Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER .1971 Sjötug i gær: Hallfríður Jónsdóttir VIÐ höf'um ávallt kallað hana „Fríðu fræinku“ — ég og flest- allt mitt fólk — og bak við þetta orð felst einhver dýpri merking en frændsemin ein saman, og veldur því það frjálsa, vinhlýja viðmót og góðhugur, sem ein- kennir þessa konu og stafar hressandi andvara og bjarma af gleði yfir til nærstaddra sam- ferðamanna. Hallfríður er Eyfirðingur að ætt og uppruna, komin í föður- kyn — annars vegar af svo nefndri Gunnlaugsætt úr Hörg- árdal — en hins vegar út af hinni talsvert kynsælu Myrkár-Helgu — var hún amma hennar í föður- ætt. Hallfriður missti föður sinn ung að árum og tregaði hann mjög, ólst hún upp með móður sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur frá Öxnhóli, dugmikilli konu. Flutt- ust þær mæðgur til Akureyrar og bjuggu þar við fremur ó'hæg- an efnahag. Eftir að hafa dvalizt í vistum bæði á Akureyri og nágrenni — oft á góðum heimilum, þar sem margt mátti læra — lá leiðin til Reykjavíkur, og þar mun gæfu- sól hennar hafa hafizt í hádegis- stað, er hún giftist Kristni Sim- onarsyni, sem ávallt hefur reynzt henni hinn trausti lífsiförunautur, hvað a'ldrei hefur þó gerr birzt en í langvarandi sjúkdómslegu Hallfríðar, er hlauzt af slysi fyr- ir hartnær þremur árum. Svo erfið og tvísýn hefur baráttan iöngum verið, að nánustu vinir hennar hafa oft örvænt um bata. En allan þennan erfiða tíma hef- ur Hallfríður varðveitt glaðlyndi sitt og barnslegt trúartraust á það góða — á iíf og bjarta fram- tíð — þótt örgeðja sé að eðlis- fari. Og þótt með óiíkindum sé hefur margur heilbrigður sótt að sjúkrabeði hennar djörfung og styrk í eígin lífsbaráttu. Án efa hefur margt gerzt hið innra, sem engar sögur fara af. Hinu má heldur ekki gleyma, að ávallt hef ur hún notið umhyggusamrar ástúðar eiginmanns síns og fjöl- margra vina. Hygg ég að aldrei hafi liðið svo heimsóknartim'i til sjúkilinga, að ekki sæist Kristinn Simonarson sitja við sjúkrabeð konu sinnar færandi blórn og annað, er glatt gæti, og miðlaði ró af sínu aikunna geðsmuna- jafnvægi. Loksins er vonin orðin að vissu, að þvi er séð verður, og sigur unninn. Friða frænka er fyrir skömmu laus við sjúkra- beð og komin heim. Hækjan er að vísu enn við rúmgaflinn, og húsfreyjan þarf umfrarn allt kyrrð og ró. í>að vona ég að vin'r hennar skilji. Al'lir kannast við afturbatann, og kannski hafa þessi öldruðu hjón aidrei verið hamingjusam- ari en einmitt nú. Um margt hafa þau verið gæfumanneskjur. Þau hafa jafnan verið vinsæi og notið þess að geta veitt, og þau eignuðust kjördóttur, sem var þeim sannur sólargeisli öll sín bernskuár. Því gieyma þau aldrei. Nú og framvegis mumu vin- hlýjar blessunaróskir berast þeim víða að. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar sendi ég þeim hjónum innilegustu ham- ingju- og blessunaróskir með þökk fyrir allt. Fríða frænka hefur ávalit ver- ið ung, og þótt hún verði hundr- að ára hvað ég vona henni end- ist heilsa til, veit ég, að hún verður aldrei gömul. Guðnnindur L. Friðfinnsson. BRIDGE LOKIÐ er 12 umferðum á Evr- ópumótinu í bridge, sem fram fer í Grikklandi. íslenzka sveitin hef ur hlotið 116 stig af 240 möguleg- um eða tæplega 50%. Sveitin hef- ur unnið 6 leiki, en tapað 6 leikj- um. Sveitinni gekk illa í byrjun keppninnar og tapaði 5 fyrstu leikjunum, en í síðustu 4 leikjun- um hefur gengið mun betur og að 12 umferðum loknum er Island í 11.—13. sæti áf 22 þátttakend- um. Eins og fyrr segir er 12 um- ferðum lokið og hafa úrslit í ieikjum íslenzku sveitarinnar orðið þessi: ísland Frakkland 9- -11 — — Ítalía 0- 20 — Tyrkland 4 16 — Bretland 1- 19 — Júgóslavía 1 19 — ísrael 19 1 — Ungverjaland 16- 4 — V-Þýzkaland 2- 18 — Austurriki 12 8 — Pólland 18 2 — — Finnland 20 0 — Spánn 14 6 ítalska sveitin er efst með 224 stig, en Bretland er í öðru sæti með 204 stig. Danmörk hefur 156 stig og er í 3. sæti, svo augljóst er, að annað hvort ítalia eða Bretland hljóta Evrópumeistara- titilinn að þessu sinni. Báðar þessar sveitir hafa sýnt mikla yfirburði fram yfir aðra kepp- endur og er mjög óvenjulegt að tvær sveitir hafi um miðbik keppninnar náð svo miklu for- skoti eins og þessar tva:r sveitir hafa nú. Skák Friðriks gegn Tal EINS og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu vann Friðrik Ólafs son Mikhail Tal í fyrstu umferð Alékinemótsins í Moskvu. Vann Friðrik, sem hafði hvítt, skákina í 22 leikjum. Þetta er fyrsta skák in, sem Friðrik Ólafsson vinnur gegn þessum fræga sovézka skák manni, sem er fyrrverandi heims meistari. Hér fer skákin á Hvítt: Friðrik Ólafssor Svart: Mikhaii Tal 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. Rf3 cxd 4. Rxd f e« 5. Rc3 Bb4 6. Rb5 0-0 7. a3 Bxc3t 8. Rxc3 d5 9. Bg5 h6 10. Bxf6 Dxf6 11. e3 Hd8 12. cxd exd 13. Dd4 Og5 14. h4 Df5 15. Bd3 De6 16. 0-0-0 Rc6 17. Df4 d4 18. exd IIxd4 19. Dc7 Bd7 20. Hhel Df6 21. He4 Hc8 22. Dxd8t Svartur gaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.