Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 80
MIKIL eftirvænting ríkir í herbúðum Zappa-samtakanna á Íslandi vegna komu Dweezils og Ahmets Zappa hingað til lands í sumar en í vor eru tuttugu ár frá því að félagsskapurinn var stofnaður til að halda merki föður þeirra bræðra, Franks Zappa, á lofti. Þótt 13 ár séu liðin frá andláti hans segist forseti samtak- anna, Sverrir Tynes, merkja mikinn áhuga meðal yngri kynslóða á tónlist Zappa. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við Sverri og einstætt Zappa-safn hans skoðað en í því er að finna upptökur af yf- ir 700 tónleikum með Frank Zappa. Í safn- inu eru yfir 800 geisladiskar, um einn og hálfur metri af vinylplötum, á annað hundrað myndbandsspólur og 1.500 til 1.600 kassettur auk annars efnis s.s. blaðaúrklippna og ljósmynda. „Ég á marga sjaldgæfa hluti og safnið er ansi stórt, svo stórt að ég kem því ekki öllu fyr- ir í íbúðinni minni,“ segir Sverrir. „En al- mennt held ég að menn séu ekki að metast í þessu söfnunarferli.“ | Tímarit Morgunblaðið/RAX Innan um Zappa-upptökur og -úrklippur í eigu Sverris Tynes leynist Vikan frá árinu 1967 með Zappa á forsíðu. Zappa-safnið rúmast ekki í íbúðinni MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ÁLVERÐ hefur stórhækkað á málmmarkaði í London undanfarna mánuði og var í tæpum 2.400 Bandaríkjadölum tonnið í gær eftir að hafa farið hæst vel yfir 2.600 dali tonnið í byrjun þessa mánaðar, en þessi verð eru þau hæstu sem sést hafa á þessum markaði í meira en hálfan annan áratug. Fyrir ári var verðið á tonninu af áli rúmir 1.900 dalir eða um 500 döl- um lægra en það er í dag. Það var um 1.700 dalir fyrir tveimur árum og um 1.450 dalir á þessum tíma ár- ið 2003. Verðið var enn lægra eða um 1.400 dalir tonnið í febrúar árið 2002, eða um 1.000 dölum lægra en það er í dag. Verð á áli var hátt á síðasta ári í sögulegu samhengi, en sveiflaðist þó talsvert innan ársins. Það var um 1.800 dalir í upphafi árs og hækkaði upp undir 2.000 dali áður en það lækkaði aftur í 1.700 dali á fyrri- hluta ársins. Þar var það um miðbik ársins en hefur síðan hækkað jafnt og þétt. Það komst yfir 2.000 dali tonnið í byrjun nóvember og hækk- aði síðan jafnt og þétt áfram í rúma 2.600 dali, eins og fyrr sagði, í byrj- un þessa mánaðar. Það lækkaði síð- an aftur í 2.300 dali, en hefur hækk- að nokkuð aftur síðustu dagana. Horfur góðar Horfur á álmörkuðum eru al- mennt taldar góðar og útlit fyrir hátt verð í ár. Ástæðan er aukin eft- irspurn eftir áli, m.a. frá Kína og að eftirspurnin eykst hraðar en fram- leiðslugetan. „Menn eru að spá frekar háu verði. Hvað það þýðir er kannski erfitt að segja til um, en ég myndi halda að það væri nær því sem verð- ið er núna heldur en það var fyrir mánuði,“ sagði Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, sem á ál- verið í Straumsvík, og bætti við að þetta væru auðvitað hærri verð en sést hefðu síðustu árin. Álverð er komið upp í tæplega 2.400 dali Verðið á tonninu er 500 dölum hærra en það var fyrir ári Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is                          MOKAFLI er þessa dagana hjá smábátum sem róa frá Sandgerði, en aflinn fæst fyrst og fremst á línu. Margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land. Tölu- verð löndunarbið er þó fimm kranar séu notaðir til löndunar við höfnina í Sand- gerði. Á myndinni er Guðjón Bragason skip- stjóri á Guðrúnu Petrínu GK 107 að bíða eftir löndun. Hann þurfti að setja fleka fyrir dyrnar svo fiskur rynni ekki inn í brú. Guðjón var með um 6,4 tonn og sagð- ist ekki áður hafa komið með jafnmikinn afla í einni ferð á þessari trillu. Hann seg- ir að veiðin sé búin að vera mjög góð, en tíðin hafi verið erfið í vetur. Mikil ýsa sé í aflanum, en ágætt í þorskinum líka. Menn séu ekkert að keppast við þó að mikið afl- ist því það komi fljótt niður á verðinu á ýsunni. Það hafi þó haldist þokkalegt þrátt fyrir mikla veiði. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Aflinn flæddi næstum inn í brú GÍSLI Snær Erlingsson, kvikmyndaleik- stjóri, stundar auglýsingamyndagerð í Japan, en þar hefur hann búið síðastliðin fimm ár. Hann og félagi hans Dermont Killoran reka fyrirtækið Calderwood Productions og eru þeir með stór fyrirtæki á alþjóðavett- vangi á sínum snærum. Þeir hafa þannig undanfarið meðal annars unnið kynning- armyndir fyrir Braun, Ricoh og snyrtivöru- framleiðandann Kanebo. Einnig er í bígerð að þeir félagar taki að sér að vinna allt kynn- ingarefni fyrir Jaguar og Rover. Stærsti við- skiptavinurinn er hins vegar án efa Yamaha, en Gísli hefur leikstýrt tveimur auglýsingum fyrir fyrirtækið og í bígerð er að hann geri tvær til viðbótar síðar á árinu. „Upphaflega kom þetta þannig til að vinur minn sem vinnur hjá framleiðslu- fyrirtækinu Dentsu Tec, sem er í eigu auglýs- ingastofunnar Dentsu, sem er stærsta auglýsingastofa í heimi með um sjötíu þús- und starfsmenn, benti á mig. Dentsu voru að leita að útlendingi sem gæti gert mótorhjólaaug- lýsingar fyrir Yamaha. Þeir höfðu reynt að notast við japanskan leikstjóra en það gekk ekki þar sem auglýsingarnar voru ekki hugs- aðar fyrir Japansmarkað. Þeir vildu fá út- lending þar sem erlendir leikstjórar hafa aðra sýn en þeir japönsku. Japanskir leik- stjórar hafa húmor og sýn sem passar eig- inlega bara í Japan. En allavega, þá fékk ég starfið.“ Valentino Rossi, heimsmeistari í mót- orhjólaakstri er aðalpersónan í báðum aug- lýsingunum, en hann var á þessum tíma nýbúinn að skrifa undir samning við Ya- maha. Auk þessa gefa Gísli og eiginkona hans út erlendar barnamyndir á DVD diskum í Jap- an og talsetja þær á japönsku. | 16 Stundar auglýsingagerð í Japan Gísli Snær Erlingsson ÞAÐ var hressilegt bað sem knap- ar og klárar fengu í gær, á móti sem hestamannafélagið Hörður svonefndu peningshlaupi og er um að ræða kappreiðar í bland við ýmsar þrautir. Knaparnir léku á als oddi eins og sjá má, enda fátt eins gaman og að hleypa hesti sín- um um grundir, mela og læki. hélt í Mosfellsbæ. Þá fór fram fyrsta víðavangshlaup félagsins af fimm en keppt er um verðlaun í Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestamenn í Herði taka á sprett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.