Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 63

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 63 FRÉTTIR Pera vikunnar: A B + C D = E F G Bókstafirnir tákna hver sinn tölustaf. Hvaða tölustaf táknar bókstafurinn E? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudag- inn 6. mars. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 27. febr- úar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins ATVINNA mbl.is FLUTNINGI höfuðstöðva Land- helgisgæslunnar í Björgunarmið- stöðina Skógarhlíð var fagnað að viðstöddum boðsgestum og starfs- mönnum á föstudag. Rúmlega 40 starfsmenn fluttu úr gamla hús- næðinu að Seljavegi fyrir um mán- uði og eru þeir búnir að koma sér fyrir á hinum nýja stað. Til húsa í Björgunarmiðstöðinni eru stjórn- stöð Gæslunnar, ásamt sjómælinga- og skrifstofusviði. Á myndinni eru Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjum höfuðstöðvum Gæslunnar fagnað HÆSTIRÉTTURÍslands staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Austur- lands frá 19. júlí 2005 í máli Helga Þórðarsonar kranamanns gegn Im- pregilo. Að mati Hæstaréttar braut Imp- regilo á kjarasamning starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun, Virkjunar- samninginn, með því að greiða ekki 17% álag, en í samningnum er tekið fram að við sérstakar aðstæður skuli greiða 17% álag á laun vélamanna. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Ekki var fallist á kröfu Impregilo að svokallaður bið- tími félli utan þeirrar vinnu sem fjallað væri um í ákvæði kjarasamn- ingsins. Impregilo SpA Ísland, útibú, var dæmt til að greiða 400.000 krónur í málskostnað. Impregilo tapar máli VIÐSKIPTARÁÐ Íslands segir, í áliti sínu um frumvarp menntamála- ráðherra um Ríkisútvarpið hf., að frumvarpið dragi í engu úr þeirri hörðu samkeppni sem stofnunin stundi við einkaaðila, sem ekki njóti sama stuðnings frá hinu opinbera. Frumvarpið er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis. Í áliti Viðskiptaráðs kemur fram m.a. að ráðið telji að draga eigi RÚV af aug- lýsingamarkaði. „Enn á ný er gerð tilraun af hálfu stjórnvalda til að breyta um rekstr- arform á Ríkisútvarpinu,“ segir m.a. í áliti Viðskiptaráðs. „Stofnunin er olnbogabarn stjórnkerfisins og virð- ist einhverra hluta vegna undanskil- ið þeirri eðlilegu kröfu frjáls mark- aðar að ríkið stundi ekki samkeppni við einkaaðila. Nú hefur mennta- málaráðherra sett fram frumvarp þar sem lagt er til að stofnunin verði gerð að hlutafélagi en frumvarpið dregur í engu úr þeirri hörðu sam- keppni sem stofnunin stundar við einkaaðila sem njóta ekki sama stuðnings frá hinu opinbera.“ Í álitinu segir að ráðið hafi m.a. lagt það til að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi með það að mark- miði að selja að minnsta kosti hluta þess í fyllingu tímans. Ráðið telur að ýmislegt megi betur fara í frumvarpi ráðherra hvað áhrærir almenna stefnumörkun. Viðskiptaráð vill að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.