Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 273. tbl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ’ f DAG er 1. desember. Ljós-1 * myndari Mbl., ÓI. K. M., tók I þessa mynd af styttu Jóns Sig l urðssonar á Austun elli í gær. I Fáni á Mars MOSKVU 30. nóvetmber — NTB. Rússar hafa komið fána Sovét- líkjanna fyrir á Mars. Ómannaða sovézka geimflaugin Mars 2 er komin á braut umhverfis reiki- stjörnuna og þegar hún náigað- íst yfirborðið var skotið hylki frá fiauginni með fánanum inn- anborðs að sögn TASS. Mars 2 lar skotið 19. maí og Mars 3, sem var skotið 28. maí, er á leið- tnni. Gandhi krefst brottflutnings Nýju Delhi, Dacca, 30. nóv. • — AP-NTB JAFNFRAMT því sem pakist- anska herstjórnin í Dacca hélt því fram að indverski herinn væri að víkka út átökin á landamærum Austur-Pakistans og Indlands og bardagar héidu áfram á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum, krafð ist frú Indira Gandhi forsætisráð Hussein slapp Kaáró, 30. nóv. NTB. HTJSSEIN Jórdaníukonungur og fjölskylda hans voni á lista yfir þá sem Palestínuskæruliðamir f jórir er réðu Wasfi Tell forsætis ráðherra af dögum hafa játað að þeir hafi ætlað að myrða, segir blaðið A1 Ahrani, háifopinbert málgagn egypzku stjórnarinnar í dag. Þessar upplýsingar komu fram í yíirheyrslum í miáli titt.ræðis- mannanna, sem hafa gert Itar- ie:ga grein fj'xir átformum ný- stofnaðra „hefndarsamtaka" um að myrða arabíska áíhrifamenn sem vinni gegn málstað Palestínu manna. Myrða átti Hussein er hann ætlaði fyrr á þessu ári til Kaíró, en hann aflýsti heimsókn inni og bjargaði þar með látfi sán-u að öllum Mikindum. Fjórmennimgamir fóru tdi Pakistan fyrr á þess-u ári til þess að myrða Hassan krónprins, en áform þeirra fóru út um þúfur, að sögn egypzka ríkissaksókn- arans. EBE-tillögum synjaö: Þrátefli í viðræðum um sjávarútvegsmál Ottazt að Norðmenn hóti „íslenzku ástandi44 í fiskveiðiréttindamálum BRUSSEL 30. nóvember — NTB. Hvorki hefur gengið né rekið í sanmingaviðræðuni Efnaliags- bandalagsins og landanna sein hafa sótt nm aðild að bandalag- inu um sjávarútvegsniál og fisk- veiðltakmörk, og sýnt þykir að Þrjár eyjar herteknar Teheran og London, 30. nóv. AP-NTB — Sveitir úr íranska hernum gengu í dag á land á þremur smáeyjtim í Persaflóa, og lögðu þær undir sig. Þrir menn úr innrásarhern- um féllu, og fjórir úr varnarliðl eynna. Hefur hertakan s»tt harðri gagnrýni frá furstadæm inu Ras al Khaimah, sem hefur lotið yfirráðum furstadæmisins Sharjah, og er hertaka hennar gerð samkvæmt samkomulagi furstans í Sharjah og ráðamanna í íran. Eyjarnar þrjár eru í mynni Persaflóa og heita Litla Tunb, Stóra Tunb og Abu-Musa. Er það síðastnefnda eyjan, sem lotið hef ur yfirráðum Sharjah. Eyjamar eiga það sameiginlegt að þær liggja á þröngri alþjóða-siglinga- leið, þar sem öll olíuflutningaskip Framh. á bls. 31 sögn fréttaritarti í Briissel að þessi mál ern mikhi erfiðari við- fangs en Bretar höfðu gert ráð fyrir. Ek-kert miðaði í samkomuiagis- átt á f-undi þeim sem i-auk kl. 6 í motrgun og staðið hafði í 21 tíma, oig á öðrum fundi sem var haldintn í dag hö-fnuðu Bretar nýrri tiSlö-gu EBE til lausnar -sjávarútvegsimálun'um. Fulltrúi Norðmanna, Per Kleppe við- skiptaráðherra sagði að þótt til- la-gan yrði n-ánar rannsöikuð í samráði við stjórmina í Osló væri óhætt að lýsa því yfir n-ú þe-gar að tillaga-n væri greinilega óað- gengileg. Aðalásteytingarsteinn- inn eru hugmyndir EBE um fisk- veiðiréttindi að loknu 10 ára að- lögun-artímabili. EBE leggur á- herzl-u á að öll aðildarlöndim verði að taka pólitíska ákvörðun í sjávarútvegsmálum'U'm eftir að- lög-u na rtí mann. ÓSIGIJR RIPPONS Þófið í -uimræðunuim um sjáv- arútvegsmálin hefur semnilega að en-gu gert vonir Breta um að uppkastið að sammimgi við EBE um upptöku verði umdirritað fyrir jól, að s-ögn frét'tamanna í Briissel. Stjómmálamenn í Brús-sel eru samnmáia um, að tonezki markaðsráðiherranm, Framh. á hls. 31 herra þess á þingfundi í Nýju Delhi I dag að Pakistanar flyttu herlið sitt á brott frá Austur-Pak istan og sagði að nærvera þeirra „væri ógnun við öryggi okkar Frú Gandhi sagði að brottflutn ingur Pakistana væ-ri eina leið- in til þess að koma á friði og gaf til kynma að Indverjar niundu send-a heirlið yfir landamærin. „Við getum ekki látið viðgang ast útrýmingu þjóðar í næsta ná grenni ög heimurinn verður að gera sér ljósa grein fyrir þvi. Það er ekki í þágu þjóðarhagsmuna okkar að láta útrýma heilli þjóð. Framh. á bls. 31 Vilja halda 12 mílunum Lon-don, 30. nóv. — NTB 1 SJÓNVARPSÞÆTTINUM „Panorama", sem sýndur va-r I brezka sjónvarpinu í gær á veg- nm BBC, komu meðal annarra fram sjómenn, er kváðust reiðu- búnir til að beita valdi tU að vernda núverandi 12 mílna fisk- veiðimörkin, verði þau afmunin með væntanlegri aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Margir sjómannanna, sem rætt var við í þættinum, töldu lík- legt að ef núgildandi fis-kveiði- mörkum yrði breytt, gæti sam- keppni brezkra, franskra, belg- ískra og hollenzkra togarasjó- manna á miðunum leit-t til vald- beitingar. Sjómaðurinn Brian Hall frá Forset á Suðvestur-Englandi hélt þvi til dæmis fram í þættinum að fiskimenn frá meginlandinu notuðu smáriðin net, og hirtu þannig allan smáfisk. Þetta eyddi fiskstofninum. Hann hélt því beinlínis fram að evrópskir fiski- menn skyldu ekki þýðingu orðs- ins „vemdun". íhaldsþingmaðurinn W. H. K. Baker, sem er þingmaður fiski- héraðs í Skotlandi, kvaðst álíta að ekki kæmi til greina fyrir Breta annað en halda fast við 12 milna mörkin. Hins vegar hefur hann bent kjósendum sin- um á, að ými-s hl-uinnindi fylgja að i-ld að EBE, eins o-g til dærnis hærra fiskverð og nýir mark- aðir. Nýttleynivopn Nýju Delhi, 30. nóv. - NTB SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum í Nýju Delhi hafa indverskir hermenn og skæru- liðar frá Austur-Pakistan beitt nýju leynivopni gegn her mönnum Pakistans að undan- fömu. Þetta nýja vopn er notað til að kanna hvar leyniskyttur úr her Pakistans sitja fyrir and stæðingunum. Hafa indversku hermennirnir og skæruliðamir gripið til þess ráðs að klæða apa í einkennisbúninga her- manna. Öpunum er svo steppt lausum á átakasvæðum, og Pakistanar koma upp um felu staði sína þegar þeir hefja skothrið á apana. Samkvæmt heimildunum eru notaðir Langur-apar i þessu skyni, en þeir eru taldir mjög greindir. Hefur hundruð um apa verið beitt í þes-su skyni með góðum árangri. Eihi g-allinn er sá að stöðugt þarf að fanga nýja apa, því „mannfail“ er mikið í röðum þeinra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.