Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 11
Eggert G. Porsteinsson um almannatryggingarnar: Allt er óbreytt — nema gildistökudagurinn Tillaga Axels Jónssonar o.fl.: Bótaréttur verði skýlaus — vegna flugslyss eða tjóna 2. UMBÆÐA um frumvarp rík- isstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögrun um flýtingu á gildistöku laga um almennar tryggingar fór fram í efri deild s.l. mánudag. Frumvarpið var samþykkt til 3. umræðu. Bggert G. Þorsteinsson (A) sagði m.a., að við fyrstu umræðu máilsins hefði tryggingamálaráð- herra viðurkennt, að sú ein breyt ing fælist í frumvarpinu, að giM istökiu þess væri flýtt um fimm mánuði, frá 1. jan. 1972 til 1. ágúst 1971. Það væri innihald f rumvarpsins. Síðan sagði þingmaðurinn m. а. : Það skal viðurkennt, að þetta ákvæði er til mikilla bóta fyrir þá, sem trygginigabóta njóta. Þá kemur að margendurtekinni spuminigu málsivara núverandi stjómarflokíka við fyrstu um- ræðu málsins, en þó sérstakie'ga fyrir tvennar siðustu almennar kosningar í landinu, — við bæj- arstjómarkosningarnar 1970 og svo við aiþingiskosn ingamar sl. vor. Hvers vegna hækkið þið ekki smánarbætur trygginganna? Á eftir fylgdu þá hjartnæmar athugasemdir og samanburður á þessum „smánarbótum“, sem taM ar voru felast í frumvarpi því, sem fyrrverandi ríikisstjóm lagði fram 18. marz 1971 og samþykkt var einróma sem lög frá Alþingi, б. apríl, eða tæpum 3 vikum sið- ar. Frumvarp þetta voru niður- stöður vandliegrar athugunar nefndar, sem skipuð var úrvals- fólki sem vann verk sitt með prýði. — Bótaupphæðir frum- varpsins og gifdistökuákv. voru hins vegar áikvörðun þáverandi rikisstjómar og við það miðaðar, að hægt væri að standa við þær í raun og sannleika og þá fyrst og fremst af hólfu rikis og bæjar félaga, — en hækkanir laganna voru áætiaðar 500 milljónir króna, þegar þær kæmu að f.uiilu til framikvæmda á heilu ári. Þegar umrædd endurskoðunar- nefnd skilaði áliti, 5. marz 1971, og ríikisstjómin tók sínar ákvarð anir, varð að sjálfsögðu að áætla tekjur ríkisins á þessu ári, en svo sem auðsætt má vera, var ekki um aðra viðmiðun að ræða varðandi f járhagslega getu rikis- sjóðs, en árið 1970 — þ.e. árið á undan og það sem þá var liðið af þessu ári eða aðeins 2Ve mán- uður. Eðl'ilega höfðu velflest bæjar- og : SVeitarfélög þá nýverið gert sínar fjárhagsáætlanir fyrir aldt árið 1971, án þess að gera ráð fyr ir hackkunum á framiögum sín- untí til Tryggingastofnunarinn- ar. — Þá var og í gildi „verð- stöðvun" þannig að ekki var unht að leyfa atvinnurekendum að velta sínurn hluta út í verð- l'aigið. Þannig var taflstaðan þegar ákveðinn var flutningur frum- varpsirís um endurbætur trygg- ingalaganna af fyrrverandi rikis stjórn. Með hliðsjón af þessum stað- reýndum Var giidistaka laganna ákveðín 1. jan. 1972. Síðan sagði þihigmaðurinn: Hægur stígandi var hiiis vegar í vel'gengnisátt í efnahagsmálum þjóðarinnar, m.a. vegna ráðstaf- ana er gerðar höfðu verið af stjórnvöddum, og rökstyðja mátti með reynslu undangeng- inna mánaða, að við öll ákvæði laganna mætti standa að fullu, án alls vafa. Það skal hins vegar játað, að í marzmánuði í fyrravetur sá hvorki rikisstjórnin né aðrir, þótt útlit væri allt í bótaátt, að tekj- ur ríkisins, afurðaverð okkar á erlendum mörkuðum og fiskiafM tæki slóikt stökk fram á við, sem var hins vegar orðin staðreynd 14. júlí sl., þegar núverandi ríkis- stjóm tók við vöttdum. Við umræður um mangnefnt frumvarp þáverandi ríkisstjórn- ar á sl. vetri fliuttu þáverandi stjórnarandstæðingar nokkrar hækkunartillögur er þeir töldu þá algjört lágmark að samíþykkt- ar væru. — Þessar breytingartil- lögur þeirra þá voru um 40 tals- ins og þýddu þá nokkur hundruð milljóna króna útigjöld fyrir þá aðila, sem til trygginganna greiða án þess að séð væri þá fyrir nokkrum tekjum á móti. Nú skyldi maður ætla, að þeg- ar þessir sömu aðittar hafa tekið við völdum, ekki hvað sizt þegar allit gengur, guði sé lof, i haginn fyrir þjóðina alla, til lands og AXEIi Jónsson hefnr flutt um það lagafrumvarp, að í skipu- lagslög komi ný málsgrein, þar sem sveitarstjórnum sé heimilað að banna efnistöku, grjótnám eða annan verulegan tilflutning eða brottnám jarðefna, ef líklegt megi telja, að það valdi röskun Iands, sem ieitt geti af sér upp- blástur eða valdið verulegum erfiðleikiun við framkvæmd skipulags. 1 greinargerð með frumvarp- inu segir m.a.: Vegna mannvirkjagerðar, húsa bygginga og ýmissa annarra framkvæmda, sem á síðari árum eru gerðar i stærri stil en áður og með stórvirkari tækjum, hef- ur ásókn í ýmiss konar fyMing- arefni aukizt mjög. Flestar shk- ar framkvæmdir, aðrar en gerð FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Fi-iðjón Þórðarson, Gunnar Tlioroddsen, Jón Árna- son og Pétur Sigurðsson hafa flntt um það tillögu til þings- ályktunar, að ríkisstjórnin hlut- ist til um, að sjómæiiiigum við ísland verði hraðað svo sem unnt er. Jafnframt verði stefnt að því að afla sem gleggstrar alhiiða vitneskju um landgmnnið allt, svo sem viðáttu þess, dýpistak- mörk, Iiotnlag og hvers konar notagildi. 1 greinargerð með tillögunni segir m. a.: Sjómælingar við Island beinast að gagnasöfnun á hafimu uim- hverfis landið, er á megi byggja við útgáfu sjðkorta og annarra Eggert G. Þorsteinsson. sjávar, að þessar tiMögnr sæju dagsins Ijós í frumvarpi rílkis- stjórnarinnar ,m.ö.o. að „smánar- bætumar" yrðu gerðar „mann- sæmandi". Þá bregður hins vegar svo við, að þær fyrirfinnast ekki, — ekki er breytt einu einasta atriði öðru en því, að I stað orðanna „1. janú ar 1972“ kemur „1. ágúst 1971“, allt annað og þ.á.m. bátaupphæðir eru óbreyttar frá löguim fyrri rikisstjórnar. þjóðvega, eru aðaUega í þéttbýM, þ. e. innan skipulagsskyldra staða. Er svo komið nú, að jafn- vel innan kaupstaða hefur lands- lagi verið gjörbylt, svo að veru- legum erfiðleikum getur valdið að koma á skynsamlegu skipu- lagi. Auk þess stafar i mörgum tilfellum af þessu stórfeUd hætta á uppblæstri viðkomandi lands- svæða og því nauðsyn á að tryggja sem bezt viðhUtandi ráð- stafanir gegn þeirri hættu. Með ákvæði þvi, sem hér er lagt til að lögfest verði, telur flutningsmaður, að hægt sé að koma í veg fyrir, að slíkt ástsund skapist eftirleiðis, án þess þó að gera landeigendur of háða sveit- arstjómum að því er varðar þau not af landi, sem eðiileg geta taMzt. upplýsinga í þágu sjófarenda. Gefur auga leið, hversu nauðsyn- legt er öllum fiskimömmum og farmönnnm að hafa aðgang að trausitum heimildum af slítou tagi i sjóróðrum og siglimgum með ströndum fram, inn á firði, vítour og voga eða út tU hafs. Það er skylda hverrar sjálfstæðrar þjóðar að þekkja land sitt sem bezt. Á sama hátt er nauðsyn- legt og skylt að kamna umhverfi landsins, hafdýpi og hafsbotn, bæði með ströndum fram og á ÖM'U landgrunninu. Sjómælingar eru lunnar i þágu al’þjóðar, U'kt og landmælingar. Aðeins lítil) hluti hafsvæðisins krinigum Is- land hefur verið nákvæmlegá mældur. Þar er því ærið verk- efni fyrir höndum. AXEL Jónsson og Stefán Val- geirsson hafa flutt um það til- lögu til þingsályktunar, að end- urskoðuð verði ákvæði loftferða- laga um ábyrgð flytjenda far- þega og farms, einkum með til- liti til þess, að eigi er ailtaf full- Ijóst, hver teljast skuli flytjandi; sömuleiðis regiur um ábyrgð eig- enda flugvéla gagnvart flug- mönnum, svo og vátrygginga- samninga varðandi flug. f greinargerð segir m. a.: Kornið hefur í ljós, að nokkur vaifi getur verið sam'tovæmt gild- andi loftferðalögum á réttarstöðu farþega og flugmanna í sam- bandi við bætur út aif flugslys- um eða öðru tjóni aí fluigferðum. Á það t. d. við um svonefnda flu'gklúbbia, þ. e. þegar nokkrir menn sameinast um kaup á flug- vél eða fluigvéhim til einkaaf- nota, svo og er leigðar eru út PÁLMI Jónsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp ttt breyt- inga á jarðræktarlögunum frá 22. apríl 1965, þar sem liai#i leggur tii að á tímabUinu frá 1972—1976, að báðum árum meðtöldum, grtiði ríkissjóður fjárframiag til uppsetningar á súgþurrkunar- tækjum með mótor og blásara, er nemi að meðtöldum jarðrækt arstyrk 1/3 kostnaðar, eftir regl um sem Búnaðarfélag íslands setur. Sé um færanleg tæki að ræða, skal styrkurinn miðast við hæfilega stóran rafmagnsmótor. f greinargerð sinni með frum varpinu segir Pálmi m.a.: Á síðasta Búnaðarþingi var kosin milMþinganefnd til þess að endurskoða jarðræktarlögin. Var þess fuU þörf, að hafizt væri handa um þetta verkefni, því áð ástæða sýnist til að hugleiða breytingar á lögunum í ýmsum efnum. Ekki er enn vitað, hvað starfl nefndarinnar líður, en rétt virðist að bíða með að gera tillögur um meiri háttar breytingar á lögun- um, þangað til hún hefur skilað áliti. Sú breyting, sem með frum- varpi þessu er lagt til að gerð verði á lögunum, hefur þó sér- stöðu. Hér er um að ræða endur nýjun á bráðabirgðaákvæði, sem gilti á árunum 1965—1969. Síðan hefur ákvæði þetta í raun verið framlengt með sérstakri fjárveit ingu á fjárlögum. í fjárlagafrum varpi fyrir næsta ár er h|ns veg ar ekki að finna tillögu um fjár veitingu í þessu skyni og því horfur á, að niður falli aðstoð rík isins við þennan þátt landbúnað arins, verði ekkert aðhafzt til ur bóta. Þvi er þetta frumvarp flutt, enda eðlilegra, að ákvæði, er þetta varðar, sé að finna í land bi/iaðarlöggjöfinhi, meðan rétt- mætt er talið, að fitemlög séu greidd til súgþurrkunartækja. flugvélar til einstakra flug- manna, sem þá fljúga ýmist eða. taka með sér farþega. Almennt mun fólk telja sig tryggt, er það ferðasit í flugvélum, og einnig telja flugmenn sig tryggða, jafnc þegar þeir eru að safna sér flug- ttaium sem i sjálifu flugniáminu. Flutningsmenn telja brýna nauðsyn bera til, að má'lum þess- um verði komið á hreint, þannig að eftirleiðis verði ekki vafi um bótarrétt þeirra, sem fyrir tjóni verða, eða, ef ékki yrði fallizt á þá skoðun, að ákvæðum verði breytlt þannig, að enginn vafi geti þá veirið fyrir þá, sem sitfiga upp í flugvélar annarra en flug- félaga, sem annast reglubundið fflug, um, að þeir séu ótryggð- ir og eigi ekki annan bótarétt en þann, sem hin almenna skaða- bófaregtta kynni að veita þeim. Þarflaust er að fara mörgum orðum um gildi súgþurrkunar fyrir íslenzkan landbúnað. Það hefur sannazt ótvírætt á undan- förnum árum, að súgþurrkun er meðal þess, sem mest hefur hjálp að bændum við aukna og bætta fóðuxöflun. Þótt súgþurrkun sé ekki ein- hlít, þegar verulega bregður til votviðra, er þaú mála sannast, að án hennar aðstoðar og þess örygg is, sem hún veitir, munu fáir geta hugsað sér þurrheysverk un, meðan aðrar aðferðir og ný tækni ryðja sér ekki til rúms. Þótt útbreiðsla sijgþurrkunar- Framh. á bls. 31 Axel Jónsson. Axel Jónsson tekur sæti á Alþingi AXEL Jónsson hefur nú að nýju tekið sæti á Alfþingi, en hann hefur um hríð legið á sjúkra húsi vegna bifreiðarslyss. Frumvarp Axels Jónssonar; Heimild til að banna efnistöku og grjótnám S j ómælingum við Island — sé hraðað eins og unnt er Frumvarp á Alþingi; Framlenging á styrk til uppsetningar súgþurrkunar tæk j a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.