RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 39

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 39
flugur RM að átta sig á hlutunum. Fyrirgefið, doktor Jökull Pálsson, þér eruð lækn- ir5 og heimsmaður, og ég get nú sagt yður það, að ég vil ógjarnan þurfa að láta tilfinningar mínaf hlaupa með ttiig í gönur. Mér þykir fyrir að hafa orðið að tefja yður, en ég þurfti að fá, — ég veit ekki vel hvernig ég á að orða það, — einskonar yfirlit yf- ir viðhorfið, eins og það er nú orðið. ---------Gerið svo vel að koma með mér. — Þeir gengu út úr herberginu, frarn á forstofusvalirnar. Þar staðnæmdist Bardal aftur. Herra doktor, sagði hann. — Því niiður verð ég að ónáða yður lítið mtt með einkamálum mínum, ])ótt það sé erfitt, en þau koma einmitt eingöngu þessu máli við. Munið, að eg lala við yður einungis sem lækni, því vitaskuld snertir þetta mál yður ekki að öðru leyti. — Eg bý hér einn, nieð þjónustufólki mínu. Konan mín fór frá mér í fyrra, — við skildum. Við áttum lítinn dreng, þriggja ára snáða, jæja, mér þótti nokkuð mikið vasnt um hann, eins og gengur. Hún iór með hann með sér, vestur um haf. Það var annar maður, amerísk- Ur liðsforingi, víst glæsimenni. Eg kasta enguin steini, -— ég beið ósigur. Gerið svo vel, — hann opnaði liurð, og við þeinr blasti stórt svefn- herbergi með breiðu rúmi. Það lá einhver í rúminu, öðrum megin, með hvítt dúnteppi breitt upp yfir höfuð. Silki og æðardúnn. — Gluggarnir stóðu opnir og dyr inn í stórt baðherbergi.----- Húsbóndinn gekk hægt að rúminu og dró teppiÖ ofan af höfði og brjósti þess, er þar lá. — Leit á doktorinn, -—• og vék sér til hliðar. Það var ung kona, í ermalausum, flegnum silki- náttkjól. Falleg, barnsleg — náföl. Læknirinn laut ofan að líkinu og athugaði það, — örfá augnablik að- eins, breiddi svo teppið upp yfir höf- uðið aftur og rétti sig upp. — Vilhjálmur Bardal stóð á miðju gólfi og horfði á hann. Það er ekki um að villast, sagði læknirinn. Hún er dáin. Já. — Hann gekk að litlu borði, er stóð við rúmið. Á því stóð rauö- vínsflaska, vatnsglas með slatta af víni, — nokkur bréf utan af skömmt- um. Konan yðar? Doktor Jökull Páls- son talaöi mjög lágt. Sem var, — já. — Hún kom með flugvél í gærkveldi, seint. Eg átti ekki von á henni, vissi ekki fyrr en hún kom inn. — Áttuð þér þessa skammta, Bardal? Nei. — Ég fór út og kom ekki heim fyrr en í dag. Okkar viðskipt- um var lokið, hennar og mínum. Al- gerlega. Hún hefur sjálfsagt komið með eitrið. — Gamla sagan, — sorg- arsagan, herra doktor, mín og henn- ar. — Drengurinn, — drengurinn dó,-------og þessi nýja tilfinning, ást, skulum við segja, brást. — Og ég brást, — er ekki rétt að segja það? Þegar í nauöir rak. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.