Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐSMENN eru í stríðsleik. Aldeilis óverðskuldað er mér veittur sá heiður að verma Staksteinabekk blaðsins þann 21. febrúar, vegna greinar sem ég skrifaði nýlega í blað- ið. Ekki amast ég við því, tel það koma sér vel að fá að betr- umbæta frussið sem fór um „send“- takkann á tölvunni minn í síðustu viku. Sýnist það líka vilji blaðsins að þessi tangó verði tekinn ögn lengra. Það er hins vegar óþarfi af blaðinu að láta sem það sé fórnarlamb ómaklegra árása. Blaðið hefur rétt á að hafa þær skoðanir sem það kýs. En það á líka að geta séð fyrir að þær skoð- anir falli ekki að allra smekk. Það sem ég gerði fyrst og fremst at- hugasemd við í grein minni var ógestrisnin í garð fólks sem þegið hafði pláss á síðum blaðsins til að tjá skoðanir sínar. Morgunblaðið hefur fjölmargar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Staksteinar, Reykja- víkurbréf og leiðarar eru hinn op- inberi vettvangur skoðana blaðs- ins, en auk þess á það þess kost að flytja fréttir (eða fela þær), taka viðtöl og birta myndir á hverri ein- ustu síðu til að styðja þessar skoð- anir. Í því máli sem hér um ræðir, þ.e. frumvarpi til laga um réttindi samkynhneigðra, hafa komið upp ágreiningsmál. Ágreiningsmál sem ekki eru flokkspólitísk. Hefur um- ræðan í þjóðfélaginu verið á ýmsan veg, á meðan stuðningur Morg- unblaðsins hefur verið á einn veg: með frumvarpinu og breytingar- tillögunni við það. Þegar frumvarpið er skoðað kemur í ljós að það hefur víðtæk áhrif. Það er eitt af þessum fyr- irbærum sem kallast bandormur. Mikið til tittlingaskítur sem miðar að því að má agnúa af og leiðrétta orðalag sem eflaust hefur verið til trafala frá því lög um staðfesta sambúð samkynhneigðra voru sett 1996. Stórfelldustu breytingarnar vísa inn í barnalög, lög um ættleiðingar og lög um tæknifrjóvgun. Biskup Íslands hef- ur bent á að hugs- anlega sé fullgeyst farið í lagasetninguna um ættleiðingar og tæknifrjóvgun og ber fyrir sig varnaðarorð fyrrverandi umboðs- manns barna sem hef- ur haft umsögn um málið. Fleiri hafa tek- ið undir hans orð. Ritari Reykja- víkurbréfs kýs að hæðast að and- mælum biskups og væna hann um að vilja hrekja lesbíur til óynd- isúrræða, með öðrum orðum, að biskup sé bæði skilningslaus og fordómafullur í þeirra garð. Hvernig getur ritari Reykjavík- urbréfs talað um opinn „debat“ þegar hann getur sjálfur ekki rætt þetta á kurteisislegum nótum? Breytingar á þessum lögum hafa í för með sér afkynjun sem þurrk- ar út kunnugleg hugtök eins og karl og kona og flytja inn í tungu- málið bastarða eins og „foreldrar hvors foreldris arfleifanda um sig“. Til að gera svona ambögur skilj- anlegar þarf orðabók. Fyrir þá sem ekki gripu strax merkingu orðanna, þá er hér átt við ömmur og afa barna (arfleifandann sjálf- an), þ.e. móður- og föðurforeldra. Náttúrulegum feðrum farnast ekki betur í frumvarpinu, enda þykir nú sjálfsagt að sparka í þá hvenær sem færi gefst. Frumvarpið leggur til að í 25. gr. barnalaga verði sú breyting gerð að: a. Í stað orðsins „föður“ komi: foreldri. b. Í stað orðsins „barnsföður“ komi: hitt foreldrið og í stað orðsins „mann“ komi: foreldri. Þetta er gert til að koma þessari og öðrum álíka kynd- ugum setningum inn í lögin: „Kona sem móðir lýsir yfir að sé foreldri barns verður ekki skráð foreldri barns nema 2. mgr. 6. gr. eigi við.“ Var virkilega ekki hægt að koma þessu svo fyrir að allir gætu staðið keikir? Staksteinahöfundur segir blaðið ekki vilja banna neinar skoðanir. Engu að síður eru réttmætar skoð- anir þeirra sem bent hafa t.d. á merkingartilfærslu hugtaksins hjónabands, gangi breytingar- frumvarpið eftir, spottaðar á háð- uglegan hátt. Ég vil benda þeim sem vilja kynna sér trúarhefðina að baki vígsluathöfn kirkjunnar, án túlkunar Morgunblaðsins, á grein prófessors Einars Sigurbjörns- sonar sem birtist í blaðinu 21. febrúar. Hana má nálgast á heima- síðu Háskóla Íslands. Svo virðist sem orðasambandið „staðfest sambúð“ sé orðið eins konar hrakyrði í umfjöllun sam- kynhneigðra og stuðningsmanna þeirra. Þetta form sambúðar hefur fjöldinn allur af fólki fært sér í nyt, enda gefur það réttarstöðu hjóna. Þetta er það sem einu sinni var kallað að láta pússa sig saman hjá sýslumanni og þótti bæði hand- hægt og gott. En rétttrúnaðurinn lætur ekki að sér hæða. Og sam- kynhneigðir hafa látið nota sig í baráttu fjölmargra samtaka, söfn- uða og „sértrúarhópa“ sem eiga það eitt að markmiði að knésetja kirkjuna. Ritari Reykjavíkurbréfs tekur þátt í því þótt í niðurlagi pistils síns lýsi hann því yfir, af einskærri rausnarsemi, að hann telji þjóðkirkjunni frjálst að taka sinn tíma til að ákveða hvort hún gefi saman samkynhneigða eða ekki. Hann leynir þó ekki hinu að kirkjan megi bara komast að einni niðurstöðu. Að öðrum kosti, „ex- odus“. Morgunblaðið hefur boðið al- mennum lesendum að halda uppi umræðum um þjóðmál og aflað sér nokkurrar sérstöðu fyrir. Þar er blaðið í hlutverki gestgjafans. Gestrisni þótti einu sinni höf- uðdyggð á Íslandi. Ef marka má móttökurnar sem andmælendur skoðana blaðsins mættu í þessu máli þurfum við víst ekki lengur á dyggðum að halda. Frummælendur, andmælend- ur, fjandmælendur Ragnhildur Kolka svarar Staksteinum Morgunblaðsins ’Ef marka má móttök-urnar sem andmælendur skoðana blaðsins mættu í þessu máli þurfum við víst ekki lengur á dyggð- um að halda.‘ Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Opið hús í dag frá kl. 13.00 til 15.00. Glæsileg 3ja-4ra herbergja 95,7 fm íbúð á efstu hæð í góðu húsi á frábærum stað við hraunjaðar- inn í norðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, gang barnaherbergi, hjóna- herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Gólfefni eru parket og flísar. Góðar suður- svalir. Frábært útsýni. Verð 21,9 millj. Vigdís býður ykkur vel- komin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Suðurvangur 23b Hfj - opið hús í dag Mjög glæsileg og nánast algjörlega endurnýjuð 4ra herb. 80,4 fm íbúð á 3. hæð í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í tvö rúmgóð herbergi, tvær samliggj- andi stofur með gluggum á tvo vegu, rúmgott eldhús með glæsilegri innrétt- ingu og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Sérgeymsla í risi. Öll gólf- efni eru ný úr hvíttaðri eik og mustang steini, eldhúsinnrétting er ný, gler og gluggar nýlegir og allar lagnir eru nýjar eða yfirfarnar. Sameign nýmáluð. Laus strax. Verð 20,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15 Verið velkomin FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Seljavegur 33 Nýuppgerð 4ra herb. íbúð til sýnis í dag frá kl. 14-15 Eiðismýri, Seltjarnarnesi. 3ja herb. útsýnisíbúð Góð 92 fm útsýnisíbúð á 4. hæð í ný- legu lyftuhúsi á Seltjarnarnesi auk 7,9 fm sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í rúmgóða forstofu, opið eldhús, rúm- góðar samliggjandi stofur, eitt herbergi með skápum og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Yfirbyggðar flísalagðar suðursvalir. Parket á gólfum. Snyrtileg sameign. Húsvörður. Hiti í stéttum. Verð 35,0 millj. Skúlagata - 2ja herb. útsýnisíbúð Mjög góð 64 fm 2ja herbergja útsýnis- íbúð á 8. hæð í góðu lyftuhúsi með yfir- byggðum vestursvölum og sérstæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi/geymslu, hol, eitt her- bergi, parketlagða stofu, eldhús með ljósri innréttingu og baðherbergi með sturtuklefa. Íbúðin er nýmáluð. Laus við kaupsamning. Verð 21,9 millj. Vesturgata - 2ja herb. íbúð Laus strax Góð 39 fm íbúð á 3. hæð auk 7,1 fm sérgeymslu í risi. Íbúðin skiptist í for- stofu, gang með eldunaraðstöðu, eitt herbergi, stofu og nýlega yfirfarið bað- herbergi. Gott útsýni yfir höfnina og Esj- una úr stofu. Dúkur á gólfum. Þvottaað- staða á baðherbergi. Sameiginlegur matsalur, setustofa, heilsugæsla o.fl. Laus strax. Verð 15,9 millj. Snorrabraut - 3ja herb. íbúð ásamt bílskúr Glæsileg 90 fm íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi auk 30 fm bílskúrs. Íbúðin skiptist í for- stofu, geymslu við forstofu, hol, eldhús, bjarta stofu með útsýni til vesturs, tvö herbergi og baðherbergi með sturtu- klefa. Parket á gólfum. Suðvestursvalir út af stofu. Húsvörður. Verð 29,9 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Íbúðir fyrir eldri borgara AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.