RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 36

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 36
RM ÞÓRIR BERGSSON heimagerðar, eins og gengur hjá þeim, sem hafa fullmikil auraráð, en litla sjálfsafneitun. En, af eðlilegum ástæðum, fylgist þetta oft að.----- Og nú sat doktorinn þarna hjá unga manninum, sem hafði hringt til hans. — Ungi maðurinn hafði sjálfur opn- að útidyrnar,þegarlæknirinn hringdi, tekið honum ákafalaust, rólega og vingjarnlega, nefnt nafn sitt, Vil- hjálmur Bardal, verkfræðingur, geng- ið með honum gegnum afarstóra for- slofu, er náði upp undir þak hússins, mjög íburðarmikla höll með gler- þaki, — gengið upp skrautlegan stiga, sem lá upp úr þessum stóra sal. — Læknirinn sá, í fljótu yfirliti, styttur, pálma, freskómálverk, smá- borð, dýrt skraut og þó smekklegt, þægilega stóla og þykk teppi. Það var þetta ánægjulega óhóf, ekkert safn, engin þrengsli, því var þannig fyrir komið, að það virtist sjálfsagl að það væri eins og það var.------ Doktor Jökull Pálsson lagði hatt- inn á eitt borðið, hann var yfirhafn- arlaus í sumarblíðunni, notaleg vel- líðan fór um hann þegar hann kom inn í þetta vingjarnlega og fagra hús. Bardal opnaði hurð, uppi á svölum forstofunnar og þeir gengu inn í stofu, í suðurhlið hússins. — Þetta var skrifstofa, eða bókaherbergi, mikið af fögrum bókum, — en ekki óhóflega þó. — — Jökull Pálsson hrosti ofurlítið þegar hann tók vind- ilinn, sem honum var boðinn, auð- vitað var það bezta tegund af þess- um dásamlegu Cuba-vindlum. Vil- hjálmur Bardal kunni, auðsjáanlega, lagið á því, að nota óhófið á þann hátt, að það varð viðkunnanlegt og viðráðanlegt. — Það duldist í hverj- um smáhlut, hverri skinnbúinni bók, gullhnífi er lá á borði, nýjum blóm- um er stóðu í kristalsskál, meira en nóg, — en þó ekki of mikið. — Sjálf- ur hafði Bardal tekið sér vindling, — það var léttur reykur af vindlingum í stofunni, þegar þeir komu inn — og nú settist hann út við einn glugg- ann á þessari dáfallegu stofu — og mælti ekki orð. — Ekki orð um það, af hverju hann hefði óskað viðtals við doktorinn. — Nú-jæja. — Dr. med. Jökull Pálsson átti ekki mjög annríkt þessa stundina og gat leyft sér að hvílast dálítið á þessum að- laðandi stað, njóta tóbaksins. Auk þess þekkti hann það, af viti sínu og reynslu að læknar verða oft að vera þolinmóðir, — hann þekkti ekki þennan mann, hafði aðeins heyrt hans getið að ýmsu, — gikkur var hann stundum nefndur og hroki, stundum óvægin blóðsuga og nautna- sjúkur uppskafningur, — líklega var hann þetta allt, í liófi. — Að minnsta kosti var hann kurteis og blátt áfram, við fyrstu sýn. — Það er einkennilegt, sagði ungi maðurinn loks og leit snöggvast á lækninn, — hvað þessar litlu flugur þola illa tóbaksreyk. — Læknirinn horfði á Vilhjálm þennan Bardal, það var ungur og þreklega vaxinn maður, gat verið um þrítugt, eða vel það, — dökkhærður, 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.