Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það góða við listina er að hún lætur ekkiað stjórn frekar en höfuðskepnurnarog má hér vísa til málsháttarins al-kunna: þó að náttúran sé barin meðlurk leitar hún út um síðir. Skrifari enginn áróðursmaður fyrir ákveðnar listastefnur og hefur aldrei verið, flytur engan boðskap um kórréttar lausnir. Heldur sér einnig á hliðarlín- unni og er talsmaður fjölbreytni og ferskra ný- hugsana á öllum vígstöðvum þó einkum innan marka myndlistarinnar eins og hugtakið var lengstum skilið verklega séð. Það heitir einfald- lega að hann virðir eldri gildi en um leið er víðs fjarri að hann hafni þeim nýju, telst þó alfarið andvígur fjarstýrðum sveiflum sem reglulega vilja gerast allsráðandi þótt efast megi um inn- takið, nú síðast inni í myndinni að rjúfa öll skil milli listgreina. Áður voru það einstaklingar og fámennir hópar sem breyttu umhverfi listarinnar en á seinni tímum hafa orðið mikil hvörf á vett- vanginum, annars vegar stíf og mjög umdeilan- leg markaðssetning, hins vegar fræðileg sam- ræða hvar orðið þrengir hinu mynd- og skynræna í bakgrunninn. Orðræðan haft svo mikið vægi í myndlistarskólum á seinni árum að eiginlega voru þeir farnir að útskrifa rithöfunda í bland (!), leggja höfuðáherslu á sundurgreiningu og útlistun í stað upplifunar. Samtímis hefur vægi og stjórnsemi sýningar- stjóra aukist til mikilla muna og sér engan enda á þeirri þróun og ekki allir með hýrri há yfir fram- vindunni, einkum eldri kynslóðir sem vita að sýn- ingarstjórar hafa alltaf verið til en lengstum hald- ið sig til hlés. Við hæfi að herma hér aðeins af sýningu verka Pierre Soulages á Ordrupgaard í útjaðri Kaupmannhafnar sem lauk 12. febrúar og vakti að sjálfsögðu mikla athygli. Dönsku blöðin slógu því upp að franski áhrifavaldurinn væri enn virkur þrátt fyrir árin 87 að baki, meðan allir helstu sporgöngumenn hans í Danaveldi væru horfnir til feðra sinna! Jafnframt að hann hafi sjálfur valið verk á sýninguna og fundið hverju þeirra stað á veggjunum. Væri af þeirri gerð listamanna sem gætu vísað svo til hvaða sýning- arstjóra sem væri til atvinnumiðlunar! Nú hefur orðið nokkur breyting á hlutun-um, forsmekkurinn stofnun akademíumeð gamla sniðinu í New York fyrir ára- tug eða svo, sem án tafar varð vinsælasti lista- skóli vestan hafs, nemendum aftur haldið að vinnu en samræðunum vísað til síns heima, kaffi- húsanna. Vinnan varð á ný drifkrafturinn og nemendum skylt að vera sýnilegir í skólastof- unum, fátt ömurlegra fyrir lærimeistarana en að koma að tómum kennslustofum eða nemendum í samræðum yfir kaffibolla og kleinuhringjum. Spursmálið ekki stílar, stefnur, íhaldsemi né framúrstefna, einungis traust grunnmenntun og yfirsýn. Frá flestu þessu hef ég áður greint en end- urtek hér vegna þess að nú berast óvæntar frétt- ir frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Nýverið mátti lesa í sænska blaðinu Expressen, að nem- endur listaakademíunnar væru aftur farnir að mála af krafti og var höfundur greinarinnar, hall- ur undir hugmyndalist, ósáttur við þá framvindu. Hann var þó nógu heiðarlegur til að gæta hlut- lægni í skrifi sínu og bætir við að málverkið sé í slíkum uppgangi að jafnist á við níunda áratug- inn. Sem kunnugt er varð mikil sprenging í list- heiminum uppúr 1980 eftir að hugmyndalistin hafði haldið málverkinu utangarðs í áratug, um leið hefur sagan endurtekið sig um metverð á uppboðum vestan hafs sem austan. Frá Kaup- mannahöfn berast enn óvæntari fréttir, en þar virðist ásóknin í málverkið enn meiri um þessar mundir, listhúsaeigendur og listunnendur gera sér jafnvel ferð á listaakademíuna á Kóngsins nýjatorgi með seðlaveskið á lofti og bjóða í mál- verk nemenda og hafa sumir ekki við að anna eft- irspurninni! Stjórnendur skólans eðlilega farnir að hugleiða að setja hér einhverjar skorður þar sem stofnunin hefur ekki markaðs- og sölusjón- armið á stefnuskrá sinni. Til tals hefur komið að fara að dæmi Þjóðverja sem banna alla slíka sölu- mennsku innan veggja listakademía og framandi sýningahald utan þeirra svo lengi sem viðkom- andi eru reglulegir nemendur og hafa sem slíkir aðgang að fjölda styrkja og fríðinda. Reyndar var sá háttur lengstum skráð og óskráð lög sem fáir voguðu sér að fara á svig við, gerandi um leið á hálum ís, en á seinni tímum hafa orðið miklar breytingar hér á og los komið á hlutina, en þegar málverkið og sjálft handverkið eiga í hlut að óvæntum uppgangi eftir að hafa verið utangarðs um langt skeið er líkast sem menn vakni við vondan draum. Líkja má þessari þróun við endurreisn skyn-færanna eftir að þau höfðu lengi átt erfittuppdráttar og víða úthrópuð, rökræða og rökvísi skyldi koma í stað tilfinninga og náði hæstu hæðum á blómaskeiði naumhyggju og í stöðluðum módernisma. Tölvan tók við af blóð- flæði rissins, listamenn hættu að vera með riss- blokkina í vasanum dags daglega, raunveruleik- inn allt um kring ekki skynjaður heldur til að mynda fiskaður upp á skjánum og prentaður út, enda öllu hægara um vik. Reyndar hafði lengi kraumað undir yfirborð- inu, fréttir borist af listspírum sem voru orðnar leiðar á þessum sandkassaleik innan skólaveggj- anna sem skildi svo lítið eftir sig, vildu meiri kennslu og marksækni, minna af fyrirlestrum og orðgnótt. Ekki gekk heldur til lengdar að ryðja fortíðinni út af borðinu með sömu ákefð og múg- urinn í Rússlandi var espaður upp að gera eftir byltinguna, afleiðingarnar skelfilegar sem menn þekkja einna best í húsagerðarlistinni sem fylgdi. Stefnumörkin bárust fljótlega til vestursins helst skyldi eldur lagður að listasöfnum og eldri list bar að útrýma, afneita gömlum gildum í myndlist og arkitektúr allt í nafni öreigabyltingarinnar. En svo gerðust löngu seinna þau stórmerki að réttlætanlegt varð að leita til sömu gilda undir formerkjum síðmódernisma og þá handagangur í öskjunni. Barokkinu, hinu forsmáðasta af öllu, jafnvel lyft á stall af stjörnuarkitektum tímanna en í nýjum búningi með aðstoð tölvutækninnar. Kannski segir þetta einhverjum að ekkigengur nema skamma hríð að útbreiðastórasannleik sem allir skuli aðhyllast vilji þeir verða menn að meiri, – inni í myndinni. Hins vegar ósköp eðlilegt að þá og þá stundina sé eitt- hvað meira í sviðsljósinu en annað, en í kjarna sínum er eðlislægt og sjálfsprottið sköpunarferli hafið yfir þesslags handstýringu. Picasso sagði einhvern tíma: Við vitum að listin er ekki sannleikur. Listin er lygi, sem gerir okkur mögulegt að höndla sannleikann, í öllu falli þann sannleika sem okkur er gefið að skilja. Listamað- urinn verður að þekkja háttinn hvernig hann sannfærir aðra um sannindin í lygi sinni. Og Michel Houellebecq segir í bókinni Öreindirnar: Lygin er gagnleg þegar hún gerir kleift að breyta raunveruleikanum, en þegar breytingarnar mis- takast verður ekkert eftir nema lygin, biturðin og vitundin um lygina. Í báðum tilvikunum er falinn mikill vísdómur, inntakið fyrst og fremst að engin stefnumörk geti talist fullkomin og óumbreytanleg, sannleikurinn engu síður hverfull en lygin. Framslátturinn klæddur í snjallan búning, stjakar við mönnum og vekur til umhugsunar sem vitaskuld var til- gangurinn. Uppgangur skynhrifa SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Dæmi um skrifstofubyggingu staðlaðs módernisma í Hamborg frá upphafi áttunda áratugarins sem breytt hefur verið í íbúðarhús í anda postmódernismans. Eitt af fjölmörgum dæmum um áhrif bar- rokks á framsækinn arkitektúr; útbrot, liðamót og skynhrif í fyrirrúmi. Þær lágu á fallegumgrasbala umluktumkjarri og létu sólinaleika um nakta lík- ama. Vitaskuld var það tals- verð dirfska en þær bjuggust ekki við mannaferðum úti í guðsgrænni náttúrunni. Þess vegna varð þeim hverft við þegar skyndilega heyrðust digrar karlaraddir hóa eftir sauðfé svo að þær gripu í ofboði í flíkurnar og huldu sína laun- helgustu staði. Allar nema ein. Sú lagði pilsgopa yfir höf- uðið. ,,Við erum allar eins þarna niðri eins og rollurnar sem þeir eru að smala, “ sagði hún svo þegar hættan var lið- in hjá. „Það er höfuðið á okk- ur sem skiptir máli.“ Þessi saga er rúmlega sjö- tíu ára en höfð eftir traustum heimildum. Ástæða þess að hún er rifjuð upp núna er sú gegndarlausa klámvæðing sem nú tröllríður samfélaginu og misbýður eðlislægri blygð- unarkennd ungmenna. Bein afleiðing af henni er vaxandi kvenfyrirlitning sem fær byr undir báða vængi. í fyrirbær- inu Sylvíu Nótt, nýjasta og fyrirferðarmesta framlagi okkar til heimsmenning- arinnar. Hvað er eiginlega fyndið við Silvíu Nótt? Þessa spurn- ingu hef ég lagt fyrir fjölda manns og fengið margvísleg svör. Sum eru á þá lund að hún endurspegli ungar stelp- ur sem geri út á kynþokkann en hafi ekkert annað fram að færa. Samkvæmt því eru þær galtómar í hausnum og á svip- uðu menningarstigi og jarm- andi sauðahjarðir. Þegar ég segist ekki þekkja slíkar stúlkur þrátt fyrir daglegt samneyti við stóra hópa af ungmennum, er því svarað að ég fylgist bara ekki með, svona stelpur séu út um allt, í spjallþáttum, slúðurblöðum og jafnvel í Versló! Silvía Nótt sé tímabær ádeila á heimska og klámfengna kven- þjóð. Aðrir segja að maður eigi ekki að taka þetta svona alvarlega. Hér sé aðeins á ferðinni meinlaust grín, svona eins konar ljóskubrandari. En ef Silvía Nótt er nánast út í bláinn og svo fjarstæðu- kennd að hún endurspegli engan veruleika, er þá ein- hver ástæða til að amast við henni? Getur maður þá ekki bara hlegið með? Þótt ég telji mig hafa bærilegt skopskyn segi ég eins og Viktoría Bretadrottning á sínum tíma: „We are not amused.“ Í fyrsta lagi finnst mér fátt fyndið við ruddalegt orðbragð og klúrar stellingar. Ástæðan er líka sú að krossferð Silvíu, sem sumir segja að beinist gegn taumlausri yfirborðs- mennsku í nútímanum, hefur snúist upp í múgsefjun, sem kyndir undir háskalegar ranghugmyndir. Litlu stelpurnar, sem syngja sigurlagið fullum hálsi með viðeigandi látbragði, líta eðlilega svo á að hér sé komin aðferðin til að ná athygli, slá í gegn, taka Evróvision eða hvað sem er með trompi í stað þess að rækta þá eiginleika sem greina okkur mennina frá sauðahjörð. Hvort sem fólk hlær að Sil- víu eða fitjar upp á trýnið eins og ég verður því ekki á móti mælt að klámvæðing og kven- fyrirlitning ryður sér æ meira til rúms og misbýður eðlis- lægri blygðunarkennd sem vísað var til í upphafi þessa pistils. Allt slíkt vekur stund- arathygli og um hana berjast óprúttin markaðsöfl. Það sem höfðar til vitsmunanna selst hvorki hratt né örugglega. Hvað vilja konur sýna? HUGSAÐ UPPHÁTT Guðrún Egilson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.