Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR L DESEMBER 1971 Útgofandi hf. Árvakur, Raykjavlk, Framkvaamdastjóri Hsraldur Svainsson. Rilatjórar Matthías Johannaesen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðatoðarritatjóri Styrmir Gunnarsaon. Ritfltjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsaorv. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýaingastjóri Ami Garðar Kriatinseon. Ritstjóm og afgreiöala Aðalstrasti S, sfmi 10-100 Augiýsingar Aðalatrasti 6, simi 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. £ mðnuði innanlands. f leuaaaölu 12,00 kr. eintakið. viðunandi hætti. Hin uppvax- andi kynslóð ungra íslend- inga hefur ekki af eigin raun kynnzt þeim hættum, sem að smáþjóð geta steðjað í okkar heimi. Þetta unga fólk á ákaf- lega bágt með að trúa því, að til þess geti komið, að á ís- land verði ráðizt. Innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 hefur ekki reynzt þessu unga fólki nægileg sönnun fyrir því hvaðan hættan stafar. Þegar minnzt er á Tékkóslóvakíu, bendir það á Víetnam — og síðar samþykkti Alþingi, að vamarsamningnum skyldi sagt upp, en ekki leið langur tími þar til þáverandi ríkis- stjórn, sem skipuð var full- trúum Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags, komst að þeirri niður- stöðu, að öryggi þjóðarinnar væri ekki nægilega tryggt með því að láta varnarliðið hverfa úr landi. Þannig hafa allir íslenzkir stjórnmála- flokkar fyrr á árum komizt að sömu niðurstöðu í öryggis- Á mörkum austurs og vesturs I fullveldisdaginn 1. desem- ber, ber okkur fyrst að minnast með virðingu þeirra manna og þeirra kynslóða, sem leiddu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fram til þess merka áfanga, sem fullveldi íslands á árinu 1918 var og þeirra, sem baráttunni héldu áfram, þar til lokamarkinu var náð með lýðveldisstofnun 1944. Okkur ber einnig að minnast þess fólks og þeirr- ar kynslóðar, sem á þeim tíma, sem liðinn er frá full- veldinu, hefur rutt íslenzku þjóðinni braut frá fátækt til bjargálna og nú á síðustu ára- tugum að því marki að vera í hópi þeirra þjóða, sem veita þegnum sínum bezt lífskjör. Þá er ekki síður ástæða til að minnast með þakklæti þeirra manna, lifandi og látinna, sem hafa með farsælum hætti tryggt sjálfstæði og öryggi íslenzku þjóðarinnar í við- sjárverðum heimi á þeim ár- um, sem liðin eru frá því að lýðveldi var stofnað á Þingvöllum. Það kostaði oft harða baráttu að vísa þjóð- inni réttan veg og sú barátta stendur enn. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að geta á fullveldisdaginn skýrt frá því, eins og fram kemur annars staðar í Morgunblað- inu, að nú liggur ljóst fyrir, að þingmeirihluti er ekki til staðar til þess að gera ísland varnarlaust. En senn líður að því, að ungar og uppvaxandi kynslóð ir taki við þeim arfi, sem hinir eldri skila af sér með svo einstæðum hætti. XXX Einmitt af þessu tilefni er ástæða til að fjalla um ungt fólk á íslandi í dag og af- stöðu þess til stöðu þjóðarinn- ar í þeim heimi, sem við nú búum í. Almennt talað er Ijóst, að viðhorf æskufólks til ríkjandi skipunar mála, hvort sem er í innanlandsmálum eða alþjóðamálum, einkenn- íst af efasemdum um gildi og réttmæti þess sem er. Þetta er ekkert einangrað fyrir- brigði hér á íslandi. Öllu held ur má segja, að efinn gagn- vart því, sem er, setji sterk- an svip á þessa kynslóð á Vesturlöndum og jafnvel víð- ar um heim. Ungt fólk dregur í efa verð- mætamat velmegunarþjóðfé- lagsins. Það hefur ekki sjálft tekið þátt í þeirri hörðu bar- áttu, sem foreldrar þess hafa háð fyrir þeirri velmegun, sem nú ríkir og kann ekki af þeim ástæðum að meta árang ur þeirrar baráttu. Hin nei- kvæðu viðbrögð æskufólks gagnvart velmegunarþjóðfé- laginu birtast okkur í hippa- menningu nútímans. Ungt fólk tortryggir líka þá skip- an alþjóðamála, sem við höf- um að mestu búið við frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síð- ari og spyr hvaða vit sé í að sóa gífurlegum fjármunum í vopnabúnað og styrjaldir. Friðarþráin hefur kannski sjaldan verið jafn sterk og meðal æskufólks í dag. XXX Fátt er meira virði en sú reynsla, sem einstaklingar og þjóðir afla sér á lífsleiðinni. Eldri kynslóð íslendinga öðl- aðist dýrmæta reynslu í heimsstyrjöldinni síðari, þeg- ar ísland var hernumið, þrátt fyrir yfirlýsingu um ævar- andi hlutleysi. Þessi lífs- reynsla hefur jafnan síðan mótað mjög afstöðu þessa fólks til öryggismála þjóðar- innar. Næsta kynslóð á eftir og þ. á m. margir þeir, sem nú eru á miðjum aldri upp- lifði kalda stríðið, þegar það geisaði af fullri hörku. Þeir kynntust af eigin raun þeim kvíða og ótta, sem fólk var haldið á erfiðustu árum kalda stríðsins. Sú reynsla, sem þeir þá fengu, hefur markað afstöðu þeirra síðan. Mikill meirihluti þeirrar • kynslóðar er sannfærður um nauðsyn þess, að við íslendingar tryggjum öryggi okkar með kannski ekki að ástæðu- lausu. XXX I dag stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu í fyrsta lagi, hvort hlutleysi sé nægileg vörn fyrir íslenzku þjóðina, í öðru lagi, hvort að- ild að Atlantshafsbandalaginu ein saman sé nægileg trygg- ing fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar og í þriðja lagi, hvort nauðsynlegt sé fyrir okkur að halda áfram að treysta öryggi landsins með ein hvers konar varnarsamstarfi við aðrar þjóðir. Framvinda þessara mála veltur öðru fremur á hinum yngri kyn- slóðum fslendinga. Sjálfsagt er, að unga fólkið íhugi þessi mál vel og rækilega, áður en það kemst að sinni niður- stöðu. Það er engin ástæða til annars en að ræða öryggis- mál þjóðarinnar fordóma- laust og málefnalega, án æs- ings og upphlaupa. En reynsl- an talar sínu máli. Vorið 1940 gekk brezkur her á land á íslandi, þrátt fyr- ir yfirlýsinguna um ævarandi hlutleysi og vitað var, að Hitler hafði í hyggju að senda hersveitir til íslands. Á þessum tíma voru margir af mætustu mönnum þjóðar- innar þeirrar skoðunar, að hlutleysi væri okkar bezta vörn. í þeirra hópi var Bjarni Benediktsson. En hann, eins og margir aðrir, skipti um skoðun, þegar fengin reynsla sannfærði hann um, að í hlut- leysi fælist engin trygging. Við gerðumst aðilar að At- lantshafsbandalaginu 1949 og þá var því lýst yfir, að hér yrði ekki her á friðartímum. En tveimur árum seinna var, að beztu manna yfirsýn, talið nauðsynlegt að gera sérstak- an samning við Bandaríkin um varnir íslands. Þá var meirihluti Alþingis sömu skoðunar, en Sjálfstæðisflokk ur og Framsóknarflokkur voru við stjórn. Fimm árum málum þjóðarinnar, þegar til kastanna hefur komið. XXX En nú er því haldið fram, að tími sé kominn til breyt- inga í þessum efnum. Hvað hefur þá breytzt í veröldinni í kringum okkur? Menn gera sér nú vonir um, að betri horfur séu á frið samlegri sambúð milli vestr- ænna ríkja og þeirra, sem búa við sósíalískt þjóðskipu- lag en áður. Kalda stríðið er ekki jafn hart og áður. Vonir standa til, að í okkar heims- hluta megi á næstu árum tak- ast að komast að samkomu- lagi um, hvernig tryggja megi öryggi Evrópuríkja. Við verðum að fylgjast vandlega með þessari þróun og verða þátttakendur í henni, vegna þess, að hún getur skipt sköp- um um sjálfstæði okkar í framtíðinni og ekki síður vegna hins, að við viljum ekki að erlent varnarlið dvelji hér um aldir og ævi. En þetta eru einungis von- ir, sem ekki eru orðnar að veruleika. Sá veruleiki, sem við stöndum frammi fyrir í dag, er mun nærtækari. Allt í kringum okkur er hafið fullt af herskipum og kafbátum. Herflugvélar sveima nær daglega í kringum ísland. Að því leyti erum við á mörkum austurs og vesturs. Við erum ekki eina þjóðin við norðan- vert Atlantshaf, sem hefur áhyggjur af þessari þróun. Frændur okkar Norðmenn hafa enn þyngri áhyggjur en við. En þá er þess að gæta, að Norðmenn hafa orðið fyr- ir þeirri reynslu, sem við höf- um ekki haft kynni af, að land þeirra hefur verið her- numið af fjandsamlegum öfl- um. Þess vegna hafa þeir ef til vill gleggri skilning á því en við, að hver sjálfstæð þjóð þarf að tryggja öryggi sitt. En Norðmenn verða líka margs að gæta. Þeir vita, t.d. að ef þeir vildu gera varnar- Magnús Jónsson á Varðarfundl: Stefnt að þrúgandi ríkisafskiptum Nauðsynlegt að ríkisstjórn inni sé veitt aðhald Magnús Jónsson alþingismað- ur flutti ræðu á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar, sem haldinn var í gærkvöldi, og kaiiaði hana: Eru aukin rikisaf- skipti yfirvofandi? Sagði hann í upphafi máls sins, að raunar væri ástæðulaust að spyrja svo, þar sem allur þorri landsmanna gerði sér grein fyrir, að þessi væri stefn- an. Alþingismaðurinn lagði á það álierzlu, að með nýju haftakerfi væri stigið spor aftur á bak. Þess vegna væri nauðsynlegt, að þjóðin veitti ríkisstjórninni aðliald. Ella drægjumst við aft- ur úr í stað þess að stíga mörg skref fram á við með því að beizla þá orku, sem í þjóðinni byggi, það framtak, sem fram liefði komið á undanfömum ár- um. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER MERKISBERI FRJÁLSRÆÐIS Magnús Jónsson sagði, að stjómarflobkamir hefðu alilir lagt áherzliu á aufciii rífcisaf- skipti. Framsóiknarflokkurinn ætti að vís'u vegna stefnu sinn- ar að standa þar á móti, en Framh. á bls. 31 sáttmála við aðra þjóð, t.d. eitthvert aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins, mundi sovézkur her taka sér stöðu í Finnlandi. Svo einfalt er það. Okkar unga fólk þarf að hug- leiða, hvers vegna hafið í kringum ísland er fullt af herskipum. Og þá gagnar ekki að svara því til, að það sé vegna veru bandarísks varnarliðs á íslandi. Norður- Atlantshafið missir ekki hernaðarþýðingu sína, þótt varnarliðið hverfi frá íslandi og ísland missir ekki hernað- arþýðingu sína þótt varnar- liðið hverfi á brott. En reynsla annarra á að geta kennt okkur, að rússneska stórveldið krefst áhrifa, þar sem það sér tækifæri til. Er- um við ófærir um, íslending- ar, að læra af reynslu ann- arra? Er það nauðsynlegt til þess að augu okkar unga fólks opnist, að við verðum fyrir reynslu leppríkja A- Evrópu? XXX Ungt fólk er alþjóðlega sinnað. Það hefur á yngri ár- um ferðazt meira en foreldrar þess og kynnzt fleiri þjóðum en hinir eldri áttu kost á, á þeirra aldri. Þessi staðreynd gerir það að verkum, að þetta unga fólk ætti að hafa meiri skilning en hinir eldri á nauð- syn samstarfs þjóða í milli. Við lifum á þeim tímum, þeg- ar engin þjóð getur staðið ein, hún þarf að bindast öðr- um þjóðum traustum vina- böndum. Það þurfum við Is- lendingar ekki síður og raun- ar miklu fremur en aðrar þjóðir — vegna smæðar okk- ar. Þess vegna eigum við að ganga djarflega til samstarfs við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar og hafa sýnt okkur mesta vináttu, skiln- ing og traust. Þetta eigum við að gera, bæði í þeim mál- efnum, sem varða öryggi okkar og á sviði viðskipta- mála og menningarmála. Morgunblaðið fullyrðir hik- laust, að mikill meirihluti ís- lendinga, miðaldra og éldri, hafi gert sér þetta ljós. En Morgunblaðið gerir sér líka grein fyrir því, að unga kyn- slóðin er ennþá efafull og tor- tryggin. Hún hefur rétt til þess og afstaða hennar er skiljanleg. Hið eina, sem hin- ir eldri geta krafizt er það, að þessi uppvaxandi kynslóð Islendinga ræði þessi mál, öryggismál þjóðarinnar, for- dóma- og hleypidómalaust á grundvelli þeirra staðreynda, sem fyrir liggja, og fenginn- ar reynslu. Þá þarf heldur ekki að efast um. hver niður- staðan verður. Magnús Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.