrar stjórnar (1944—1947). Ekki fannst kvæðið þar þrátt fyrir miklar flettingar á Borgarbókasafni að beiðni Velvakanda. Hins vegar fannst það í bók, sem Alfred And- résson gaf út árið 1946, Gamanvís- ur — eftir ónefnda höfunda. Und- irtitill: Sungið hefur Alfred And- résson við ýmis tækifæri. Kvæðið nefnist þar Tólffótungur og eins og titill bókarinnar gefur til kynna er höfundar að engu getið. En hér kemur kvæðið og má áreið- anlega treysta því að fleiri en Vísa vikunnar „Ekki grandvöllur fyrir samstarfí í nefhdinni“ 'tbSm!- »r> HpMMÍw li«MM Jólaböggul Gvendur G. gefur sínum vini. Hann á bæði háð og spé handa Guttormssyni. Hákur Þóra Jóhannsdóttir hafa gaman af að rifja það upp: Tófffótungur Eftir japl og jaml og fuður og jarganlegt stríð og gný, fór Ólafur út og suður að afla liðs á ný. Og nú er stjórnin stofnuð, stabíl í hólf og gólf. Hún stendur nú föstum fótum og fæturnir urðu — tólf. Þar er Ólafur efstur á gnúpi með andlit töfrafrítt, og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gull-hár furðu sítt. Og tvisvar í útvarpið okkar hann Ólafur plötu sló. Hún er aðeins ein af mörgum en yndislegust þó. Þar er fulltrúi félaga Stalíns einn forkostulegur mann, guðsótta búinn og blíðu, og Brynjólfur heitir hann. Með Kveldúlfi gamla og kommum eru komin á tryggðabönd, já, Internationalinn mun tengja strönd við strönd. Hann Pétur er kominn með kassann og kringlóttar nokkrar í, og flestir flokkarnir eru svo fúsir að eyða því. I bankanum brosti enginn, þegar blessaður karlinn fór, sem heldur er ekkert að undra því að inn kom Villi Þór. Og alltaf er stjórnin okkar í Aka-vítis rús, þar er Áki með allan sinn vísdóm um alheimsbylting og jús, já, um bylting hann masaði mikið hvort man hana nokkur enn? — Hann er orðvar í ypparsta lagi þeir elska hann, Framsóknarmenn. í Alþýðuflokknum er einmitt annar hver maður í stjórn, og þeir eru komnir í þessa og það var nú mikil fórn. Hann Emil er alþjóðarviti, sem upplýsir myrkvaða jörð, hann lætur ei nægja sér lengur að lýsa upp Hafnarfjörð. En Finnur er fínasti herrann, hann fer með áfengismál. Hann er viðfeldinn maður að vanda, þessi vestfirzka gæðasál. Hann er sjení í síldinni oggrútnum, um síld snýst allt hans skraf, en í dómsmálin komu þeir karli, því hann kann ekki í lögum staf. Já, aldrei í íslandssögu sat önnur eins stjórn við völd, með gulli skal tólf-fóta talan nú teiknuð á sögunnar spjöld, þessi kóngaljós Ólafs og Aka og Emils á sama kveik. Mikill voði hjá vesalings Framsókn að vera nú dæmd úr leik. Og fimm voru Framsóknar- þingmenn í flokki Sjálfstæðisins, sem fylgdu ei foringjans kalli við fullkomnun þingræðisins. Þeir hlýddu á hvíslið frá Hriflu, á höggormsins vélræði fúl, það er ósköp skilningsdauft ennþá hið ísienzka karakúl. Og út reri einn á báti á ófæran vantrausts sjó, hann Jónas, sem útgefur Ófeig, og óttalegt vindhögg sló. Vor stjórn stendur föstum fótum, þótt fái hún áföll þung. Því hyllum við fögnuði fullir vorn frægasta tólffótung. Hvergi betri skilyrði til þorskeldis Þröstur skrifar: „Velvakandi. Við erum enn að basla með 60 þingmenn, sem eru gersamlega úr- ræðalausir þegar um er að ræða að vinna íslensku þjóðinni gagn. Einu úrræði þeirra felast í áfram- haldandi stórfelldri skuldasöfnun. Um þessar mundir er mikið tal- að um aflaleysi. Þorskurinn og aðrir helstu nytjafiskar okkar eru að hverfa vegna ofveiði og hömlu- lauss ágangs, jafnvel í ungfisk, og líftaug þjóðarinnar er í hættu. Hvergi í heiminum eru betri skilyrði til þorskeldis en við strendur Islands í flóum og fjörð- um og með ólíkindum að hér skuli ekki löngu hafa orðið til stóriðja á þessu sviði með þátttöku allra landsmanna. Norðmenn hafa þó drjúgar tekjur af þorskeldi. Við höfum gert merkilegar tilraunir með iaxeldi og vegnað vel, en hvað veldur því að alla eipurð vantar til að ráðist sé í þorskeldi af mynd- arskap og stórhug?" Um enska jólaköku og aríu úr Divu Húsmóðir í Breiðholti hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við hvaða hitastig er best að geyma ensku jólakökuna, sem Sigrún Davíðsdóttir gaf upp- skrift af í nóvember? Hvað oft þarf að væta hana? Hvað hét þeldökka leikkonan sem lék í myndinni Divu sem sýnd var í Regnboganum á frönsku kvikmyndavikunni? Söng hún sjálf í myndinni? Ef Wilhelmenia Wiggins-Fernandez. ekki — þá hver? Hvað hét arían sem hún söng í upphafi myndar- innar? Ur hvaða merki er hún og eftir hvern? • Svör: Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Davíðsdóttur er best að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.