Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MtÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 — Vísir að Framh. af bls. 17 og framkvæmdaáætlanir, vakna spumingar um eðli og tilgang þeirra breytinga, sem fyrirhugað aireru. í athugasemdum við frum- vairpið segir, að Framkvæmda- stofnun ríkisins eigi að hafa frumkvæðið í atvinnumálum. Nokkur atriði í frumvarpinu gefa til kynna í hverju þéssi ríkisfor- sjá á að vera fólgin. Þar segir, að áætlanadeild Framkvæmda- stofnunarinnar skuli gera áætl- anir um uppbyggingu og þróun mikilvægustu atvinnugreina og um heildarþróun atvinnulífsins. í athugasemdum við frumvarpið segir, að þetta feli í sér nýmæli. Hvert er nýmælið. Ekki áætlana- gerðin í sjálfu sér. Mætti frekar segja, að það væri eðlilegt fram hald af brautryðjendastarfi. Við reisnarstjórnarinnar varðandi þjóðhags- og framkvæmdaáætl- anir. Heldur er eðli áætlunarinn ar nýmæli. Á þetta ' bæði víð sjálfa gerð áætlunárinnár og framkvæmd hennar. Áætlanir samkvæmt frum- varpi þessu á ekki að byggja á ákvörðunum eigenda og for- stöðumanna fyrirtækja, sem í frjálsu hagkeríi mótast af lög- málum frjáls markaðar og verð- myndunar. í stað þeas á svoköll- uð lánadeild Framkvæmdastofn- unaiinnar að annast rannsóknir á arðsemi og þjóðhagslegu gildi nýrra atvinnugreina og fyrir- tækja, sem fyrirhugað er að setja á stofn. Þessi forsjá ríkis- valdsins nær ekki einungis til nýrra atvinnufyrirtækja, heldur er lánadeildinni falin rannsókn á stöðu starfandi fyrirtækja, sem þarfnast endurskipulagning- ar og nýrrar fjármögnunar. En það er ekki látið við það sitja að taka eigi fram fyrir hend- ur þeirra aðila, sem kunna að vilja stofna nú fyrirtæki eða end- urskipuleggja gömul. Þessi lána- deíld á að geta átt frumkvæði að stofnun nýrra fyrirtækja. Svo mikii á náðarsól ríkisvaldsins að vera, að jafnvel skal séð fyrir þessu. Forsætisráðhenra hefur ekki svarað fyrirspurn, í hverju þetta frumkvæði lánadeildarinn- ar eigi að vera fólgið. Það er þeim mun meiri ástæða að spyrja um þetta, þar sem í frum- varpinu er opnuð leið fyrir beina þátttöku ríkisins í atvinnurekstri landsmanna. Felst þetta í þvi ákvæði frumvarpsins, að Byggða- sjóði er heimilað að gerast með- eigandi í atvinnufyrirtækjum. Er kannski ætlunin að efna til þjóðnýtingar atvinnufyrirtækja með því að ganga að því verki gegnum bakdyrnar, þar sem vit- að er, að meginþorri þjóðarinn- ar myndi hafna slíkri stefnu, ef gengið væri hreint til verks? En sjá má nánar, hvernig fyr- irhugað er að koma í framkvæmd áætJlunum Framkvæmdastofn- unarinnar. Það er gert með því að veita lánadeild Framkvæmda- stofnunarinnar meira vald yfir peningastofnunum landsins en nokkur dæmi eru til. Lánadeild á að vinna að því að samræma útlán allra opinberra stofnlám- sjóða og að skipuleggja fjár- magnsöflun til framkvæmda með sérstöku tilliti til þeirra fram- kvæmda, sem forgang þurfa að hafa, eins og segir í frumvarp- inu. Það er samt ekki látið sitja við samræmingu útlána og skipulagningu fjármagnsöflunar. Heldur er beinlínis ætlunin að afnema tilveru stofnlánasjóða þéirra, sem nú starfa og leggja undir stjórn Framkvæmdastofn- unarinnar. Þannig er gert ráð fyrir, að þegar í stað verði Fram- kvæmdasjóður fslands og At- vinnujöfnunarsjóður lagðir und- ir hina allsráðandi stofnun. Það er yfirlýst stefna frumvarpsins, að síðar verði aðrir stofnlána- sjóðir sviptir sjálfstæðri tilveru sinni og settir undir Fram- kvæmdastofnunina. Hér koma til greina sjóðir eins og Fisk- veiðasjóður, Stofnlánadeild land-. búnaðarins, Iðnlánasjóður, Verzl- unarlánasjóður- og Lánasjóður sveitarfélaga, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta sýnir hvílíkum heljar- tökum ríkisstjórnin hyggst beita til að tryggja fromkvæmd þjóð- hags- og framkvæmdaáætlarra sinna. Af þessu má og renna gruin í, hvers eðlis þær fjárfest- ingarhömlur verða, sem fyrir- hugsaðar eru, og nefnast á máli frumvarpsins að „raða fram- kvæmdum". Það mikla vald, sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins er ætlað að fá, leiðir af eðli þeirra þjóð- hags- og framkvæmdaáætlana, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. í staðinn fyrir, að áætlunum sé ætlað að vera hjálpartæki ríkis- valdsins til mótunar efnahags- stefnunnar, er þeim ætlað að vissu leyti að koma í staðinn fyrir frjálst markaðs- og verð- myndúharkerfi. Til þess áð tryggja framkvæmd slíkrar áætl unar óg koma fram vilja sínum gagnvart atvinnurekstrinum, þarf ríkisvaldið að beita þving- unum, sem í greinargerð frum- varpsins eru nefndar fjárfesting- arstjórn. Af þessu má marka, hvert rík- isstjórnin stefnir. Það má deila um, hvort eðli og tilgangur þjóð- hags- og framkvæmdaáætlana eigi að vera. En það verður ekki deilt um staðreyndir. Og stað- reyndin er sú, að frumvarpi rík- isstjórnarinnar um Framkvæmda stofnun ríkisins er ætlað að marka nýja stefnu í stjórn efna- hagsmálanna. Það er ekki í anda áætlanagerðar i frjálsu hagkerfi heldur áætlunarbúskapar austan jámtjalds. Að vísu verður ekki í einni svipan komið á fót hér á landi efnahagskerfi kommún- ismans, þótt frumvarp þetta verði að lögum. Réttara er að orða það svo sem viðskipta- og sj ávarútvegsráðherra gerði á landsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt frásögn Þjóðviljans sagði þessi reyndi frumherji kommúnismans á fs- landi, að þessi stefna ríkisstjórn- arinnar væri „vísir að áætlunar- búskap“. Hann má glöggt vita, hvert förinni er heitið. Og hann treystir á, að mjór er mikils vís- ir. Það er hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að koma í veg íyrir þessar fyrirætlanir og standa vörð um frelsi, framtak og fram-i farir í landi okkan Þorv. Garðar Kristjánsson. 6ílar - skuldabréf Volvo station, árg. '62 Volkswagen Varian, station '67 Volvo 544, '62 Saab '66 Volkswagen '61. Bifreibasalan Borgartúni 1, símar 19615. 18085. Vorum ú taka upp stóra sendingu af síðum kvöldkjólum Glæsilegt úrval Tízkuverzlunin C^juÁrun Rauðarárstíg 1, Stór skrifstofu- og verksmiðjubygging er til sölu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar (ekki í síma) gefur: malflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Nýju ensku LANCASTER gólfteppin vekja mikla athygli hjá okkur, enda teppi í mjög háum gæðaflokki, er ekki liafa sést áður á íslenzkum markaði. Þessi teppi hafa selzt í milljónum fermetra um alla Evrópu og víðar. Fyrirliggjandi í glæsilegu litaúrvali. Skoðið teppin á stórum gólffleti, það borgar sig. Söluumboð í Reykjavík: inn Grensásvegi 3, sími 83430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.