Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 73 KVIKMYNDIR, sem byggjast al- farið á samtölum og skoð- anaskiptum, eru orðnar sjaldséðar í Hollywood kvikmyndagerð og þótt víðar væri leitað. Því verður annað leikstjórnarverkefni hins þekkta kvikmyndaleikara George Cloo- neys, Góða nótt og gangi ykkur vel (Good Night, and Good Luck) að teljast ánægjuleg og áhugaverð undantekning frá þeirri reglu. Í myndinni er fjallað um merkilegt tímabil í bandarískri sjónvarps- fréttamennsku, dagskrárgerð fréttamannsins Edwards R. Mur- row og framleiðanda hans Freds Friendlys en þeir sáu um frétta- skýringarþáttinn See It Now á CBS sjónvarpsstöðinni á árunum 1951–1958. Murrow, (sem hafði öðl- ast virðingarsess sem útvarps- fréttamaður hjá CBS fyrir tilkomu sjóvarpsins) og teymi hans hjá CBS skráðu störf sín á spjöld sögunnar um miðjan sjötta áratuginn, er þeir réðust gegn nornaveiðum þing- nefndar öldungadeildarþingmanns- ins Josephs McCarthys, og risu upp til varnar tjáningar- og skoð- anafrelsi, sem mjög var vegið að á tímum McCarthyismans. Þannig tók þátturinn fyrir mál Milo Ra- dulovich, manns sem var rekinn úr flughernum vegna meintra tengsla föður hans og systur við komm- únista. Þá voru aðferðir McCarthys gagnrýndar harðlega í See It Now, þætti sem tók öldungardeildarþing- manninn á beinið árið 1954, en hið djarfa skref sem þátturinn tók gegn McCarthy þykir hafa stuðlað að þeirri pólitísku og almennu við- horfsbreytingu sem varð til þess að McCarthy varð að láta af norna- veiðunum. Fréttaskýringarþátturinn See it Now var á dagskrá á tíma sem gjarnan er kenndur við gullöld sjónvarpsdagskrárgerðar í Banda- ríkjunum, og má segja að nafn Edward J. Murrow sé að mörgu leyti lagt að jöfnu við það tímabil. Þetta var í árdaga sjónvarpsins og kappkostuðu stóru sjónvarpstöðv- arnar sem hreppt höfðu útsending- arleyfi að ávinna sér traust, bæði meðal stjórnvalda og almennings, en heimili landsins voru óðum að sjónvarpsvæðast. Talsverðu fjár- magni var veitt í vandaða dag- skrárgerð á þessu tímabili, og var sjónarpsstöðvunum nokkuð í mun að rækja skyldu sína sem upplýs- ingamiðill í þágu almennings, nokk- uð sem átti eftir að breytast þegar sjónvarpið hafði styrkt stöðu sína fjölmiðill. Kvikmyndin Good Night and Good Luck fjallar ekki ein- göngu um baráttu Murrow og fé- laga fyrir málfrelsi og upplýstri fjölmiðlaumfjöllun andspænis póli- tískum þrýstingi, heldur einnig andspænis þeim breytingum sem voru að eiga sér stað þegar leið á sjötta áratuginn. Afþreyingarvæð- ing, gróðasjónarmið og þrýstingur frá auglýsendum tók að móta dagskrárgerðina og hugsjónir um vandaða fréttamennsku áttu undir högg að sækja. George Clooney tekst einkar vel að framsetja hið sögulega efni sem tekist er á við í kvikmyndinni. Myndin er lágstemmd og knúinn áfram af samtölum fremur en til- raunum til að búa til hástemmda spennuumgjörð um atburðina. Áhersla er lögð á að byggja upp sögupersónur og dramatískur þungi myndarinnar er sóttur til skoðanaskipta þeirra og hins raf- magnaða andrúmslofts er skapast meðal aðstandenda þáttarins sem vita að þeir eru að stíga inn á jarð- sprengjusvæði með umfjöllun sinni. Þáttur frábærra leikara mynd- arinnar við að magna upp andrúms- loftið á fréttastofunni og miðla sál- arstríði persónanna er mikill. David Straithairn er þar frábær í hlut- verki Ed Murrows, og má segja að hann nái hér um bil að lífga við hina goðsagnakenndu persónu sína. Þá fer Clooney þá leið að hafa kvik- myndina í svart-hvítu, og laga útlit hennar að upptökunum sem til eru af hinum upprunalegu útsendingum þáttarins See It Now. Þannig er flakkað milli atriða úr hinum frægu þáttum og sviðssetninga á kynn- ingu og útleggingum Ed Morrows í útsendingarklefa CBS sjónvarps- stöðvarinnar, alvarlegur í bragði – ávallt með sígarettu í hönd. Málflutningur Murrow í dag- skrárgerð jafnt sem ræðuhöldum geislar af skerpu og mælskulist og er augljóst að aðstandendur mynd- arinnar leitast við að láta þetta málefni fortíðarinnar hljóma inn í samtímann. Upprifjunin á skoðana- kúgun McCarthyismans í nafni Kalda stríðsins felur í sér varn- aðarorð gegn skerðingu á borg- aralegum réttindum í nafni „hryðjuverkastríðsins“, og spádóm- ar Murrows um hnignun sjónvarps- dagskrárgerðar eru áminning um hversu afþreyingarvæðing sjón- varpsfréttamennsku er langt gengin. Murrow gegn McCarthy KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjórn: George Clooney. Aðahlutverk: David Strathairn, Robert Downey Jr., Pat- ricia Clarkson, Ray Wise, Frank Lang- ella, George Clooney. Bandaríkin, 93 mín. Góða nótt, og gangi ykkur vel (Good Night, and Good Luck)  Heiða Jóhannsdóttir Reuters „David Straithairn er þar frábær í hlutverki Ed Murrows og má segja að hann nái hér um bil að lífga við hina goðsagnakenndu persónu sína,“ segir í dómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.