Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir nokkrum árumgreindi sjónvarpsstöð íserbneska hluta Bosníufrá því að Alija Izetbego-vic, leiðtogi bosnískra múslíma í stríðinu, væri látinn. Þetta var hörkuskúbb. Stöðin var alveg örugglega fyrst með frétt- ina. Eina vandamálið var að Izet- begovic átti enn þrjá mánuði ólif- aða. 21. febrúar greindi sama sjónvarpsstöð frá því að Ratko Mladic, leiðtogi bosnískra Serba í stríðinu, hefði verið handtekinn. Á örskotsstundu var fréttin komin um allan heim. Aftur átti það þó við að enginn vissi hvort fréttin væri sönn eða ekki. En þegar Mladic herforingi verður loks kominn bak við lás og slá get- ur stöðin að minnsta kosti fagnað því að í annað skipti og kannski það síðasta í sögu sinni var hún fyrst með heimsfrétt. Ratko Mladic er ásamt Osama bin Laden og Radovan Karadzic, forseta Bosníu-Serba í stríðinu á Balkanskaga, í hópi þeirra eftir- lýstu manna, sem heimsbyggðin helst vildi handsama. Bosnískir njósnarar hafa greint frá því að árið 1992 þegar umsátr- ið um Sarajevo hófst hafi hann öskrað skipanir á stórskotaliða sína í hæðunum umhverfis borg- ina. „Steikið þá! … Sprengið frá þeim allt vit!“ öskraði hann og krafðist þess að borgin yrði sprengd í agnir. Stýrði þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum Í rúm þrjú ár stýrði hann grimmilegri herferð þjóðernis- hreinsana og fjöldamorða í Bosníu. En umfram allt er hans minnst fyrir Srebrenica. Eftir að menn hans náðu bænum á sitt vald árið 1995 slátruðu þeir átta þúsund körlum og drengjum úr röðum Bosníu-múslíma. Árið 1995 kærði stríðsglæpa- dómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hann fyrir glæpi gegn mann- kyni og þjóðarmorð. Alla tíð síðan hefur honum tekist að komast hjá handtöku. Eða öllu heldur hefur hann þar til nýverið notið verndar hersins, öryggissveita og póli- tískra afla í Serbíu. Reyndar kom nýverið fram að allt þar til í nóv- ember á liðnu ári greiddu serb- nesk stjórnvöld honum eftirlaun á sama tíma og þau héldu því fram að þau hefðu enga hugmynd um það hvar eða hvernig ætti að finna hann. Frá 1995 þar til stjórn Slobod- ans Milosevic féll árið 2000 lifði Mladic fyrir opnum tjöldum í Serbíu. Hann sást iðulega á veit- ingastöðum og fótboltaleikjum. Eftir það varð líf hans aðeins erf- iðara. Árið 2001 sendi Zoran Djindjic, hinn nýi forsætisráð- herra Serbíu, Milosevic til Haag að svara fyrir gerðir sínar. Árið 2003 var Djindjic myrtur. Margir héldu að útlægir öryggisverðir, stórglæpamenn og lífvörður Mlad- ic hefðu tekið höndum saman um að ráða hann af dögum. Þriðji vinsælasti maðurinn í Serbíu Síðan þá hefur Mladic búið neð- anjarðar. Stundum í bókstaflegri merkingu. Hann hefur látið fyr- irberast í neðanjarðarbyrgjum, sem júgóslavneski herinn gróf í hinum gömlu bækistöðvum hans í Bosníu. Einnig hefur spurst til hans í herbúðum. Pólitíska vandamálið í Serbíu er að þar líta margir enn á Mladic sem hetju. Nýleg skoðanakönnun sýndi að 33,3% íbúa líta harðsvír- aða herforingjann jákvæðum aug- um. Þar með var hann orðinn þriðji vinsælasti maður landsins. Vandamálið er hins vegar að hvað sem líður aðdáuninni á Mlad- ic er Serbía gísl hans. Rúm tíu ár eru liðin frá Bosníustríðinu og Serbía er um þessar mundir að stíga fyrstu samningaskrefin í átt að aðild að Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hafa stjórn- arerindrekar og embættismenn Evrópusambandsins hins vegar sagt að brátt geti farið svo að við- ræðunum verði hætt nema Mladic verði framseldur til Haag án tafar. Olli Rehn, sem fer með stækk- unarmál innan Evrópusambands- ins, á að gefa um það skýrslu á morgun til ESB hvort halda eigi viðræðunum áfram eða ekki. Hann hefur látið koma skýrt fram að án Mladic telji hann að það eigi að setja þær í bið. Hér þarf að taka annað atriði með í reikninginn. 20. febrúar hóf- ust viðræður í Vín um framtíð Kosovo, sem er í suðurhluta Serb- íu. Rúmlega 90% af íbúnum eru af albönskum uppruna. Héraðið er nú undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna og það virðist nánast víst að Kosovo fái sjálfstæði þvert gegn vilja Serbíu. Hið skyndilega upp- nám vegna Mladic, þar á meðal yf- irlýsingar háttsettra embættis- manna um að þeir séu staðráðnir í að handtaka hann, gæti vel verið hluti af herferð til að afla Serbíu vina við upphaf þessara viðræðna. Fjölmiðlafár og óvissa Dagblöð í Serbíu voru 22. febr- úar full af mótsagnakenndum frá- sögnum um það hvað hefði gerst. Það var daginn eftir að „mjög háttsettir“ og „ákaflega áreiðan- legir“ heimildarmenn höfðu fullyrt við blaðamenn að Mladic væri í raun og veru bak við lás og slá. Á forsíðum sumra blaða stóð æpandi letri: „Mladic handtekinn.“ Önnur voru varkárari í uppslætti sínum: „Handtekinn?“ Þegar tals- menn stjórnarinnar byrjuðu að vísa fréttinni á bug ályktuðu sumir fjölmiðlar að þeir hlytu að vera að ljúga. Götublaðið Kurir hafði til dæmis eftir manni úr öryggislögreglunni að talsmaður stjórnarinnar segði ekki satt vegna þess að hann „dirfðist ekki að staðfesta fréttina af ótta við óeirðir í Belgrað. Það er hins vegar dagsatt að Mladic hefur verið handtekinn og er á leiðinni til Haag“. Vandinn við þetta var sá að eng- inn hafði látið réttinn vita þannig að eftir langa bið gæti hann loks látið búa um rúm handa Mladic. Þegar Mladic birtist ekki í Haag á fimmtudag bar Kurir nýja kenn- ingu á borð fyrir lesendur sína. Mladic hefði verið umkringdur og hótaði nú að fremja sjálfsmorð. „Serbneska ríkisstjórnin er full- komlega ráðvillt og veit ekki hvað hún á að gera,“ sagði heimildar- maður blaðsins. Erfið staða stjórnvalda Allt varð þetta til þess að ausa vatni á slúðurmylluna, en innan um skáldskap og skapandi frétta- mennsku mátti greina athyglis- verða pólitíska punkta. Ein kenn- ingin var (og er) á þann veg að Mladic væri í haldi, en Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serb- íu, sem er hægrimaður og þjóð- ernissinni, vildi ekki að sín yrði minnst í sögunni sem Serbans, sem sent hefði herforingjann í fangelsi. Annaðhvort vildi hann að Mladic gæfi sig sjálfur fram, en hinn þrjóski herforingi þverneit- aði, eða hann myndi reyna að lauma honum yfir landamærin að Bosníu þannig að það liti út eins og lögreglan eða alþjóðlegar sveit- ir þar hefðu handtekið hann. Önnur kenning, sem var á sveimi, var á þann veg að vissu- lega hefði verið skipulögð aðgerð til að handtaka Mladic á Cer-fjalli, en hann hefði sloppið. Vitaskuld var táknrænt gildi þessarar kenningar augljóst öllum innfæddum. Við Cer-fjall bar Serbía sigurorð af hinum máttuga her Austurríkis-Ungverjalands ár- ið 1914. Þegar Mladic tók Srebre- nica 1995 lýsti hann yfir eins og frægt er orðið að hann hefði nú hefnt hins mikla ósigurs Serba gegn Tyrkjum á sléttum Kosovo 1389. Hefði herforinginn notið þjónustu almannatengslafyrirtæk- is hefði hann varla getað fengið betri ráðgjöf um það hvar væri best fyrir hann að láta handtaka sig. Hér í Serbíu hefur mikið gengið á í fjölmiðlum í liðinni viku. En Braca Grubacic, einn af innvígð- ustu fréttaskýrendum Serbíu, er ekki einn um að segja að þótt eng- inn virðist vita nákvæmlega hvað sé á seyði sé greinilegt að eitthvað sé á seyði … eða rétt um það bil að gerast. Hann er þeirrar hyggju að Mladic muni aðeins ganga laus nokkra daga í viðbót, eða í mesta lagi nokkrar vikur. Grubacic segir að áður hafi Mladic getað búið í búðum hersins og verið í nánum tengslum við ör- yggissveitir Serbíu, en ríkisstjórn Kostunica sé staðráðin í því að láta ekki setja viðræðurnar við ESB á ís. Kostunica fyrirlíti stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, en í þessum efnum sé hann raunsæismaður. Grubacic segir að undanfarna mánuði hafi ríkisstjórninni loks tekist að „rjúfa tengsl Mladic við herinn“ og bætir við: „Ég held að nú sé hann einn og yfirgefinn.“ Ef fréttin um Mladic hefði ekki yfirgnæft allt annað hefði annað mál sennilega verið efst á baugi í Serbíu. Í liðinni viku hófust rétt- arhöld í Belgrað yfir mönnunum, sem tóku myndir af því þegar múslímar, sem voru teknir til fanga í Srebrenica, voru teknir af lífi. Þeir voru félagar í hinum ill- ræmdu sporðdrekasveitum. Einn hinna ákærðu sagði við réttinn: „Það er víst að ég er sekur fyrir Guði, en hvort ég er sekur fyrir að fylgja skipunum mínum er ykkar að meta.“ Rúmum tíu árum eftir glæpinn er tími til kominn að rétt- vísin nái líka til þeirra, sem gáfu skipanirnar, en ekki aðeins þeirra, sem tóku í gikkinn. Beðið eftir Mladic Reuters Ratko Mladic í Pale. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Reuters Forsíður dagblaðanna Dnevni Avaz og Oslobodjenje í Sarajevo daginn eftir að hermt var að Mladic hefði verið handtekinn. „Mladic fundinn, verður handtek- inn,“ stendur í efri fyrirsögninni en fyrir neðan stendur: „Belgrað segir að Mlad- ic hafi ekki verið handtekinn.“ Heimsathygli vakti þegar sagt var að Ratko Mladic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í Bosníu, hefði verið handtekinn. Ekkert bólar hins vegar á honum og Carla Del Ponte, að- alsaksóknari stríðsglæpa- dómstólsins í Haag, segir að ekkert bendi til þess að það standi til að handtaka hann, enda gætu stjórnvöld í Serb- íu gert það ef þeim sýndist. Tim Judah er í Serbíu og fylgdist með uppnáminu vegna Mladic. Höfundur er blaðamaður og skrifaði bækurnar Kosovo: War and Revenge og The Serbs: History, Myth and Destruction of Yugoslavia, sem báðar komu út hjá Yale University Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.