RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 72

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 72
RM WLADYSLAW REYMONT garðinn, opnaði svínastíuna með fætinum, dró hann inn og lagði hann upp við vegginn. Gyltan kom rýtandi til hennar og grísirnir á eftir henni. „Grissa, griss, griss, griss!“ Grísirnir bröltu út úr stíunni, og hún skellti aftur hurðinni, en sneri strax við og rykkti skyrtunni frá hrjósti gamla mannsins, reif af hon- um bænabandið og fór með það. „Svona, nú geturðu dáið, úrþvætt- ið þitt! “ Hún sparkaði í beran fótinn á hon- um, sem lá fyrir dyrunum, og fór út. Grísirnir voru á hlaupum um húsa- garðinn; hún leit um öxl til þeirra innan úr ganginum. „Grissa, griss, griss, griss!“ Grísirnir hlupu til hennar rýtandi; hún kom út með kartöfluskál og hellti úr henni. Gyltan át með áfergju, og grísirnir ráku í hana ljósbleik trýnin og sugu hana, og ekkert heyrðist nema kjamsið í þeim. Antkowa kveikti á litlum lampa yfir eldstónni, sneri sér frá glugganum og reif upp pokann á bænabandinu. Snöggum glampa brá fyrir í augum hennar, þegar nokkrir seðlar og tvær silfurrúblur duttu út úr pokanum. „Það hefur þá ekki verið eintómur þvættingur, þegar hann sagðist ætla að taka frá peninga fyrir útförinni.“ Hún vafði druslu utan um peningana og lagði þá í kistuna. „Júdas, svikari! Megirðu ráfa blindur um alla eilífð!“ Hún raðaði pottunum og pönnun- um og reyndi að lífga eldinn, sem var að slokkna. „Fari það kolað! Strákskömmin hefur laumazt burt án þess að sækja handa mér dropa af vatni.“ Hún gekk út og kallaði: „Ignatz! Hæ! Ignatz!“ Svo leið rúmur hálftími, áður en snjórinn brakaði undir varkárum fótum, og skuggi læddist yfir glugg- ann. Antkowa greip viðardrumb og beið við dyrnar; hurðinni var hrund- ið upp, og níu ára drengur kom inn. „Óhræsis letinginn þinn! Þarna slæpistu í þorpinu allan daginn, og enginn vatnsdropi í húsinu!“ Hún greip hann með annarri hendi og barði hann með hinni, svo að hann öskraði. „Mamma! Ég skal aldrei gera það aftur . . . Mamma, hættu . . . Mamm ií Hún barði hann fast og lengi og gaf niðurbældri reiði sinni lausan tauminn. „Mamma! Æ! Hjálpi mér allir heilagir! Hún drepur mig!“ „Hundspottið þitt! Slæpist allan daginn og sækir ekki handa mér dropa af vatni, og enginn eldiviður í húsinu . . . Á ég kannske að fæða þig og klæða fyrir ekki neitt, nema skapraunirnar, sem þú gerir mér?“ Hún barði fastar. Að lokum reif liann sig lausan, stökk út um gluggann og kallaði inn til hennar með grátkæfðum rómi: „Megi krumlurnar rotna af þér upp 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.