Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 65 Iðnaðarmenn Parketlagnir - Parketslípun Gluggaskipti og glerjun, upp- setning á hurðum, veggjum og loftum. Almenn smíða- vinna. Parket og smíðar 896 9819. Málverk Málverk/Tolli og fleiri. Til sölu 2 stór málverk eftir Tolla, Mar- gréti Jónsdóttur og 2 minni mynd- ir eftir Gígju. Upplýsingar hjá Guðvarði í síma 892 8583 eða guffig@simnet.is. Bókhald Fljótt og vel. Bókhald - Laun - Ársreikningar - Framtöl - Stofnun félaga - VSK - Örugg og góð þjónusta, sími 690 6253. Bókhald. Get bætt við mig verk- efnum í bókhaldi og launaútreikn- ingi. Einnig framtöl einstaklinga. Sveinbjörn, s. 898 5434, netfang svbjarna@simnet.is. Vélar & tæki Rafstöðvar 3-5kW dísel, verð: 105-155 þús. m. vsk. 1 og 2,5kW bensín, verð 28-59 þús. m. vsk. 13kw dísel, verð 560 þús. m. vsk. Loft og raftæki, s. 564 3000. www.loft.is Flísasagir í miklu úrvali frá 6.900. Mikið úrval af Einhell flísa- sögum ásamt flísaskerum & bor- um, góð gæði á góðu verði. Verk- færasalan ehf., sími 568 6899, Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Bílar Terrano II Turbo Diesel 33" árg. '98, ek. 156 þús. km. Topplúga, álfelgur, fjarst. saml. krókur, þak- bogar, CD o.fl. o.fl, reyklaus bíll. Verð 1.200 þ. Uppl. Magnús s. 862 0513. mad@t.is Sunny 92 til tölu Ný skoðaður og nýsmurður, ekinn 179 þús., vél ekin 113 þús. Hiti í sætum og CD. Vetrardekk á felg- um fylgja. Bíll í góðu lagi. Verð kr. 120 þús. Upplýsingar í síma 696 8758. MMC (Mitsubishi) árg. '96, ek. 230 þús. km. Til sölu Pajero, 7 manna, 2.5 TDI árg. '96, ek. 230.000 km. Skoðaður '07. Nýleg tímareim o.fl. Góð 31" dekk. Verð 650.000 kr. staðgreitt. Upplýsingar í síma 864 0940. Mercedes Benz 230E árg. '83. Góður og öruggur bíll, sjálfskipt- ur, álfelgur, ek. 293 þ. km. Verð 50 þús. Sími 865 9734. Eðalvagn - SAAB 9-5 árg. '03. Verð 1.650 þ. Vel búinn, m.a. leður, cruise control, álfelgur, Harman Kardon „hljómleikahöll“, aðgerðarstýri, handfrjáls búnaður o.fl. Bsk., snarpur & eyðslugrann- ur. S. 893 1751. Árg. '99, ek. 290 þús. km. M. Bens 2643 LS 99 og sturtuvagn frá Sigga. Uppl. í s. 892 0034. Jeppar Suzuki Sidekick. Ekinn aðeins 65 þús. á vél. Suzuki Sidekick 1600, ekinn 175 þús. en aðeins 65 þús. á vél. Nýl. heilsársdekk, upp- hækkaður, er á 30 tommum. Verð 350 þús. Tek bíl, 100 þús., upp í. Uppl. gsm 690 7242. Ford Escape LTD árgerð 2005. Ekinn 24 þús. km. Grásans, bakk- skynjari, hiti í sætum, leður- áklæði, glertopplúga, hraðastillir, dráttarbeisli o.fl. Verð 2.850 þús. Uppl. í síma 896 2362. Ferðabíll sumarsins. Gott eintak af Discovery II TD5 árg. '00. Ekinn aðeins 105, í toppstandi, nýlega skoðaður, yfirfarinn og ný 31" dekk, smurbók, gott lakk, yfirtaka á láni 2 millj. S. 856 5170. Vörubílar Alternatorar og startarar í vörub., rútur, vinnuv., bátav. á lager og hraðsendingar. 40 ára reynsla. Valeo-umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Húsviðhald Lyftuþjónusta. Hámarksþjónusta á lágmarksverði. Sérfræðiþjón- usta fyrir LM og H&S lyftur. Ára- tuga reynsla. Sími 588 8180. Fax 588 9180. orms@simnet.is www.lyftur.is. Varahlutir Varahlutir ehf Smiðjuvegur 4 A Sími 587-1280 LAND-ROVER EIGENDUR Varahlutaþjónustan ykkar er flutt á Smiðjuveg 4 A (græn gata) í Kópavogi Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Fáðu úrslitin send í símann þinn FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing vegna frétta um að enn ríki óvissa um framtíð Listdans- skóla Íslands. Yfirlýsingin er frá Dansmennt ehf. og undir hana skrifa Ástrós Gunnarsdóttir og Lauren Hauser. „Menntamálaráðuneytið, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Dansmennt ehf. undirrituðu fyrr í vetur sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf í listdansnámi á framhaldsskólastigi. Tilgangur samstarfsins er mjög skýr. Í fyrsta lagi vilja málsaðilar tryggja að Listdansskóli Íslands muni starfa áfram um ókomna tíð þó svo að rekstrarfyrirkomulagi verði breytt. Í öðru lagi er alger skiln- ingur á að ekki má verða misfella í námi þeirra sem nú þegar stunda listdansnám við skólann. Í þriðja lagi munu allir samstarfsaðilarnir tryggja að gæði þess náms sem boðið verður í skólanum í framtíð- inni verði ekki minna en verið hef- ur hingað til. Vinna við endurskoðun náms- skrár fyrir framhaldsskólastig hef- ur staðið yfir í allan vetur og sér nú loks fyrir endann því starfi. Mjög hefur verið vandað til nám- skrárvinnunnar og hún því tekið heldur meiri tíma en til stóð í upp- hafi. Sökum þessarar tafar hefur ekki verið mögulegt að ljúka gerð fyr- irhugaðs samstarfssamnings og þar af leiðandi hefur skapast óvissa meðal nemenda, foreldra, kennara og annarra þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í að starf- semi Listdansskólans verði sem allra öflugust þegar næsta skólaár hefst. Vegna þessarar óvissu vill Dans- mennt ehf. koma eftirfarandi á framfæri: 1. Dansmennt ætlar sér, í sam- starfi við menntamálaráðuneyti og Menntaskólann við Hamrahlíð, að reka Listdansskóla Íslands af þrótti og aga. 2. Öflugur Listdansskóli Íslands er grundvöllur áframhaldandi þró- unar listdans á Íslandi. Dans- mennt gerir sér grein fyrir að skólinn er fjöregg dansmenningar landsins. 3. Um leið og ný námsskrá fyrir framhaldsskólastig er samþykkt mun vinnu við skipulagningu næsta skólaárs flýtt sem mest má verða. Stefna Dansmenntar er að ráða hæfustu listdanskennara landsins til starfa auk þess að fjölga heimsóknum gestakennara og auka samstarfið við aðrar list- dansstofnanir. 4. Tryggt verður að engin mis- fella verði í námi þeirra nemenda sem nú eru við Listdansskóla Ís- lands. Þetta á bæði við nemendur á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi. 5. Boðið verður uppá nám þar sem gæðakröfur verða í samræmi við nýja námsskrá án þess að kostnaður við rekstur skólans hækki. Ekki er ætlunin að hækka skólagjöld frá því sem nú er enda hefur menntamálaráðherra ítrekað lofað að framlag ríkisins til fram- haldsskólanemenda verði ekki skert. Það er ósk aðstandenda Dans- menntar að gott samstarf náist við nemendur, kennara og foreldra- félag um að gera góðan skóla enn betri. Dansmennt fagnar áhuga allra þeirra sem eiga sér það markmið.“ Engin misfella verður á námi Yfirlýsing frá stjórnendum Dansmenntar ehf. um framtíð Listdansskóla Íslands TILLAGA uppstillingarnefndar að lista Sjálfstæðisflokksins, D-lista, í sveitarstjórnarkosningum 27. maí nk., í sameinuðu sveitarfélagi Borg- arbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaða- hrepps, var samþykktur á sameig- inlegum fundi fulltrúaráða flokksins í Mýrasýslu og Borgarfirði 21. febr- úar sl. Listann skipa: 1. Björn Bjarki Þorsteinsson sölustjóri 2. Torfi Jóhannesson ráðunautur 3. Ingunn Alexandersdóttir leik- skólastjóri 4. Þórvör Embla Guðmundsdótt- ir verslunarmaður 5. Bernhard Þór Bernhardsson forseti viðskiptadeildar 6. Jónína Erna Arnardóttir tón- listarkennari 7. Kristján Ágúst Magnússon bóndi 8. Heiðveig María Einarsdóttir nemi og framkv.stj. 9. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir tón- listarkennari/organisti 10. Magnús B. Jónsson prófessor 11. Jóhanna Erla Jónsdóttir verk- stjóri 12. Sigurður Rúnar Gunnarsson bóndi 13. Guðmundur Skúli Halldórsson verkstjóri 14. Guðrún Pálmadóttir verslun- armaður 15. Hjörtur Árnason fram- kvæmdastjóri 16. Bergþór Kristleifsson ferða- þjónustubóndi 17. Ari Björnsson rafvirki 18. Helga Halldórsdóttir skrif- stofumaður og forseti bæjarstjórnar. Listi Sjálfstæðisflokks í nýju sveitarfélagi Doktorsvörn fer fram við lyfja- fræðideild Há- skóla Íslands 1. mars. Þá ver Há- kon Hrafn Sig- urðsson lyfja- fræðingur dokt- orsritgerð sína lyfjagjöf í auga og slímhimnuviðloðandi fjölliður. And- mælendur eru dr. Tomi Järvinen, prófessor við lyfjaefnafræðideild Kuopio-háskóla í Finnlandi, og dr. Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræð- ingur í augnlækningum við augn- læknastöðina Sjónlag. Dr. Þorsteinn Loftsson, forseti lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal og hefst kl. 13. Þróun augnlyfja er oft mjög krefj- andi vegna einstakrar byggingar, líf- eðlis- og lífefnafræði augans. Mark- mið þessa doktorsverkefnis var að auka við þekkingu á lyfjagjöf til aug- ans og reyna að svara nokkrum ósvöruðum spurningum tengdum því efni. Einnig var slímhimnuviðloðun- arhugtakið rannsakað og krufið til mergjar. Rannsóknin byggist á nokkrum ex-vivo rannsóknum á svínaaugum og in vivo rannsóknum í kanínum. Resonant mirror lífnemi var notaður til að meta bindingu á milli fjölliða og próteina. Doktors- vörn frá lyfjafræði- deild HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.