Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 1. MARS verður haldin á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar Ráðstefnan Skóli á nýrri öld – Einstaklingsmiðað nám – fræðin í framkvæmd. Aðalfyrirlesari er Ca- rol Ann Tomlinson, prófessor í menntunarfræðum við Virginíuhá- skóla. Hún mun fjalla um lyk- ilatriðin í einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Á undanförnum árum hefur ver- ið mikil vakning meðal skólamanna hér á landi að þróa skólastarf í átt til einstaklingsmiðunar og í stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslu- málum hefur einstaklingsmiðað nám og samvinna nemenda verið áhersluatriði undanfarin ár. Sí- menntun kennara og skólaþróun hefur því markvisst tekið mið af þessari stefnu og kennarar hafa kynnt sér leiðir til að hrinda kenn- ingum um einstaklingsmiðað nám í framkvæmd með nemendum sín- um. Haldin hafa verið námskeið með þátttöku allra starfsmanna skóla þar sem oftar en ekki hefur verið stuðst við hugmyndir Carol Ann Tomlinson, prófessors í menntunarfræðum við Virgíníuhá- skóla. Hugmyndir hennar eru sér- lega áhugaverður fyrir þá sem vilja kynna sér nýja kennsluhætti. Hún byggir á langri reynslu af kennslu og sérkennsluráðgjöf, en hún hefur hvort tveggja lagt sig eftir að kenna nemendum með námsörðugleika sem og bráðgerum börnum. Tomlinson skilgreinir ein- staklingsmiðun (differentiation) sem markvissa viðleitni kennarans til að bregðast við þörfum sér- hvers nemanda eða nemendahóps fremur en að kenna heilum bekk eins og allir séu í grundvallar- atriðum eins. Nokkur lykilatriði sem hún telur að huga þurfi að eru; að nemanda séu sett skýr markmið og að inntak náms sé merkingarbært og áhugavert, að gerðar séu kröfur sem reyna á getu hvers og eins, að námsmati verði breytt í takt við nýjar áherslur í námi og að náms- umhverfið sé jákvætt og hvetjandi og styðji við sjálfstæði nemenda. Lykilatriði við einstaklingsmiðun Að mati Tomlinsson eru fleiri grundvallarreglur sem þarf að taka mið af. Einstaklingsmiðuð kennsla þarf að vera sveigjanleg. Námsmarkmið þurfa að vera vel skilgreind og skýr. Kennslu og námsaðferðir eru aðeins verkfæri sem hægt er að nota á ýmsa vegu til að stuðla að árangri. Einstaklingsmiðuð kennsla á rætur sínar að rekja til markviss og stöð- ugs mats á náms- þörfum nemandans. Kennslan verður ár- angursríkust ef kennarar þekkja námsþarfir nemenda og áhugasvið. Allar upplýsingar um nemandann eru nýttar til að skipu- leggja markvissa kennslu fyrir hann. Sveigjanleg hópa- skipting hjálpar til við að tryggja að nemendur hafi fjölbreytt náms- tækifæri og vinnuaðstæður. Kenn- arinn skipuleggur síbreytilega námstilhögun þar sem hann nýtir kosti þess að kenna öllum í einu, kenna í smærri hópum og hverjum og einum fyrir sig. Námstilhögun og vinnulag á stöðugt að vera við hæfi allra nem- enda. Þessi mikilvæga meginregla felur í sér að nemendur takist á við verkefni sem þeir ráða við og vekja áhuga þeirra. Einstaklings- miðun gerir ekki ráð fyrir mis- munandi verkefnum fyrir sérhvern nemanda heldur nægilegum sveigj- anleika til að mæta ólíkum nem- endum með misjafnar þarfir. Nemendur og kennarar eru samherjar í námi. Í einstaklings- miðuðu námsumhverfi rannsaka kennarar nemendur sína og hafa þá stöðugt með í ráðum um námið og kennsluna. Árangurinn af þessu verður sá að nemendur verða sjálf- stæðari námsmenn. Fræðin í framkvæmd Carol Ann Tomlinson hefur ritað fjölmargar bækur um kenningar sínar þar sem hugtakið ein- staklingsmiðun er lykilatriði. Bandarísku skólaþróunarsamtökin ASCD gefa út bækur hennar en auk þeirra hefur hún skrifað fjöldann allan af fræðigreinum um hugmyndir sínar. Meðal nýjustu bóka hennar er Fulfilling the Promise of the Differentiated Classroom (2003) en þar leggur höfundur áherslu á að góð kennsla hefjist á góðum samskiptum milli nemenda og kennara. Til þess að gera nemendur virka í eigin námi verða kennarar að gera sér grein fyrir því að það er ekki síður mik- ilvægt hvernig þeir kenna en hvað þeir kenna. Þeim sem vilja kynna sér kenn- ingar Carol Ann Tomlinson er bent á yfirlit yfir bækur hennar og greinar á slóðinni oldusel.is/ skolamat en þar er meðal annars að finna þýðingu greinarhöfunda á þriðjungi bókarinnar Leadership for Differentiating Schools & Classrooms, sem gerð var með leyfi útgáfufyrirtækis Tomlinson. Einnig má finna efni um Toml- inson á vef Ingvars Sigurgeirs- sonar, prófessors við KHÍ. Kennarar og annað áhugafólk um skólaþróun og skapandi og fjölbreytta kennsluhætti er hvatt til að láta þessa heimsókn Carol Ann Tomlinson ekki fram hjá sér fara. Auk þess að flytja erindi á fyrrnefndri ráðstefnu mun Toml- inson halda fyrirlestur í Kenn- araháskóla Íslands fimmtudaginn 2. mars. Gengið út frá getu hvers og eins Sif Vígþórsdóttir og Valdimar Helgason fjalla um kenningar Carol Ann Tomlinson ’Kennarar og annaðáhugafólk um skólaþróun og skapandi og fjöl- breytta kennsluhætti er hvatt til að láta þessa heimsókn Carol Ann Tomlinson ekki fram hjá sér fara.‘ Sif Vígþórsdóttir Sif er skólastjóri Norðlingaskóla. Valdimar er aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla. Valdimar Helgason Fréttir á SMS Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Glæsileg, stílhrein og vel skipulögð 140 fm neðri sérhæð í reisulegu húsi á þess- um vinsæla stað í Vesturbænum. Stórar og góðar samliggjandi stofur og þrjú svefnherbergi. Fallegur arinn og skrautlistar í lofti. Íbúðin hefur verið mikið end- urnýjuð að innan, m.a. eldhús, baðherbergi og öll gólfefni. Um 26 fm bílskúr fylgir. Verð 43 millj. Grenimelur 3 - opið hús í dag Opið hús er á eigninni milli kl. 15-17 í dag. Verið velkomin! VERSLUNAR- OG ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU – SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 2.700 m² verslunar- og atvinnuhúsnæði. Þar af allt að 2.300 m² á einu gólfi og í einum sal. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Hamraborg 20A, 200 Kópavogur sími: 554 4000 – fax: 554 4018 www.husalind.is Nánari upplýsingar veitir Barbara í síma 554 0400 eða 863 5404. leiguradgjof@leiguradgjof.is Erum með í einkasölu einstaklega flotta 93,4 fm endaíbúð á 3. og efstu hæð í fallegu litlu fjölbýli á frábærum stað rétt við mjög góða þjónustu, bæði leikskóla, grunn- skóla og mjög góða íþróttaað- stöðu í Smáranum. Vandaðar innréttingar. Kirsuberjaparket á gólfum. Glæsilegt flísalagt bað- herbergi með vandaðri innr. og bæði baðkari og sturtuklefa. Mikið útsýni. Sérþvottahús í íbúðinni. Mjög góð sameign. Upplýsingar um eignina er hægt að fá hjá Þórarni sölumanni á Valhöll í s. 899 1882. Verð 21,9 m. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. LAUTASMÁRI - GLÆSILEG 3JA HERB. ENDAÍB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.