RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 85

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 85
gamalt bréf RM ln er sprottin úr innstu fylgsnum hjarta ycfar. RannsakiS sjálfan yður, munduð þér ekki geta lifað lífinu, ef þér hættuð að yrkja? Þetta eitt varð- ar öllu. Spyrjið sjálfan yður í ein- veru og kyrrð næturinnar: verð ég að yrkja? Leitið í leyndustu djúpum hugans eftir svarinu. Og skyldi það verða jákvætt, ef þér verðið að svara þessari einlægu spurningu með því a‘>' segja afdráttarlaust: „Já, ég verð aS yrkja,“ þá ber yður að haga lífi yðar samkvæmt þeirri nauðsyn. Allt líf yðar, jafnvel í hversdagslegustu siuámunum, verður að spegla þessa voldugu þrá og sanna hana. Aðeins uieð því móti heyrið þér hjartaslög Glverunnar. Þá getið þér, eins og ^inn fyrsti maður, leitast við að tjá það í orðum, sem þér sjáið, lifið, elskið og glatið. Yrkið ekki ástaljóð. Forðist um- ^ram allt útslitin form og alvanaleg. iJau eru öllu öðru erfiðari, því að 'íka og þroskaða gáfu þarf til þess að segja nokkuð nýtt og sjálfstætt um hefðbundin efni, sem öndvegisskáld hafa áður fjallað um í hinum snjöll- Ustu ljóðum. Látið því hin venjulegu kvæðaefni Vera, en leggið rækt við þau, sem hversdagslífið færir yður í hendur. Lýsið vonbrigðum yðar og vonum, ^Ugleiftrum yðar og trú á eitthvað fagurt — lýsið þessu af innilegri, auðmjúkri einlægni. Og þegar þér reynið að klæða þetta í orð, þá leit- ið skammt til fanga, til sýnanna í fli'aumnum yðar, til atvika, sem þér minnist. Og finnist yður rúmhelgin tómleg, þá sakið hana ekki um, ásak- ið sjálfan yður, játið, að þér eruð ekki nógu mikið skáld til þess að nema auðæfin úr djúpum hennar. Skapandi anda er ekkert autt né tóm- legt, ekkert umhverfi hugðarsnautt. Og þótt þér sætuð innan fangelsis- múra, svo að þér gætuð ekki skynj- að ys og önn umheimsins, munduð þér ekki jafnvel þá eiga bernsku yð- ar, þessi ómetanlegu, konunglegu auðæfi, þennan fjársjóð minning- anna? Beinið athygli yðar þangað. Reynið að grafa upp úr djúpum gleymskunnar áhrif frá löngu liðn- um dögum. Þá mun einstaklingseðli yðar vaxa og vel hafast, þá munu fangelsismúrar einsemdar yðar hrynja, og hún verður yður grið- land í mjúkri forsælu, þar sem ys og óró mannanna nær ekki inn. Og fari svo, þegar þér hafið próf- að sjálfan yður og horfið inn í yðar eiginn heim, að yður auðnist að yrkja Ijóð, þá mun yður ekki koma til hugar að spyrja neinn, hvort það séu góð Ijóð. Þér munuð enga til- raun gera til þess að koma þeim á framfæri í tímaritum, því að þér lít- ið á þau sem ástfólgna og augljósa eign yðar eins og þau eru, þér mun- uð líta á þau sem birtingu lífs yðar og hluta af því. Listaverk hefur gildi, þegar það er sprottið af nauðsyn. Þetta eitt fellir dóm um það, og eng- inn annar er til. Þess vegna á ég ekki annað heilræði handa yður, vinur minn, en þetta: Gangið í yður sjálf- 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.