Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ 23. febrúar 1986: „Stórmeist- arinn Lev Alburt, sem er landflótta frá Sovétríkjunum og teflir nú á Reykjavík- urmótinu, gekk á fund Matt- híasar Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, á dögunum ásamt með þeim Þorsteini Þor- steinssyni, forseta Skák- sambands Íslands, og Hall- dóri Blöndal, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins. Erindið var skýrt, að biðja utanrík- isráðherra Íslands um aðstoð fyrir hönd Boris Gulko, stór- meistara í Sovétríkjunum og fjölskyldu hans. Þau fá ekki fararleyfi. Hér í Morgunblaðinu birt- ist í dag síðari hluti lýsingar Andreis Sakharov á hetju- legri baráttu hans við sovéska kerfið. Henni lauk með því, að Yelena Bonner, kona Shakha- rovs, fékk leyfi til að leita sér lækninga í Bandaríkjunum. Það er unnt að opna glufu í járntjaldið, ef nógu markvisst er unnið að því. Morgunblaðið skorar á Matthías Á. Mathiesen að beita sér opinberlega gagn- vart sovéska sendiráðinu í Reykjavík í máli Gulkos með sama hætti og Geir Hall- grímsson gerði til dæmis fyrir kvikmyndaleikstjórann Tar- kovsky. Hann hefur nú heimt son sinn frá Sovétríkjunum.“ . . . . . . . . . . 25. febrúar 1996: „Árum og jafnvel áratugum saman heyrðu landsmenn sjaldan aðrar fréttir frá Siglufirði en að þar væru mikil vandræði í atvinnulífi. Eftir mikil upp- gangsár á síldveiðiárum áður fyrr, lentu Siglfirðingar í miklum erfiðleikum með at- vinnufyrirtæki sín, sem stóðu um langt árabil. Nú er öldin önnur. Þormóður rammi hf., stærsta sjávarútvegsfyr- irtækið í Siglufirði, er að verða eitt af öflugustu fyr- irtækjum landsins. Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að hagnaður Þor- móðs ramma hf. á árinu 1995 hefði numið 202 milljónum króna. Árið áður nam hagn- aður fyrirtækisins 126 millj- ónum króna. Það er liðin tíð, að slíkar hagnaðartölur séu taldar feimnismál, þvert á móti eru þær fagnaðarefni. Þær sýna, að sjávarútvegur- inn er í sókn, mikilli sókn. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U ppnámið, sem varð á fjár- málamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, eftir að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings birti mat sitt á horfum lánshæfis- mats ríkissjóðs fyrr í vik- unni, er fyrir margra hluta sakir athyglisvert og lærdómsríkt. „Hrunið“ á Íslandi Það er ekki nýtt að bæði gengi krónunnar og verð hlutabréfa lækki tímabundið en hækki svo aftur, eins og átti sér stað í þessari viku. Það er hins vegar algjörlega nýtt fyrir okk- ur að slíkar sveiflur hafi áhrif langt út fyrir land- steinana, eins og átti sér stað á miðvikudag. Þá lækkuðu ýmsir gjaldmiðlar hagkerfa, þar sem vöxtur er hraður og vextir háir, eins og hér á landi. Samkvæmt því, sem fram kemur í t.d. Fin- ancial Times, er ástæðan sú að þeir, sem stunda spákaupmennsku með gjaldmiðla á alþjóðlegum fjármálamarkaði, hafa reynt að innleysa hagnað með því að selja aðra gjaldmiðla og bæta sér þannig upp tap, sem þeir urðu fyrir vegna lækk- unar krónunnar. Þetta endurspeglar stóraukinn áhuga á krónunni undanfarin misseri vegna hins háa vaxtastigs hér á landi og alþjóðavæðingu hagkerfis okkar. Það er líka algjörlega nýtt fyrir okkur hversu mikinn áhuga erlendir fjölmiðlar sýna sveiflum á fjármálamarkaðnum hér á landi. Áður fyrr hafa slíkir atburðir hér ekki skipt heimspressuna nokkru einasta máli. Það var vissulega sláandi að sjá í hinu virta, alþjóðlega viðskiptablaði Fin- ancial Times á fimmtudag fyrirsögnina „Hrun Íslands hefur áhrif á heimsvísu“ (Iceland’s col- lapse has global impact). Þarna er auðvitað átt við „hrun“ krónunnar, en ekki hagkerfisins sem slíks, en orðanotkunin er engu að síður harla glannaleg, enda a.m.k. ennþá ekki um neitt hrun að ræða, heldur lækkun á gengi, sem margir hafa spáð lengi og flestir talið óumflýjanlega og nauðsynlega. Í texta fréttarinnar var talað um „skell í fjármálum“ (financial crash) og „hrun krónunnar“ (the krona’s collapse). Menn hljóta að velta fyrir sér hvaða áhrif orðanotkun af þessu tagi í jafnvirtu dagblaði og Financial Tim- es hafi á orðspor Íslands hjá lesendum þess og andrúmsloftið hjá þeim, sem eiga viðskipti við ís- lenzk fyrirtæki. Skýrsla Fitch, þar sem spáð var að meiri líkur væru en áður á harðri lendingu íslenzka hagkerf- isins eftir núverandi uppsveiflu, fékk svipaða umfjöllun í ýmsum norrænum fjölmiðlum. Þar var víða tekið sterkt til orða; að Ísland væri á barmi kreppu, stefndi í hrun, að öll viðvörunar- ljós blikkuðu o.s.frv. Þetta er heldur ekki gott fyrir Ísland og íslenzk fyrirtæki, sem stunda við- skipti í viðkomandi löndum, einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að þær hækkanir á gengi krónunnar og hlutabréfaverði, sem áttu sér stað hér í lok vikunnar, fengu miklu minni athygli en hinar upphaflegu uppsláttarfréttir um að hér væri allt á heljarþröm. Þessi umfjöllun er ekki góð landkynning, ef svo má að orði komast. Jafnvel í ríkjum, þar sem ætla má að íslenzkt efnahagslíf hafi nánast aldrei áður verið til um- fjöllunar, birtust blaðafregnir um fall íslenzku krónunnar. Í suður-afrískum blöðum var tíma- bundin veiking randsins þannig rakin til atburða á Íslandi. Hinn nýi efnahagslegi veruleiki verður til þess að athygli enn fleiri en ella beinist að Ís- landi. Aukinn fjölmiðlaáhugi Þessi mikla umfjöllun erlendra fjölmiðla um atburði í efnahagslíf- inu hér endurspeglar auðvitað áhuga þeirra á íslenzku viðskiptalífi yf- irleitt, sem hefur komið til eftir að íslenzk fyr- irtæki hófu útrás til Bretlands og Norður- landanna. Það telst ekki lengur til tíðinda að fjallað sé um Ísland og íslenzk fyrirtæki á við- skiptasíðum erlendra dagblaða. Í þessum ríkjum er það orðið daglegt brauð. Blaðamenn Morg- unblaðsins þekkja það vel að á undanförnum ár- um hefur legið hingað stöðugur straumur er- lendra viðskiptablaðamanna, sem vilja kynna sér íslenzka „efnahagsundrið“, en slíkar heimsóknir þekktust í miklu minna mæli áður. Afstaða þessa fólks til íslenzks viðskiptalífs einkennist af sam- blandi aðdáunar, undrunar og vissrar tor- tryggni. Danskir blaðamenn spyrja t.d. hvernig í ósköpunum fyrirtæki frá litla Íslandi geti keypt sum af þekktustu vörumerkjum Danmerkur, eins og Magasin og Illum. „Hvaðan koma pen- ingarnir?“ er algengasta spurningin. Brezkir blaðamenn spyrja hvernig það megi vera að fyr- irtæki frá landi, sem hefur álíka marga íbúa og miðlungsstórt hverfi í London, geti keypt marg- ar af þekktustu búðunum í verzlunarhverfum brezkra borga. Útlendir blaðamenn velta fyrir sér hvort ís- lenzka hagkerfið standi undir þessari útrás og hvort íslenzku fyrirtækin geti snúið við rekstri fyrirtækjanna, sem þau hafa keypt og rekið þau með hagnaði, en mörg þeirra hafa ekki gengið vel á undanförnum árum. Hugsanlega er hin nei- kvæða – og að mörgu leyti yfirdrifna – fjölmiðla- umfjöllun í þessum löndum nú í vikunni til komin vegna þess að fjölmiðlarnir telji að með skýrslu Fitch hafi þeir fengið einhvers konar staðfest- ingu á grunsemdum sínum um að það geti ekki verið allt með felldu í íslenzku efnahagslífi. Svar- ið við því hvaðan peningarnir koma, er til dæmis nokkuð skýrt í skýrslunni; þeir koma frá erlend- um lánastofnunum og fjárfestum, sem hafa lánað íslenzkum bönkum og kaupsýslumönnum til að þeir geti fjármagnað viðskiptahugmyndir sínar. Fitch telur hinn mikla vöxt í erlendum lántökum hins vegar varasaman. Þó liggur fyrir að í raun er fátt nýtt í skýrslu Fitch, sem aðrir hafa ekki bent á. Það eina, sem er umfram t.d. ábendingar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD), er samanburðurinn á ástandinu á Ís- landi nú og fjármálakreppunni í Asíu í lok síðustu aldar. Sá samanburður er auðvitað um- deilanlegur, eins og sérfræðingar Fitch benda raunar sjálfir á í skýrslu sinni – sumt er líkt með Íslandi og ríki á borð við Suður-Kóreu, annað gerólíkt. Þetta breytir ekki því, að athygli fjölmiðla í löndunum, sem íslenzk fyrirtæki eiga mest við- skipti við og fjárfesta mest í, beinist nú að ís- lenzku efnahagslífi, þeim hættumerkjum sem Fitch – og margir fleiri – hafa bent á og hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þróunin verði í samræmi við verstu spár. Ýmsir fleiri fylgjast með íslenzka markaðnum, t.d. önnur matsfyrirtæki og greiningardeildir. Það skiptir verulegu máli fyrir íslenzkt efnahagslíf að þessir aðilar hafi á tilfinningunni að bæði stjórnvöld, sem ráða yfir helztu hagstjórnartækjunum, og leiðandi fyrirtæki, einkum og sér í lagi bank- arnir, geri sitt ýtrasta til að halda þenslunni í hagkerfinu í skefjum og vinna á móti þeirri vara- sömu þróun, sem lýst var í skýrslu Fitch. Upplýsinga- vandi – umtals- vandi – efna- hagsvandi Sú neikvæða fjöl- miðlaumfjöllun, sem að framan er lýst, virðist að sumu leyti byggjast á ákveðnum upplýsingavanda. Er- lendir fjölmiðlamenn kvarta mikið undan því að erfiðlega gangi að fá upplýsingar hjá íslenzkum fyrirtækjum um það hvernig þau fjármagni útrás sína og hyggist standa undir henni. Íslenzkir kollegar þeirra verða raunar að viðurkenna að þeir fái ekki mik- ið betri upplýsingar sjálfir. Þegar virt matsfyr- irtæki, sem ætla verður að byggi álit sitt á hald- góðum upplýsingum, birtir svartsýna spá, verður það fyrir vikið veruleg frétt. Og upplýs- ingavandi getur hæglega snúizt upp í efnahags- vanda. Jafnvel þótt allt sé í stakasta lagi hjá fyr- irtæki, atvinnugrein eða heilu hagkerfi, getur farið að síga á ógæfuhliðina vegna neikvæðs um- tals. Orðspor, umtal og „stemning á markaðn- um“ skiptir oft miklu meira máli en það, hvernig hlutirnir eru í raun. Það skiptir engu máli að allt sé í lagi ef fólk veit það ekki, eða ef orðrómur er uppi um annað. Af þessum sökum hljóta bæði ís- lenzk fyrirtæki og íslenzka ríkið að huga að því hvernig þau koma upplýsingum á framfæri, sem slá á neikvætt umtal og vega á móti dómsdags- spám, sem slegið er upp í erlendum miðlum. Bankar efla upplýsingagjöf Bankarnir eru byrjað- ir að átta sig á að þeir verða að veita meiri upplýsingar en þeir hafa gert. Í nóvember síðastliðnum varð talsvert uppnám í bankakerfinu þegar út komu greinar frá greiningardeildum Royal Bank of Scotland annars vegar og Dresdner Kleinwort Wasser- stein hins vegar, þar sem velt var upp ýmsum spurningum og áhyggjum vegna hins hraða vaxt- ar Kaupþings banka, m.a. hversu háður bankinn væri fjármögnun á lánsfjármarkaði. Að sumu leyti endurspeglaði þessi umfjöllun orðróm, sem uppi var meðal erlendra fjárfesta og jafnframt kom fram sú skoðun að á símafundi með fjár- festum hefði bankinn ekki getað gefið nógu góð svör við ýmsum spurningum. Afleiðingarnar af umfjöllun greiningardeildanna voru þær að vaxtaálag á skuldabréfum allra íslenzku bank- anna á eftirmarkaði hækkaði, sem gefur vís- bendingu um að lánskjör þeirra geti versnað er ÞÖRF ÁKVÖRÐUN UM ÓÞÖRF PRÓF Það var rétt ákvörðun hjá ÞorgerðiKatrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að afleggja einfaldlega samræmdu stúdentsprófin í fram- haldsskólum landsins, í stað þess að reyna að lappa upp á þau til að mæta gagnrýni á prófin. Að fenginni tveggja ára reynslu lá fyrir að allir voru óánægðir með sam- ræmdu prófin. Nemendur hunzuðu þau, kennarar sáu ekki tilganginn með þeim og háskólar höfðu engan áhuga á niðurstöðum þeirra. Ein- kunnir úr þeim voru ekki skráðar í prófskírteini og höfðu ekki áhrif á það hvort fólk útskrifaðist eða ekki. Það eina, sem upptaka þeirra áorkaði, var að tefja fyrir nemendum, sem voru hvort sem er í prófatörn og veitti ekki af öllum sínum kröftum til að klára próf, sem skiptu þá máli. Bent hefur verið á að það sé frá- leitt að t.d. máladeildarmaður og eðl- isfræðideildarmaður eigi að taka sama stúdentsprófið í stærðfræði, vegna þess að kunnátta þeirra í fag- inu er eðli málsins samkvæmt gjör- ólík. Það er því hæpið að prófin hafi einu sinni þjónað þeim tilgangi að veita menntamálaráðuneytinu upplýs- ingar sem lið í eftirliti með skóla- starfi, en það var einn yfirlýstur til- gangur laganna. Framhaldsskólar landsins eru ólík- ir og eiga að vera ólíkir. Þó hefur það alltof lengi verið viðleitni mennta- málaráðuneytisins að steypa þá alla í sama mót með margvíslegum aðferð- um. Það er ánægjuefni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skuli taka þátt í að snúa þeirri þróun við. HRYÐJUVERK OG OLÍA Stjórnvöld í Saudi-Arabíu reyndu ígær að fullvissa umheiminn umað olíuframleiðslu í landinu væri engin hætta búin eftir að hryðjuverka- menn gerðu misheppnaða tilraun til að fremja hryðjuverk í stærstu olíu- hreinsunarstöð heims. Tveir öryggis- verðir létu lífið og sömuleiðis tveir árásarmenn. Í fyrstu var ekki vitað hverjir hefðu staðið að baki tilræðinu, en í fyrrinótt lýstu hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda því á hendur sér. Í olíuhreinsunarstöðinni í Abqaiq eru framleidd 10% af daglegum olíu- birgðum heimsins og 70% þeirrar olíu, sem framleidd er í Saudi-Arabíu. Sér- fræðingar hafa löngum bent á að í Ab- qaiq væri veikasti hlekkurinn í olíu- framleiðslu Saudi-Arabíu. Ef framið væri hryðjuverk þar gæti framleiðslan farið úr 6,8 milljónum olíufata á dag niður í eina milljón fata fyrstu tvo mán- uðina á eftir. Langan tíma tæki að koma vinnslunni aftur af stað og er tal- ið að eftir sjö mánuði yrði aðeins búið að koma vinnslunni upp í 40% af því, sem hefði verið fyrir árás. En Abqaiq er ekki eini viðkvæmi staðurinn í olíu- æðakerfi landsins. Í Saudi Arabíu er olía unnin á áttatíu svæðum og þar er að finna rúmlega þúsund olíubrunna. Robert Baer starfaði hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, og er sérfræð- ingur í þessum málum. Í skrifum sínum um samskipti bandaríska stjórnvalda við Saudi-Arabíu segir hann að það sé álíka auðvelt að lama olíuframleiðslu Sauda og að skjóta fisk í tunnu. Olíu- flutningakerfið sé berskjaldað, allt frá olíubrunnunum og leiðslum, sem liggja langa vegu, til olíuhreinsunarstöðva og hafna. Yfirvöld í Saudi-Arabíu segja sjálf að leiðslurnar, sem samtals eru rúmlega 17 þúsund kílómetrar, séu veikasti hlekkurinn í kerfinu. Alls starfa á milli 25 og 30 þúsund manns við öryggisgæslu og eiga að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum takist að lama olíuframleiðsluna. Yfirvöld í Saudi-Arabíu reyna eðlilega að gera lítið úr árásartilrauninni í fyrradag, en það segir sína sögu að hryðjuverka- mönnum, sem dulbjuggu sig sem starfsmenn saudi-arabíska olíufyrir- tækisins Aramco og voru í bifreiðum merktum fyrirtækinu, tókst að komast inn í olíuhreinsunarstöðina með tvær bílsprengjur. Að þessu sinni sprungu sprengjurnar skammt frá öryggishlið- inu og ekkert tjón varð, en hvað gerist næst? Við heyrum ekki oft fréttir af ástandinu í Saudi-Arabíu, en eftir sjálfsmorðssprengjuárásina í maí 2003 hafa öryggissveitir látið til skarar skríða gegn stuðningsmönnum Osama bin Laden og al-Qaeda. 90 óbreyttir borgarar, 54 liðsmenn öryggissveita og 125 meintir hryðjuverkamenn hafa lát- ið lífið í ólgunni í landinu. Olía hækkaði um 2,37 dollara fatið á föstudag vegna þessara atburða og þykir það mikið. Í þetta sinn misheppnaðist árásin, en það þarf ekki mikið til að setja hlutina úr skorðum fyrir alvöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.