Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 5 Öryggi íslands skal tryggt - Ályktun ráðstefnu Heimdallar um utanríkis- og varnarmál Á RÁÐSXEFNU Heimdallar um utanríkis- og varnarmál 27. nóvember sl. var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Það er kominn timi til að landsmenn láti ekki skipta sér í flokka eftir afetöðu sinni til öryggis- og vamarmála. Að- eins ein viðmiðun er til: Ör- yggi íslands skal tryggt. Frumskilyrði þess, að unnt verði að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkj a Aust- ur- og Vestur-Evrópu er að jafnvægi haldist milli hinna tveggja bandalaga, Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins. Skipting Evr- ópu í óhrifasvæði bandalag- anna er staðreynd, sem ekki verður horft fram hjá. Af þessu leiðir, að allar tilraunir til að korna ó eðlilegum sam- skiptum milli ríkja þessara bandalaga hljóta með einum eða öðrum hætti að vera fyrir tilstilli bandalaganna sjálfra. Atlantshafsbandalaginu hef- ur með starfi sínu í rúm 20 ár tekizt að gegna því megim- hlutverki, sem því var ætlað við stofnun þess, þ.e.a.s. að koma í veg fyrir þá útþensiu Sovétríkjanna, sem hafin var og landvinninga þeirra í Vest- ur-Evrópu. í þessu sambandi skal þó vakin athygli á nýjum viðhorfum innan Atlantshafs- bandalagsins, sem fram koma i því, að það hefur átt mikil- vægt frumkvæði í tilraunum til að draga úr spennu í sam- skiptum austurs og vest- urs. Bandalagið vill stuðla að gagnkvæmri fækkun í her- afla þess og Varsj árbandalags ins. SamkomúLag fjórveld- anna og samningaviðræður fulltrúa Austur- og Vestur- Þýzkalands um Berlínarmálið hafa um sinn gefið ástæðu til að vona að unnt verði að halda ráðstefnu um öryggis- mál Evrópu. Þó er rétt að hafa hugfast, að á vissum timabilum í al- þjóðasamskiptum á liðnum ámtugum hafa skapazt skil- yrði fyrir bjartsýni á að sam- komulag til tryggingar friði í álfunni kynni að nást. Þær vonir brugðust. Aukin hern- aðarítök Sovétríkjaama við Miðjarðarhaf, uppbygging flotastyrks þeirra á Norður- Atlantshafi hljóta óhjákvæmi lega að vekja ugg bandalags- þjóða Atlantshafsbandalags- ins og eru þessar staðreyndir sízt til að sanna að friðarvæn legar horfi í álfunni en oft áður. Á það hlýtur að reyná áð- ur en langt um líður i viðræð- um fulltrua ríkja Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda lagsins, hvort af hálfu hinna síðarnefndu sé áhugi á að draga úr viðsjám með þvi að fallast á gagnkvæma fækkun í herafla bandalaganna. Með- an það er kannað er ekkert varhugaverðara og líklegra til að spilla fyrir árangri en einhliða aðgerðitr er myndu veikja það varnarsamstarf, sem tryggt hefur frelsi og sjálfstæði rikja Atlantsháfs- bandalagsins og það jafnvægi í alþjóðamálum, sem er for- senda fyrir árangri af þeim viðræðum er nú fara fram. Þessi staðreynd er ljós þeim ríkisstjórnum í Vestur-Evr- ópu; sem nú hafa frumkvæði í tilraunum til að bæta sam- búðina við Sovétríkin. Þær hafa í engu dregið úr vörn- um sinum. HORNSTEINN AÐ ÖRYGGIS- OG VARNAR- STEFNU ÍSLANDS Aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu er horn- steinninn að öryggis- og varn- arstefnu íslands, og hefur svo verið allt frá stofnun bandalagsins. Sú aðstaða, sem íslendingar hafa lagt fram, sem sinn skerf til sameigin- legra varna og tryggingar sameiginlegs öryggis banda- lagsríkjanna er hið eina virka og hið eina raunhæfa framlag okkar til þessara mála. Enda þótt tækniframfarir síðustu ára hafi leitt af sér vissar breytingar á hlutverki varnarliðsins á íslamdi er það þó enn mikilvægur hlekkur í eftirlitskerfi Atlantshafs- bandalagsins. Aukin umsvif Sovétríkjanna á Norður-Atl- . Framh. á bls. 7 Hinn vinsæli krephaldari er kominn aftur, 4 litir. Ein stærð fyrir allar. Sími 15186. Laugavegi 26. / 13 1 BVlT. M Mla pj M H j M i 5U Hljómsveit Ragnars Bjarnas. DANSAD TIL KL.l. RÚLLGJALD Boré tekin fró fyrir matargesti. snmiifK svnincnFoiKs <r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.