Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUtNBL. A.ÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 % ® 22*0*22* I RAUPARÁRSTÍG 3lJ BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 YW SendiferÖebifretö-YW 5 manna -VW svefnvagn YW 9 manna - Landrover 7 manna LEIGUFLUG FLUGKENNSLA i FLUGSTÖÐIN HF Sinw 11422. 26422. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Bilaleigan SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937) 0 Verðandi menntamenn falsa orðsins steðja Þórarinn Þórarinsson skrifar: „Velvakandi: Fyrsti desember, fullveldis- dagurinn, kveilkár alltaf flóð í hjarta þeirra Islendinga, sem rnuna þá tið, þegar við vorum erlendu valdi háðir. Eftir öll þessi ár hitnar mér enn íyrir brjósti á þessum degi. MinnLnig arnar streyma fram í hugann, og ég fyllist sérstakri tilfinn- ingu, einhvers konar þjóðar- sfiolti, eins og á sjálfan þjóð- hátíðardaginn, sautjánda júní. Þess vegna finnst mér sorg- legt, þegar verðandi mennta- menn ætla sér að eyðileggja há tíðahaldið þennan dag nú með því að beita sér gegn því, að íslenzka lýðveldið sinni frum- skyldu sinni, þ.e. að hafa ör- yggismál sín í lagi. Það verður alltaf aðalsjálfstæðismál Ss- lenzku þjóðarinnar. Vonandi skilja þessir tilvonandi mennta menn það, áður en það verður um seinan. Ekkert riki fær stað izt, geti það ekki tryggt og var ið fullveldi sitt. Hinir verðandi menntamenn segjast helga samkundur sinar þennan dag baráttunni gegn „hernámsliðinu“, eins og þeir kveða að orði. Með þvi eiga þeir við varnarliðið, sem við höfum sjálfir beðið um af nauð- syn. Það fær ekki staðizt á nokkum hátt að kalía vamar- liðið „hernámsUð" eða dvöi þess hér „hernám", hvern- ig sem menn líta á málið og hvað sem þeim annars kann að finnast um það. Slík hugtaka- brenglun og orðafölsun sæmir ekki háskólabo rgurum og hllýt- ur að koma þeim í koll, sem slíkt gerir. Sá, sem venur sig á slíikan hugsunarhátt eða tek- ur lygi í þjónustu áróðurs síns. er á hættulegri braut andlega. Hernám er íslenzk þýðing á orðinu occupatio (eða mis- (munandi myndum þess í munandi málum). Það hefur ákveðna, skýrt afmarkaða merkingu. Sú merking nær að sjálfsögðu ekki til dvalar varn arliðsins hér, og verða allir að viðurkenna það, hvar í flokki sem þeir annars standa. Hvaða orð skyldu þessir menn ætla að nota, yrði ísland einhvern tíma raunverulega hernumið? Senni lega „íhlutun", sem kommúnist- ar notuðu um það, þegar Sovét stjórnin lét Rauða berinn kæfa byltingu ungverskrar alþýðu í blóði og hernema landið að nýju, eða „samningsbundna að stoð sósíal'ískrar bræðraþjóð- ar“, eins og kommúnistar kalla hernám Tékkóslóvakíu. 0 Hugtakavændi hefnir sín Þýzkt spakmæli segir, að sá, sem umganglst aðra af léttúð og lausung, muni að lokum sjátf- ur verða hóra í annarra aug- um og hljóta tiltal og meðferð samkvæmt því. Sama giidir um viðhorf manna til orða og notk unar þeirra. Þeir, sem nota orð af léttúð, munu reka sig á það siðar, að orðin koma sjálfum þeim í koll. Andlegt lauslæti hefnir sín ávaUt. Þetta gildir bæði um 'kommúnista, sem hafa árum saman barizt fyrir því, að þetta orð yrði notað, og hina, sakleysingjana velmeinandi, sem láta hafa sig til orðaföls- unar. Og hvað á að segja uim blað Einars Ágústssonar, for- manns ráðherranefndarinnar um utanrikismál, sem notar þetta orð í sambandi við sam- kundurnar 1. desember án til- vitnunarmerkja, og hvað um fréttastofu hljóðvarps, sem ét- ur orðið upp eftir kommúnist- um? Sjónvarpið gætir hins veg ar hlutleysis og sóma síns í þessu efni, hversu lengi sem það verður nú þolað af núver- andi valdhöfum. Virðingarfyllst, Þ.Þ.“. — Það þarf víst ekki að taka það fram, að höfundur bréfs- ins hér að ofan er ekki einn af ritstjórum Tímans, þótt lík- lega (og vonandi) sé hann sam mála flestu, sem þar segir. SÖNGFÓLK Söngfólk óskast í allar raddir í góðan, blandaðan kór. Upplýsingar í símum 83448 og 82003. BASAR íþróttafélags kvenna verður haldinn að Hall- veigarstöðum sunnudaginn 5. des. nk. kl. 2 e. h. — Margir góðir munir, hentugir til jólagjafa. Basarnefndin, Lífið einbýlishús Til sölu er lítið einbýlishús, 3 herbergi og eldhús, í útjaðri borgarinnar, 15 mínútna akstur. Lítil útborgun. Uppl. hjá Nýju fasteignasölunni, Laugavegi 12. Sími 24300. Glerullareinangrunin er komin aftur. — Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Byggingavöruverzlun Kópavogs Símar 41000 — 41010 Odýrari en aðrir! SH0DH LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. Tlorðurbraul U1 Zlafnarfirði SÍMI 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag fEtifCitmþlíiixiíi margfnldar markad yönr argus auglýsingastofa 7\ldirnar Lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum. ÖLDIN SAUTJÁNDA árín 1601-1700 ÖLDIN ÁTJÁNDA I-II árín 1701-1800 ÖLDIN SEM LEIÐ I II árin 1801-1900 ÖLDIN 0KKAR I II árin 1901-1950 Alls 7 bindi. „Aldirnar" eru tvímælalaust vinsælasta rit- verk, sem út hefur komið á íslenzku, jafn- eftirsótt af konum sem körlum, ungum sem öldnum. Þær eru nú orðnar sjö bindi, og gera skil sögu vorrl í samfleytt 350 ár í hinu lífræna forml nútíma fréttablaðs. Samanlögð stærð bókanna samsvarar ná- Iega 4000 venjulegum bókarsíðum. Myndir eru hátt í 2000 að tölu, og er hér um að ræða einstætt og mjög fjölbreytt safn ís- lenzkra mynda. Eignizt „Aldirnar“ allar, gætið þess aS yð- ur vanti ekki einstök bindi verksins, sem er alls sjö bindi. KJÖRGRIPIR SÉRHVERS MENNINGARHEIMILIS IDUNN Skeggjagötu 1 símar 12923,19156 mmhhbsbmmssmsssshmmsmmm «11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.