Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Margt stjórnar því hvernigföt fólk velur sér. Merki,útlit, og verð eru stórir þættir í ákvarðanatöku flestra en samviskuþátturinn er sífellt að verða stærri. Fatamerkið Edun (nude – eða nakinn – aftur á bak) er eitt þeirra sem leggja mikið upp úr sanngjörnum viðskiptaháttum. Bono, söngvarinn mannelski, stend- ur á bak við þessa tískulínu ásamt eiginkonu sinni Ali Hewson, í sam- starfi við New York-hönnuðinn Rogan Gregory. Þarna eru engin krumpusækin hörjakkaföt á ferð heldur er tískan aðalatriðið, verið er að höfða til manneskju sem vill vera ábyrgur neytandi en á sama tíma stællega klædd. Takmarkið er að framleiða falleg og nothæf föt en veita á sama tíma atvinnu og örugg viðskiptatengsl í þróunarlönd- unum. Áherslan hjá Edun er á lífrænefni og siðlega starfsemi en mörg fyrirtæki hafa farið illa út úr því að sinna ekki síðarnefnda þætt- inum. Upp komast tískusvik um síð- ir. Stórfyrirtæki á borð við Nike, Reebok og Gap þekkja þetta en orð- spor þeirra hefur skaðast á síðustu árum þegar í ljós kom að dýrar tískuvörur þeirra eru framleiddar af verkamönnum við bág kjör í þró- unarlöndunum. Flest fyrirtæki á Vesturlöndum láta framleiða fyrir sig annars staðar þar sem vinnuafl- ið er ódýrara en þrýstingurinn er orðinn meiri á stjórnendur því að neytendur eru meðvitaðari en áður. Fyrirtæki þurfa því bæði að stand- ast kröfur um arðsemi frá hlut- höfum og um siðgæði frá neyt- endum. Hraðinn í tískuheiminum setur enn meiri pressu á framleiðendur. Samkvæmt upplýsingum frá bresku regnhlífarsamtökunum Ethical Trading Initiative hefur þessi krafa neytenda um að fá nýjustu tísku strax leitt til brota á vinnulögum, ekki síst hvað varðar lausráðna starfsmenn. Ein leið fyrir fyrirtæki til að skera sig úr samkeppninni er að vera samfélagslega meðvituð. Það getur líka verið hagkvæmt eins og Gap hefur komist að raun um. Sam- kvæmt reynslu Gap gengur verk- smiðjum sem eru með góð vinnu- skilyrði betur að skila af sér í tíma.    Hérlendis hafa áhrif þessa sést ívinsældum fatnaðar sem seld- ur er til styrktar góðu málefni. Besta dæmið er þegar Nakti apinn og Dead tóku höndum saman í hönnun og framleiðslu á peysum og bolum í samstarfi við Félagið Ís- land-Palestína en ágóðinn rennur til öryrkja í Palestínu. Söfnunar- átakið hófst með tónleikum á Grand Rokki í lok nóvember en eft- ir það fór salan á fatnaðinum í full- an gang. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur með tónleik- unum, sölu á klæðnaði og frjálsum framlögum nú safnast meira en hálf milljón króna.    Íslenska lopapeysan er líka orðintískuflík og búin að taka á sig tískulegri mynd, oft prjónuð úr þynnri lopa, er síðari eða með hettu. Handprjónaðar lopapeysur eru a.m.k. framleiddar með um- hverfisvænni orku og vonandi er ekki verið að brjóta mörg vinnulög með löngum setum með prjóna í hönd á baðstofuloftum landsmanna yfir kvöldlestrinum, eða öllu heldur í stofunni yfir sjónvarpinu. Reynd- ar eru svona peysur líka fjölda- framleiddar í erlendum verk- smiðjun en ábyrgur neytandi hefur valið og valdið í hendi sér. Tíska með samvisku ’Verið er að höfða tilmanneskju sem vill vera ábyrgur neytandi en á sama tíma stællega klædd.‘ Nakti apinn og Dead tóku höndum saman í hönnun og framleiðslu á peys- um og bolum í samstarfi við félagið Ísland-Palestína. ingarun@mbl.is AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Leikkonan Eva Longoria neitaðiað koma nakin fram í atriði sem verið var að taka upp fyrir sjónvarps- þáttaröðina Aðþrengdar eiginkonur. Það var ekki fyrr en framleiðend- urnir færðu henni súkkulaði af dýr- ustu gerð að hún samþykkti atriðið. Longoria var ekki ánægð með at- riðið þar sem sögupersónan sem hún leikur, Gabrielle Solis, gerir jógaæf- ingar allsnakin. Mun hún hafa róast mjög við að fá súkkulaðið og nú pass- ar framleiðandi þáttanna Marc Cherry sig á að eiga ávallt birgðir af Godiva súkkulaði. Atriðið mun vera bráðfyndið og töluvert eggjandi. Longoria hefur nýlega sagt blaða- mönnum að hún gefi öllum vinkonum sínum titrara í afmælisgjöf. Telur hún að besta gjöf sem kona getur fengið sé að læra að njóta eigin lík- ama og segist glöð gefa vinkonum sínum rafvædd hjálpartæki til að þær geti uppgötvað eigin kynhvöt. Hún hefur nefnilega lýst því yfir að hún hafi ekki upplifað fullnægingu fyrr en hún notaði titrara og eftir að hún tjáði sig opinberlega um titr- arana fékk hún að gjöf marga kassa af hjálpartækjum ástarlífsins og átti því birgðir af slíku til að gefa vinkon- um sínum. Fyrrverandi umboðsmaður banda-rísku hljómsveitarinnar The Killers hefur lagt fram kæru á hend- ur sveitina þar sem hann sakar hana um samningsbrot og heimtar 16 millj- ónir bandaríkjadala í skaðabætur. Lögfræðingur umboðsmannsins fyrr- verandi segir hljómsveitin hafi hætt að borga honum laun þegar vel fór að ganga. Hann á kröfu á hlut af þeim peningum sem sveitin hefur aflað þar sem hann starfaði bæði sem umboðs- maður og upptökustjóri. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.