RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 52

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 52
RM D. H. LAWRENCE þeirra hvort tveggja í senn andlegs og veraldlegs eðlis. Vitanlega sóttust þau ekki fyrst og fremst eftir þessum munum vegna þeirra sjálfra heldur vegna ,,fegurðargildis“ þeirra. Þau lögðu höfuðáherzlu á innbyrðis sam- stillingu „munanna“ til þess að ná sem mestum áhrifum hvað „fegurð“ snerti. Valería hafði sett upp glugga- tjöld úr mjög óvanlegu og dýrmætu efnj, sem gljáði eins og silki og skipti litum eftir því sem birtan féll á það. Og hún kom varla svo inn í anddyrið að hún félli ekki á hné og tilbæði það í huganum. Og þá bar Melville ekki minni virðingu fyrir bókaskápn- um sínum frá Feneyjum á sextándu öld. Ekkert gat jafnazt á við hann. Idinsvegar hafði barnið illan bifur á þessum fornu híbýlaminjum og forðaðist eins og heitan eldinn að koma nálægt þeim; það var engu Iíkara en að það væri jafnlífshættu- legt að snerta við þeiin og Sáttmáls- örkinni, og það var engin leið að koma vitinu fyrir það. En hugsjónamenn frá Nýja Eng- landi geta ekki réttlætt tilveru sína með því einu saman að eiga fallega, gamla muni, að minnsta kosti var það ógerlegt fyrir þau. Þau vöndust svo hinum dýrlegu munum sínum: ból- ónsku dragkistunni, gluggatjöldun- um, stólunum frá París, legubekkn- um og bronzstyttunum og jafnvel feneyska bókaskápnum, að þeim fór að þykja þeir næsta hversdagslegir. Frómt frá sagt höfðu þau safnað munum frá því fyrsta daginn sem þau stigu á land í Evrópu. Og enn voru þau í óðaönn. Það er það síð- asta sem Evrópa hefur að bjóða ut- angarðsmönnum; og jafnvel það fyrsta líka. Gestir sem komu til þeirra urðu frá sér numdir af hrifningu yfir hí- býlaprýði þeirra hjónanna og þá fundu þau Valería og Erasmus, að líf- ið væri þeim ekki til einskis veitt og að enn gætu þau notið þess. En morgnarnir sem aldrei ætluðu að Iíða voru heldur óskemmtilegir, þeg- ar Erasmus sat á lesstofu sinni og dundaði við flórenskar bókmenntir frá Endurreisnartímabilinu og Valer- ía leit eftir húsverkum og ekki var þá skárra eftir matinn, þegar manni fannst tíminn næstum standa kyrr eða á kvöldin, þegar maður sat og skalf og nötraði í þessum stóru og kuldalegu salarkynnum. Þá var ljóm- inn horfinn af húsgögnunum og munirnir þeirra misstu töfra sína og urðu þunglamalegir og óbifan- legir um alla eilífð, það blátt á- fram lá við að þau færu að hatast við þá. Hin glóandi fegurð kulnar von bráðar ef ekki er kynt stöðugt undir. Og þó að þeim þætti ennþá ákaflega vænt um muni sína, þá höfðu þau eignazt þá. Það er sorgar- sagan um flesta muni, að þó að mað- ur sjái þá í töfrandi hillingum um það leyti sem maður leggur fölur á þá, þá er viðhorf manns gjörbreytt innan eins til tveggja ára og manni stendur næstum alveg á sama um þá. Náttúrlega horfir málið allt öðru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.