Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Drykkjarjógúrt – fljótleg máltíð í flösku TAP Byggðastofnunar á síðasta ári nam rúmum 270 milljónum króna, sem er rúmum eitt hundrað milljón- um króna minna tap en árið 2004 þegar tapið nam 385 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall hefur farið lækkandi og nam um áramót 8,2%, en áskilið er í lögum að eigið fé lána- stofnana megi ekki vera lægra en 8%. Herdís Sæmundardóttir, formað- ur stjórnar Byggðastofnunar, sagði að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar hefði verið komið niður fyrir lög- bundið lágmark síðastliðið haust. Farið hefði verið yfir kröfur stofn- unarinnar og þær afskrifaðar sem klárlega hefðu verið tapaðar og stofnunin væri núna fyrir ofan þetta lögbundna eiginfjárhlutfall. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu tapi. Við vorum að hreinsa mjög mikið út tap- aðar kröfur á síðasta ári, auk þess sem breyttar aðstæður á fjármála- markaði hafa gert okkur erfitt fyrir. Bankarnir hafa boðið í okkar bestu viðskiptavini og við höfum setið eftir með veikara lánasafn en áður fyrir vikið,“ sagði Herdís. Hún sagði að þau sæju hins vegar nokkurn viðsnúning að þessu leytinu til að undanförnu og því væri aðeins bjartara fram undan hvað þetta varðaði. „Við sjáum líka hins vegar að það eru afmarkaðri svæði sem leita til okkar en áður, sem bendir til þess að bankarnir velji ekki bara úr fyrirtæki heldur einnig landsvæði,“ sagði Herdís enn fremur. Hreinar vaxtatekjur Byggða- stofnunar námu 140,5 milljónum króna miðað við 269,1 milljón króna árið 2004. Rekstrartekjur námu 404,5 milljónum og rekstrargjöld að meðtöldum framlögum í afskrift- areikning útlána og niðurfærsla hlutafjár námu rúmum 817 milljón- um króna. Framlög í afskriftareikn- ing útlána og niðurfært hlutafé námu 341 milljón króna. Efling byggðar Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að efl- ingu byggðar og atvinnulífs á lands- byggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggða- stofnun fylgist einnig með þróun byggðar í landinu, en hún er á Sauð- árkróki og þar starfa um tuttugu starfsmenn. Eigið fé Byggðastofnunar nam rúmum einum milljarði króna um áramót. Útlán í lok árs 2005 námu rúmum níu milljörðum kr. Byggðastofnun tapaði 270 milljónum í fyrra ÞEIR eru glæsilegir þessir tveir á myndinni, Ford-vörubíll, árgerð 1930 og eigandi hans Gunnar Eg- ilsson sem er árinu eldri, en hann hefur undanfarin ár unnið að því að gera upp bílinn á Reyðarfirði. Að sögn Gunnars kom bíllinn nýr til landsins á sínum tíma og var alla tíð á Seyðisfirði, allt þangað til Gunnar keypti hann fyrir rúm- um 12 árum. Bíllinn var þá í mjög slæmu ástandi og hefur Gunnar lagt mikið í verkið en hann hefur einnig ljósmyndað uppbygging- arferlið og eru til margir tugir mynda af því. Gunnar sagðist ekki hafa ákveðið hvaða hlutverk bíll- inn fengi í framtíðinni en í fortíð- inni hefði hann haft veigameira hlutverk, enda með fyrstu vörubíl- unum sem komu hingað til lands. Hann sagði ennfremur að á sínum yngri árum hefðu hann og félagar hans haft mikið gaman af slíkum bílum og óhætt væri að segja að nú væri gamall draumur að ræt- ast. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Jafnaldri nánast sem nýr inorsök þess að stofninn er að rýrna en veiðarnar hafi þó sitt að segja. Á Hvanneyri er sérstakt verndað búsvæði blesgæsarinnar og á dval- artíma hérlendis fyrirfinnst hún þar í þúsunda tali eða um 15% stofns- ins. Blesgæsin hefur viðkomu að- allega á Suðurlandi og Vesturlandi og þar eru nokkur almenn frið- arsvæði en vaxandi áhyggjur af stofnstærð hafa leitt til þess að frið- un hennar þykir tímabær. VAXANDI áhyggjur eru meðal skotveiðimanna og fuglavernd- arsinna af stofnstærð blesgæsar. Um 3000 gæsir eru veiddar hér ár- lega en blesgæsin er fargestur og dvelur á Íslandi í skamman tíma á haustin og vorin en varpland henn- ar er á Vestur-Grænlandi. Bles- gæsastofnin er nú um 25 þúsund fuglar og hefur farið ört minnkandi en veiðar eru þó ekki taldar aðal- orsök þess heldur lélegur varp- árangur. Veiðitímabil blesgæsarinnar hér á landi er frá 1. september til 15. mars en víða í nágrannalöndum eru veiðar bannaðar á henni og í álykt- un frá Skotveiðifélagi Íslands kem- ur fram vilji til friðunar blesgæsar. Að sögn Kristins Hauks Skarphéð- inssonar, fuglafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun, hefur rýrnun þessa undirstofns valdið áhyggjum og stofnunin styðji einnig friðun hans verði það lagt til. Hann telur að lélegur varpárangur sé meg- Skotveiðimenn styðja friðun blesgæsar Morgunblaðið/Ingó GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, tók fyrstu skóflustung- una að 20 hæða skrifstofubyggingu sem rísa mun við Smáratorg í Kópavogi. Verður þetta hæsta hús á Íslandi eða um 77,9 metrar á hæð auk bílageymslu í kjallara, en til samanburðar má geta þess að Hall- grímskirkjuturn, hæsta hús lands- ins, er rúmlega 74 metrar á hæð. Þetta verður lokaáfangi uppbygg- ingar á svæði Smáratorgs en skrif- stofubyggingin er ætluð til að styðja við starfsemi í núverandi byggingu Smáratorgs. Fram- kvæmdir eru að hefjast. Í VIKUNNI var Sundhöll Seyðisfjarðar opnuð eftir næst- um tveggja mánaða viðhaldsað- gerðir sem segja má að hafi að hluta til algerlega farið í vask- inn. Laugin var fyrst opnuð sl. mánaðamót eftir að hún hafði verið máluð og lagnir lagðar. Þegar opið hafði verið í viku fór að bera á skringilegri lykt, nokkrir sundlaugargesta fengu svima yfir höfuðið og tóku menn þá eftir að málningin inn- an á lauginni var að leysast upp. Ekki vatnsheld Kom í ljós við eftirgrennslan að fyrirtækið sem selt hefur sundlauginni málningu sl. 20 ár átti hana ekki til og sendi því aðra sem reyndist ekki vatns- held þegar upp var staðið. Var það skv. upplýsingum blaðsins skipalakk, sem tærðist upp af klórnum í sundlaugarvatninu. Vaskir starfsmenn sundlaugar- innar fóru því í að tæma laug- ina, skrapa hana og þrífa og að lokum mála hana með vatns- og klórheldri málningu. Sundhöllin er nú opin á ný og hafa engar kvartanir borist. Viðgerð á laug- inni fór í vaskinnSAMKVÆMT könnun um hug Norð-lendinga til álvers á Norðurlandi,sem Gallup framkvæmdi fyrir iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið, kemur fram að meirihluti Norðlendinga er hlynntur byggingu álvers á Bakka við Húsavík eða 77,0%. Færri eru fylgjandi byggingu álvers á Brimnesi í Skagafirði eða 48,4% og enn færri á Dysnesi í Eyjafirði, eða 47,1%. Í flestum tilfellum er þetta aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári síðan en þá mældist stuðn- ingur við álver á Bakka við Húsavík rúmlega 11% minni eða 65,9%, stuðn- ingur við álver á Brimnesi mældist 37,2%, einnig rúmlega 11% minni. Stuðningur við álver á Dysnesi í Eyjafirði hefur aftur á móti minnkað um 4,5% en stuðningur var meðal 51,6% íbúa í fyrra. Minni stuðningur við virkjun Stuðningur Norðlendinga við vatnsaflsvirkjun á svæðinu hefur einnig minnkað talsvert en um 30,6% Norðlendinga eru hlynntir virkjun- um á Skjálfandafljóti eða í Þingeyj- arsýslu og er það um 19% minna en í síðustu könnun. Tæplega 60% eru andvíg virkjunum á þessum svæðum. Fylgi við byggingu vatnsaflsvirkjana á Skagafjarðarsvæðinu hefur einnig minnkað og mælist nú 44,5% og er það 10,4% minna en síðast, en um 51% Norðlendinga er andvígt virkj- unum á Skagafjarðarsvæðinu. Mikill stuðn- ingur við ál- ver á Bakka Morgunblaðið/RAX Fyrsta skóflustungan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.