RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 11

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 11
AUÐUNAR ÞÁTTUR VESTFIRZKA RM ur aftur í Danmörk að páskum, þang- að sem konungur er þá staddur, en ei þorði hann að láta sjá sig og var í kirkjuskoti og ætlaði þá til fundar við konung, er hann gengi til kirkju um kveldið; og nú er hann sá kon- unginn og hirðina fagurlega búna, þá þorði hann eigi að láta sjá sig. Og er konungur gekk til drykkju í liiillina, þá mataðist Auðun úti, sem siður er til Rúmferla, meðan þeir hafa eigi kastað staf og skreppu. Og nú of aftaninn, er konungur gekk til kveldsöngs, ætlaði Auðun að hitta hann, og svo mikið sein honum þótti fyrir fyrr, jók nú miklu á, er þeir voru drukknir hirðmennirnir; og er þeir gengu inn aftur, þá þekkti konungur mann og þóttist finna, að eigi hafði frama til að ganga fram að hitta hann. Og nú er hirðin gekk inn, þá vék konungur út og mælti: „Gangi sá nú fram, er mig vill finna; mig grunar, að sá muni vera maðurinn.“ Þá gekk Auðun fram og féll til fóta konungi, og varla kenndi kon- ungur hann; og þegar er konungur veit, hver hann er, tók konungur í hönd honurn Auðni og bað hann vel kominn, „og hefur þú mikið skip- azt,“ segir hann, „síðan við sáumst;“ leiðir hann eftir sér inn og er hirðin sá hann, hlógu þeir að honum; en konungur sagði: „Eigi þurfið þér að honum að hlæja, því að betur hefur hann séð fyrir sinni sál heldur en þér.“ Þá lét konungur gera honum laug og gaf honum síðan klæði, og er hann nú með honum. Það er nú sagl einhverju sinni of vorið, að konungur býður Auðuni að vera með sér álengdar og kvaðst mundu gera hann skutilsvein sinn og leggja til hans góða virðing. Auð- un segir: „Guð þakki yður, herra, sóma þann allan, er þér viljið til mín leggja; en hitt er mér í skapi að íara út til íslands.“ Konungur segir: „Þelta sýnist mér undarlega kosið.“ Auðun mælti: „Eigi má ég það vita, herra,“ segir hann, „að ég hafi hér mikinn sóma með yður, en móðir mín troði stafkarls stig út á íslandi, því að nú er lokið björg þeirri, er eg lagði til, áður ég færi af Islandi.“ Konungur svarar: „Vel er mælt,“ segir hann, „og mannlega, og muntu verða giftumaður; sjá einn var svo hluturinn, að mér myndi eigi mis- líka, að þú færir í braut héðan; og ver nú með mér, þar til er skip bú- ast.“ Hann gerir svo. Einn dag, er á leið vorið, gekk Sveinn konungur ofan á bryggjur, og voru menn þá að búa skip til ýmissa landa, í austurveg eða Saxland, til Svíþjóð- ar eða Noregs. Þá koma þeir Auðun að einu skipi fögru og voru menn að búa skipið. Þá spurði konungur: „Hversu lízt þér, Auðun, á þetta skip?“ Hann svarar: „Vel, herra.“ 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.