Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 21 eigin stjórn. Afrakstur þeirrar vinnu var sá að hin stríðandi öfl í Kalda stríð- inu ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta í öryggismálum og þau þyrftu því að vinna sameiginlega, en ekki hvort í sínu lagi, að afvopnun ef árang- ur ætti að nást. Palme var síðan einn þeirra þjóðarleiðtoga sem tóku þátt í framtaki sex þjóðhöfðingja frá fimm heimsálfum sem bundust samtökum um miðjan níunda áratuginn, ásamt alþjóðlegum þingmannasamtökum, um að hvetja kjarnorkuveldin til auk- innar afvopnunar. Þá var honum einnig falið hlutverk sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna ár- ið 1980 í stríðinu milli Íraka og Írana. Tilraunir hans til þess að miðla málum milli hinna stríðandi afla báru þó ekki árangur en skipan hans sem sátta- semjara í þeirri erfiðu deilu sýnir hversu mikla virðingu hann hafði áunnið sér um allan heim sem hlut- laust afl sem ósjaldan talaði máli suð- ursins á alþjóðavettvangi. Mårten, sonur Olofs Palme, sagði meira að segja frá því í viðtali við Svenska dagbladet á dögunum að árið 1979 hefði faðir hans spurt hann dag einn við eldhúsborðið í raðhúsinu í Väll- ingby hvernig honum myndi lítast á það ef pabbi hans yrði skipaður að- alritari Sameinuðu þjóðanna. Það skal ósagt látið hvort Palme spurði son sinn að þessu út í loftið eða hvort það bjó raunverulega undir að honum kynni að bjóðast staðan. Hvað sem því líður hafa fáir seinni tíma stjórnmálamenn á Norðurlönd- um haft meiri áhrif á leiðtoga og þegna þjóða um veröld alla. Svíinn Jan Eliasson, sem nú er forseti allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna, gerði þetta að umtalsefni í nýlegri grein um Palme og utanríkisstefnu hans. Þar sagði hann alþjóðleg áhrif Olofs Palme best sjást á öllum þeim skólum, götum og torgum um allan heim sem nefnd hafa verið í höfuðið á honum. Mikill Íslandsvinur Thage G. Peterson segir frá því í minningum sínum um félaga sinn Olof Palme að hann hafi sýnt mjög tak- markaðan áhuga á norrænu samstarfi. Þó hafi á því verið undantekningar sem ekki síst hafi sýnt sig í viðhorfum hans til Íslands. Peterson lýsir Palme sem miklum Íslandsvini sem fannst mikið til íslenskrar náttúru koma – þótti sérstaklega gaman að ganga um Þingvelli – og var mikill aðdáandi ís- lenskra bókmennta þar sem honum þótti bæði mikið til hins forna bók- menntaarfs koma svo og verka Hall- dórs Laxness. Peterson þótti það lýsandi fyrir þær sterku taugar sem hann bar til Íslands að þegar hann frétti af gosinu í Heimaey í ársbyrjun 1973 voru hans fyrstu viðbrögð þau að segja: „Við skulum færa þeim sænsk tréhús til að búa í.“ Þrjátíu milljónir sænskar voru síðan sendar til Íslands og Olof Palme pakkaði niður í tösku og flaug þangað. Olof Palme bast mörgum Íslending- um sterkum böndum og á viðbrögðum íslenskra stjórnmálamanna eftir morðið á forsætisráðherranum mátti sjá að fréttirnar voru mörgum hér í landi mikið reiðarslag. Harmurinn kom ekki bara til af því áfalli sem í því fólst að forsætisráðherra norrænnar frændþjóðar væri veginn á götu úti heldur var missirinn líka persónulegs eðlis fyrir marga þá sem kynnst höfðu Olof Palme. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði kynni af honum gegnum störf sín í þingmannasamtök- um þeim sem unnu með sex þjóða leið- togahópnum að afvopnunarmálum sem þegar er getið um í þessari um- fjöllun. „Eini heimsstjórnmálamaður Norðurlanda“ Í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar morðsins lýsti hann Palme sem „eina heimsstjórnmálamanni Norður- landa“. Hann lét auk þess eftirfarandi orð falla um persónuleg einkenni Olofs Palme: „[Þ]essi maður, sem sumum fannst vera hvass í orðræðu og stund- um háðskur og kaldur rökhyggjumað- ur, [var jafnframt] mjög viðkvæmur og jafnvel stundum feiminn og hlé- drægur. Hann hafði til að bera ríka kímnigáfu, sem einkum kom fram í hópi vina og kunningja. Í heild var hann einstaklega leiftrandi persónu- leiki.“ Þessi persónulega lýsing Ólafs Ragnars á sænska forsætisráðherran- um rímar nokkuð vel við þá mynd sem fólk yfirleitt hafði af einstaklingnum Olof Palme sem manni andstæðna, út á við annars vegar og inn á við hins vegar. Morðið á Olof Palme situr enn þá í sænsku þjóðinni þrátt fyrir að á þeim tuttugu árum sem liðið eru hafi önnur og ekki síðri áföll dunið yfir sænsku þjóðina: Estoníu-sjóslysið, morðið á Önnu Lindh og náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu fyrir rúmu ári þar sem hundruð Svía létu lífið. Hið vo- veiflega fráfall forsætisráðherrans hefur auðvitað sett sitt mark á mynd Svía af Olof Palme og þann hetju- kennda blæ sem hún hefur fengið. En kannski má líka segja að mynd Svía af Olof Palme tengist ákveðinni fortíð- arþrá sænsku þjóðarinnar til þess tíma þegar Svíar voru óháðir á al- þjóðavettvangi og gátu leyft sér að vera með uppsteyt, velferðarkerfið blómstraði og engin meiriháttar áföll skóku þjóðina. Eins og yfirleitt gildir um fortíð- arþrá styðst hún að mestu fremur við fegraða mynd af ímyndaðri gullöld heldur en raunsætt mat á liðinni tíð. Þrátt fyrir það er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að Svíar hætti í bráð að líta með draumkenndum hætti til fortíðar sinnar þar sem Olof Palme ríkir sem eins konar táknmynd. Líkt og morðið á John F. Kennedy markaði ákveðin endalok ameríska draumsins eftir seinni heimsstyrjöld má ef til vill segja að morðið á Olof Palme hafi markað lokin á sænska drauminum um öruggt og gott samfélag þar sem allir voru óhultir og allir voru vel haldnir. Slíka táknmynd verður erfitt að brjóta niður og því verður þess sjálf- sagt langt að bíða að orð og verk Olofs Palme verði metin eins og hvers ann- ars stjórnmálamanns. Höfundur er stjórnmálafræðingur og magister í alþjóðafræðum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Spillum ekki framtíðinni Er spilling í þínu fyrirtæki? Fyrirtækjum ber að skila spilliefnum. Efnamóttakan býður upp á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna. Þú kemur eða við sækjum. Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15. Varlega Dæmi um spilliefni: Þungavinnuvélar Hjólbarðar Olía Rafgeymar Smurefni Leysiefni M IX A • fí t • 5 1 0 0 2 The pursuit of perfection FJARLÆGÐINA Þegar Lexus IS250 ber þig mjúklega eftir veginum og þú finnur aflið, sem þér er gefið, verður fjarlægðin nálæg. Fyrr en varir ertu kominn á áfangastað og þér líður eins og þú hafir aldrei lagt af stað. Innrétting, munaðarþægindi og tæknibúnaður, sem tekur öðru fram, eru umgjörð um líf þeirra sem vilja ná langt. Á Lexus IS250 verður fjarlægur draumur að veruleika. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sannfærðir um að niðurstaðan verður gagnkvæm virðing. Það mun ef til vill koma þér á óvart en við sáum það fyrir. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú og njótum þess að tvinna saman afl og hugvit. Verð frá 3.800.000 kr. ÞÚ SNERTIR Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 55 7 02 /2 00 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.