Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 21 Sigmundur Björnsson verkamaður-Minning Ilann dó skyndilega í Hafnar firði á fnndi Frjálslyndra og vinstri manna um sameining- armálið 18. þessa mánaðar. HANN mun verða mér eftir- minnilegur, fundurinn um sam- einingarmálið, sem Samtök frjálslynda og vinstri manna boð uðu til í Hafnarfirði þann 18. þessa mánaðar. Framsöguræður höfðu verið fluttar, og heimamenn tóku til máls hver af öðrum. Meðal þeirra var aldraður verkamaður, hafn- firzkur. Hann talaði skýrt og skipu- lega, og auðheyrt var, að hann náði tökum á áheyrendum. Hann skýrði frá fyrstu kynnum sínum af harðri baráttu verkalýðssam takanna upp úr 1920, er hann i ko msuður, og hvernig hann ■ hreifst með þeirri baráttu í blíðu og stríðu. ,,Þá gerðist ég alþýðu- flokksmaður“, sagði hann. En þar kom, að flokkurinn sveigði svo langt af upprunalegri braut stefnu og starfsaðferða, að ég, eins og margir aðrir, gat ekki fylgt honum lengur. — Síðar í ræðu sinni lýsti hann bjarfastri trú sinni á sigur sameiningar- málsins. Upp mundi rísa nýr flokkur alþýðunnar, víðfeðmur, stór og sterkur, og þar ætlaði hann að verða með í för og leggja hönd á plóginn. Hann hafði náð til fólksins, óg menn klöppuðu hinum aldna, sannfærða hugsjónamanni lof í lófa, meðan hann gekk föstum fótum skrefum til sætis síns. Og svo hélt fundurinn áfram. Yngri menn hver af öðrum komu í ræðustól og töluðu ýmist með eða móti sameiningu vinstri manna. Þá gerðist það, að gamli mað- urinn hné út af í sæti sínu, með- vitundarlaus. Strax var náð i sjúkrabíl og sjúkabörur, svo og súrefnistæki. En allt kom fyrir ekki. Áður en hann var borinn út úr fundarsalnum, var hanri iát- inn. Fundarstjori minntist hans hlý- lega með nokkrum orðum, og menn gengu alvarlegir og hljóð lega af fundi. Og hver var hann þá, þessi hafnfirzki verkamaður? Hann hét Sigmundur Björns son, einn af þekktustu borgurum Hafnarfjarðar, Strandamaður að ætt. Fæddur að Óspakseyri í Bitru á uppstigningardag árið 1901, og stóð þannig á sjötugu, er hann lézt. Sjálfur þekkti ég hann ekki persónulega, því miður. En nú tel ég mig þekkja hann allvel af því, sem ég hef af honum heyrt seinustu dagana. Hann var einn elzti verkamaður Bæjarútgerðar innar, og var heiðrður þar í fyrra. Hann var öðrum fremur eldkveikja áhugans á fundum Verkamannafélagsins Hlifar. — Hann vantaði sjaldan á félags- fundi, var trúnaðrmaður á sín- um vinnustað og í vinnudeilum var hann jafnan kjörinn 1 verk- fallsráð. í bæjarmálabaráttu Óháðra borgara tók hann þátt af lífi og sál. ,,Og svo var það í vor“, sagði vinur hans einn í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. — „Við vorum á seinustu stundu með framboð. Við vorum í vanda staddir með að fá hentugt hús- næði fyrir kosningaskrifstofu. Þá Sagði Sigmundur Björnsson: Ver ið þið ekki að vandræðast yfir þessu. Þennan vanda skal ég leysa. Og heim hélt hann, tók húsgögnin úr stofunni sinni og setti þau ofan í kjallara. -— „Og gjörið þið svo vel“, þarna var Framh. á bls. 24 RÖNDÓTTAR PEYSUR og vesti í mjög fjöl- breyttu úrvali. Einnig stakar buxur á börn og. fullorðna. SIGGABÚÐ Skólavörðustíg 20 ÞETTA ER MERKIÐ Fjaítir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fteíri varahtutir i margar gerðír bifreiða Bíiavörubúðín FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Hollenzkur maður 44 ára, hár, myndarlegur og heiðarlegur, óskar eftir að kom- ast í bréfasamband við ís'lenzka stúlku, sem hann vill síðar hitta. Tilb. sendist auglýsingad. Mbl. merkt 509, sem fyrst. Duni gefur borðinu nýttlíf,með litumogljósum ,,Duni för gladare bord“, segir Svíinn og býöur okkur aö lífga upp á boröprýöina meÖ fjölmörgum nýjum, innbyröis samvöldum litum í pappírsvörum og kertum. Þrjár stœröir af veizluservíettum auk hversdagsservíetta. Veizludúkar iir Dunicelpappír, einlitir og mynstraöir, vaxbornir eldhúsdúkar, glasamottur og kerti. Duni vörustandar eru í mörgum verzlunum. Þeir sýna vel þaö úrval sem yÖur býÖst. a n II 'ii V i > m f i ,8 — Rockall Framh. af hls. 17 Evrópu, sem án efa mun kosta kapps um að hagnýta auðlindir sjávarbotnsins eins langt út og unnt verður. Þessum línum er ætlað að vekja athygli á afskiptum Breta af Rockall svo af megi læra. Áherzla * skal lögð á, að þjóðir seilast til mikilla um- ráða á hafsbotninum jafnframt því sem þær standa gegn stækk- un fiskveiðilögsögu, bæði hér við land og annars staðar. Fyr- irhuguð stækkun fiskveiðilög sögu hér við land er þó smámun ir miðað við þær reglur, sem við- urkenndar eru á sjávarbotnin- Um, enda hlýtur 50 sjómílna landhelgi aðeins að vera spor til viðáttumeiri svæða, m.a. yfir neð ansjávarhryggjum og yztu mörk um landgrunnspallsins, og þá samkvæmt jafnfjarlægðarregl- um við nágrannalönd eins og Grænland, Færeyjar og >Tan Mayen og jafnvel Stóra Bret- land. Svokallað „frelisi á úthöfun- um“ m.a. til hvers kyns arðráns og eyðingar án þess að einstak- ar þjóðir geti rönd við reist, er vonandi að breytast. Þannig verður t.d. notkun hafsins sem ruslakis a fyrir alls kyns úr- gangsefni fyrir vaxandi mót spyrnu. Þegar dæla átti úr hol- lenzka skipinu „Stella Maris“ eiturefnum í „úthafið" miðja vegu milli Islands og Noregs komu fram harðorð mótmæli einkum frá Norðmönnum, sem fylgdu máli sinu eftir með því að senda eftirlitsskip á staðinn. Varð þá annar staður fyrir val- inu um 500 sjómílur suður af Is- landi. Ýmsar þjóðir urðu til að mótmæla, m.a. Islendingar og Bretar. Aðgerðir Færeyinga í því máli, sem eru að góðu kunn ar, og afstaða íra, sem var einn- ig mjög ákveðin, mun hafa ráð- ið úrslitum um góð málalok. 1 kunnu brezku tímariti, sem fjall ar um mengun sjávar, var frá- sögn af aðgerðum Færeyinga fylgt úr hlaði undir fyrirsögn- inni „Protest has its place“ eða „mótmæli á réttum stað“. Mótmæli Færeyinga bera vott um skilning þeirra á þvi, að höf in eru ekki fjarlægur heimur ut- an laga og réttar, heldur eru þau órjúfanlegur hluti j irð- ar og eðlilegt framhald þurr- lendisins, þar sem allar -þjóðir eiga hagsmuna að gæta. Hags- munir Færeyinga og Islendinga snúast fyrst og fremst um lifið í sjónum, og ná kröfur íslend- inga á þvi sviði enn sem kom- ið er skaniint miðað við útþennsl una á sjávarbotninum. Við verð um að hafa allan vara á gegn sókn nágrannaþjóða á sjávar- botninum eins og nú Breta við Rockall, og notfæra okkur hana til yztu æsar í baráttunni fyrir stórri fiskveiðilögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.